21.4.2008 | 20:26
Ætla að koma með sumarið með mér
Á morgun verður haldið fljúgandi yfir haf og lönd beint í faðm Hamingjulandsins. Einhvern veginn náðum við að klúðra farseðlunum þannig að minn elskulegi fer héðan klukkan fimm í fyrramálið en ég ekki fyrr en fimm um eftirmiðdaginn. Aumingja kallinn minn verður að bíða í fimm tíma í Köben en ég vorkenni honum svo sem ekkert, Köben er alveg þess virði að eyða nokkrum klukkutímum á randi um stræti og torg.
Amman er auðvitað búin að fylla tösku af nýjum fötum á prinsinn sinn, stórum Bubba byggir og Tomma tog. Hvað ég hlakka til að knúsa hann og dekra upp úr skónum þessa fáu daga sem við verðum saman. Skrúðganga á Sumardaginn fyrsta með hornablæstri, ís og blöðru.
Ég vona bara að barnið þekki ömmu sína og afa þegar þau koma með öll lætin og brussuganginn. Hendi sér bara ekki undir rúm af skelfingu við þessa brjálæðinga frá útlöndum. Verðum að reyna að hafa hemil á okkur svona fyrstu klukkustundina og ekki kremja hann í klessu. Barnið er jú bara eins og hálfs.
Við ætlum að reyna að koma með pínu lítið af sumrinu með okkur í farteskinu, en lofum engu þar um. Ekki veit ég hvort mikill tími gefst til að blogga þessa daga en ég ætla nú samt að taka með mér tölvudrusluna svona in case.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kannski maður kíki við í Tékklandi í sumar, það væri gaman. SKemmtu þér vel hér heima.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 21:59
Takk fyrir að koma með vorið. Það verður fínt að spóka sig í útlendu sumri á fimmtudaginn.
Góða ferð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.