Hamingjulandi í sjónmáli, blásið í lúðra vinir mínir.

Þá er ég búin að henda restinni ofan í tösku.  Alveg sama hvort maður er að fara helgarreisu eða til lengri tíma, alltaf treður maður í töskurnar  einhverju sem síðan er aldrei notað á ferðalaginu, liggur þarna bara engum til gagns og síðan tekið upp þegar heim er komið lyktandi og krumpað.  Þarf að fá leiðsögn í ferðalaganiðurpökkun.  Er einhver þarna úti sem kann þetta, ég meina þá 100%.

  Búin að ganga um allt húsið og athuga hvort straujárnið, kaffikannan eða önnur rafmagnstæki eru ekki örugglega aftengd. Vinnumennirnir búnir að fá fyrirlestur um hvað eigi að klára hér áður en ég sný aftur heim og fyrirmæli um að hugsa sómasamlega um hundinn. 

Þá held ég að tími sé til kominn að leggja í hann.  

Þið mætið svo öll í Keflavík í kvöld og takið á móti mér með blómum og þið vogið ykkur ekki að gleyma að breiða út rauða dregilinn.  Síðan þætti mér óskaplega vænt um að blásið yrði í lúðra, svona eins og gert er í ,,hvíta" húsinu á nesinu. 

 Ég skal svo syngja fyrir ykkur í staðin Ó fögur er vor fósturjörð. 

Love U2 guys!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hamingjulandið er kannski fullmikið sagt

Góða ferð Ía mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eigðu góða daga í landi voru, fagurt er það þó eigi sé það hamingjuland
fyrir þá sem minna mega sín.
                              Kveðjur til ykkar Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2008 kl. 12:01

3 identicon

Æ sorrý Ía...ég kemst ekki til Keflavíkur til að taka á móti þér!! Kannski bara næst...

Ragga frænka (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ef þú millilendir í Jönköping... þá tek ég á móti þér.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.4.2008 kl. 18:48

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, ætli þú sért ekki nú þegar lent, og ég ekki búin að redda rauða dreglinum.  Ég verð að vera betur útbúin næst.  - Velkomin heim til Íslands, vonandi hefurðu það alveg rosalega gott.  Kær kveðja Lilja.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.4.2008 kl. 22:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Múhameð kemur til fjallsins. "Velkomin heim" í boði Icelandair, Ían mín. Þú ert best og flottust!

Þorsteinn Briem, 23.4.2008 kl. 05:00

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sorry að ég skildi ekki taka á móti þér, geri það bara næst.  Skemmtu þér vel á landinu okkar  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 23:46

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Velkomin Ía. Njóttu vel.

Marta B Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband