14.4.2008 | 09:08
Ætli þessi þjónusta fyrirfinnist í Hamingjulandinu?
Ég stóð við afgreiðslukassann í litlu Billa versluninni minni sem er lítil kjörbúð hér í nágrenninu. Tíndi upp úr körfunni ýmsan varning og setti á færibandið. Vegna þess að ég var á hraðferð hafði ég keypt innpakkað grænmeti en ekki valið sjálf úr körfunum sem ég geri nú alla jafna.
Brosandi afgreiðslukonan handlék pakka með átta tómötum og segir síðan við mig:
Það er einn tómatur ofþroskaður í þessum pakka.
Ó er það segi ég, og ætlaði bara að láta það eiga sig, nennti ekki að fara inn í búðina aftur og skipta.
Hún grípur til kallkerfisins og kallar í aðstoðarmann, hann kemur að vörmu spori, brosandi tekur hann við tómötunum og skiptir út pakkanum fyrir nýjan með ferskum fínum tómötum.
Á meðan á þessu veseni stóð lengdist röðin við kassann, allir biðu bara í rólegheitum og röbbuðu saman eins og ævagamlir vinir.
Er þetta bara ekki frábær þjónusta? Datt í hug að segja þessa sögu eftir að hafa lesið bloggið hennar Helgu bloggvinkonu þar sem hún lýsir Bónusferð sinni þar sem hún varð að henda helmingnum af grænmetinu og ávöxtunum í ruslið þegar heim kom vegna þess að það var óætt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Svona á þetta að vera.
Annars kaupi ég aldrei ferskt grænmeti í Bónus, og ekki kjöt eða fisk. Fer í Hagkaup til þess. Grænmetið er tæpast ætt og þar er sparnaðurinn farinn fyrir lítið. Ég vil hafa grænmetið mitt brakandi ferskt og fallegt, ekki dáið á fimmta degi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 10:55
Þið ættuð nú bara að vita hvað þeir bjóða manni upp á hér á Húsavík,
Það er nú bara viðbjóður, það hellst allavega ekki ferskt í 5 daga,
nema það sem er ræktað á Hveravöllum sem er gróðurhús hér rétt hjá.
Allir stóðu bara og töluðu saman segir þú Ía mín, meðan maðurinn fór að ná í nýja tómata, það mundi ekki gerast hér, hvorki að þér væri bent á að eitthvað væri að vörunni, eða að samskiptin væru á skemmtilegu nótunum við kassann,
fólk frekar ýtir á mann en hitt.
Ég kaupi oft grænmeti í Bónus, en maður þarf að vanda sig.
Knús kveðjur.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.4.2008 kl. 11:36
Sæl Ía mín, mikið ertu heppin að þurfa ekki að standa hér í stressröð sem engin yrðir á mann í. Auðvitað ætti það að vera partur af programmed að heilsa upp á náungann, glaður í bragði og tala í það minnsta um góða veðrið , góðan daginn
Ég var að koma úr Bónus í Mosfellsbæ. Sammála Jenný og ég segi, því miður grænmetið er alltof oft óboðlegt. En Lambhaga salatið í nýlegu plastkössunum fyrirferðamiklu, er gott og geymist miklu betur en salatið í plastpokunum. En appelsínurnar eru undantekningalítið óætar. Svo er þeim fátækustu boðið að kaupa þrjár marðar zukini og fjórar myglaðar paprikur á 50 kall hvorn pakka. Allt er til sölu og mér bíður við að þurfa að fara í gegnum þetta. Annars er oftast 3 af 4 tómötum í pakkningu heilir, en þú verður að nota þá strax í dag.
Mjölmeti, mjólkurvörur og ostur er ódýrastur þarna. Æ, og þarna fauk 5000 kall.
Það er gaman að koma í Kolaportið um helgar og fá nýjar kartöflur og hunangslegin lax á rjúkandi nýjar fjallagrasa flatkökur, rúgbrauð, hákarl, harðfisk og svo ég tali nú ekki um mannlífið. Þetta er eini staðurinn á Íslandi sem minnir mig á útlönd. Það vantar tilfinnanlega stóran ávexta og grænmetismarkað hér í borg. Það þarf líka að kenna íslendingum að borða meira grænmeti og salatkál.
kveðja eva
Eva Benjamínsdóttir, 14.4.2008 kl. 15:18
Jebb, það vita nú allir að grænmeti fæst ekki í bónus, það er orðið brúnt og heitir brúnmeti þar.
En nákvæmlega þessi þjónusta sem þú nefnir þarna, er einmitt við lýði hér á Skaga vorum í henni Einarsbúð, verslun sem hefur staðið af sér Krónuna, Bónus, Nettó og hvað þetta allt saman heitir nú. Þetta er ekki ódýrasta búðin í bænum, en með frábærri þjónustu og gæða vörum haggast Einarsbúð ekki þrátt fyrir risana, sem eru að sögn sumra farnir að huga að samdrætti hér.
Kveðja til Parg.
Þröstur Unnar, 14.4.2008 kl. 18:17
Takk fyrir öll innlitin í dag. Hugsið ykkur aðeins einn vinur sem kemur með eitthvað jákvætt og það kemur ofan af Skaga auðvitað, soddan eðal fólk sem þar býr.
Ía Jóhannsdóttir, 14.4.2008 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.