20.4.2008 | 14:46
Gaman að vera Íslendingur hér í dag.
Þegar við fluttum hingað fyrir átján árum og opnuðum fyrsta einkarekna veitingahúsið í Tékklandi fundum við vel fyrir því hversu velviljaðir Tékkar voru í garð okkar Íslendinga. Þeir hræddust ekki þessa litlu þjóð úr norðri sem engan hafði herinn og orðið útrás þekktist varla í íslensku máli.
Öðru máli gegndi um stórabróður í vestri þar voru þeir ekki öruggir með sig. Enda kom það í ljós 1993 þegar landið skiptist í Slóvakíu og Tékkland þá fengu útlendingar aðeins að finna fyrir því að þeir voru hér gestir og höfðu komið hingað með sitt ,,know how" en nú gætu Tékkar tekið sjálfir við.
Margir hrökkluðust úr góðu starfi og sneru aftur til síns heima. Tékkar tóku við yfirmannastöðum í stóru fyrirtækjunum en uppgötvuðu fljótlega að þeir voru alls ekki tilbúnir til að takast á við mörg af þeim verkefnum sem útlendingar höfðu leyst af hendi eftir ,,flauelisbyltinguna".
Hér var mikil ringulreið á markaðinum og við fengum svo sem líka að finna fyrir því að við vorum bara hér til að kenna en síðan gætum við farið heim og lokað á eftir okkur. Við héldum okkar ásetningi og börðumst eins vel og við frekar gátum við að halda okkar fyrirtæki og láta engan hrekja okkur í burtu.
Árið 1994 viðurkendu Tékkar að hafa verið of fljótir á sér og tóku útlendinga í sátt, ja alla vega að hluta til. Enn var samt hart barist á sumum vígstöðvum.
Greinin sem birtist í Prague Post 16. apríl þar sem m.a. er viðtal við minn eiginmann, hefur vakið mikla athygli, þá sérstaklega hjá útlendingum sem búa hér. Litla landið okkar er komið á kortið svo um mundar og við erum ekki lengur þessi fátæka þjóð sem engum ögraði.
Það er gaman að vera Íslendingur hér í dag. Við erum mjög stolt af þessum íslensku fyrirtækjum sem hér hafa fjárfest og megi þeim vegna vel hér í framtíðinni.
Fjallað um útrásina í Tékklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:00 | Facebook
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 14:48
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.4.2008 kl. 16:09
eigðu ljúfa viku
Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 23:44
Gott að heyra að sumum er tekið vel og nokkrir gera það gott. Það þarf að dreifa íslendingum úr um alla Evrópu, það er svo mikill dugnaður, bjartsýni og húmor í þjóðflokknum. Beautiful people...Nú ertu alveg að koma heim Ía mín,...hlakka til að sjá þig, góða ferð og góða nótt, kveðja eva
Eva Benjamínsdóttir, 21.4.2008 kl. 00:34
Takk fyrir innlitin kæru vinir.
Veit ekki hvort tími gefst til fyrir hitting að þessu sinni Eva mín.
Ía Jóhannsdóttir, 21.4.2008 kl. 07:35
Ía, mín það er alveg ok, við sjáumt þegar við sjáumst, það er á hreinu.
Góða ferð, og Velkominn til Íslands. Njóttu vel kv. eva
Eva Benjamínsdóttir, 22.4.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.