Skúra, skrúbba og bóna ekki til í dæminu.

Halló, það er bara dálítill munur á heimilisstörfum og léttu skokki.  Mér leiðast heimilisstörf hvaða nafni sem þau kallast, geri það bara að nauðsyn og gömlum vana.  Held sem sagt heimilinu í horfinu eins og það er kallað. Mér leiðast húsverkin, ryksuga, þvo þvotta, þurka af og að ég tali nú ekki um að þrífa glugga. Þetta getur hreint út sagt verið mannskemmandi. 

 Að skokka er heldur ekki minn tebolli þá vil ég heldur rölta um í rólegheitum og fílósófera með sjálfri mér, alein með mínum spekúlasjónum. Njóta náttúrunnar, það er það sem bætir geðheilsuna og hlusta á góða tónlist. 

Heimilisstörf eru bara til að auka streitu hjá venjulegu fólki en e.t.v. er verið að tala þarna um einhvern sérstakan þjóðflokk sem ég kannast alls ekki við.  Undecided  Mopping


mbl.is Heimilisstörfin bæta geðheilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það bætir geðheilsuna þegar heimilið er hreint - að þrífa er kvöl

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.4.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

 Maid Já sammála Gunnar en ég er svo asskoti heppin að hafa hér hússtýru sem tekur af mér ómakið

Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála því geðheilsan er ekki í lagi hjá mér ef allt er ekki spikk and span.
þær segja nú snúllurnar mínar að ég eigi bara eftir að kenna englinum mínum að þurka af, en að sjálfsögðu er það ekki rétt.
Ég fékk fallegt bréf frá einum ljósálfinum mínum í gær, er hún kom heim úr skólanum, það var svona:
hún amma er svo góð og falleg englakona
og Neró er lítill sætur hvolpur.
Afi er hjálpsamur og góður og þykir gaman
að laga til í eldhúsinu.
Neró situr og horfir á.

Þetta segir svolítið um það hvernig barnið sér okkur á heimilinu,
ég útskýrði fyrir henni að heimilið okkar væri samvinna á milli
ömmu og afa. Vona að barnið hafi skilið það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Milla mín þessi stelpa er bara perla 

Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2008 kl. 21:03

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég fæ mér hjálp í eina klukkustund á hálfsmánaðar fresti, ég meika ekki að þrífa, það er líka lífshættulegt í mínu þrönga umhverfi. Nenni ekki að slasast og ekki heldur veikast úr óþrifum. Heimilistryggingin er ekki að ná þessu með áhættuþáttinn.

Hér ljómar af öllu, hjálpin kom í dag og ég ramma inn myndir.... sé svo vel hvað hún  mamma hefur haft okkur fínar, hún bjó til öll sniðin sjálf. Henni féll aldrei verk úr hendi, þannig man ég hana. Við mamma vorum perlu-rúbín vinkonur.

Yndisleg sagan frá Millu frænku. Ég missi af öllu ömmuknúsi, þetta er allt annað líf en dásamlegt og nóg pláss fyrir alla í stóra hjartanu, lovely

Góða helgi Ía mín, verð að hringja til systurdóttur í Sverge

Eva Benjamínsdóttir, 12.4.2008 kl. 00:47

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er eitthvað öðruvísi.  Nenni ekki neinu , hvorki skrúbba eða vaska upp þegar konan mín er ekki heima. 

En ef það er einhver á leiðinni  í heimsókn!

Þá get ég alveg orðið bilað duglegur að þrífa, vaska upp, rygsuga og gera hvað sem er! Hvað er að manni?

Meira að segja hellt upp á kaffi alveg sjálfur! veit að þetta er ekki normalt, en hef aldrei fundið neina lækningu á þessu undarlega vandamáli mínu..eins og nokkrum öðrum sem er samt ekki eins alvarleg og þetta í heimilislífinu..

Vil ekki að komist upp um mig að því að ég segi alltaf konunni minni að ég haldi öllu hreinu og lýg bara í síman.. og svo er allt hreint þegar hún kemur heim..

Blessuð vertu Ía, ef þú kannt einhver ráð, láttu mig vita, því ég kem mér undan öllum verkum á heimilinu með afsökunum, rugli og tómri lygi..og að skokka??? Hvert á ég að skokka??? Algjört must fyrir mig að vita fyrirfram allt sem ég þarf að fara hér!..

Nema heima í Thailandi! Þá líður mér vel og get labbað út um allt og fílósóferað, en ALDREI á Íslandi..ég kenni landinu um, en samviskan kennir mér um..furðulegt hvernig ólík umhverfi hefur áhrif á mig..

Óskar Arnórsson, 12.4.2008 kl. 03:32

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Ía, ég held að tuskugenið vanti í mig, en ég þríf í fórnarlambinu, eða þannig.  Vil helst labba úti í góða veðrinu (hm) og hugsa og njóta.

Laugardagskveðja

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2008 kl. 08:38

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir innlitin kæru þið öll.  Las í blaði landsmanna að sumarið kemur til ykkar á ÞRIÐJUDAGINN og ekki lýgur Mogginn.

Er farin út að rölta með sjálfri mér. 

Ía Jóhannsdóttir, 12.4.2008 kl. 08:49

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið er ég sammála hverju orði. Ég held reyndar að það sé stórlega vanmetið hjá fólki þetta sem þú nefnir, að rölta of fílósófera með sjálfum sér.

Marta B Helgadóttir, 12.4.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband