Auður Vésteinsdóttir, velkomin í Listasetrið Leifsbúð

Nú er aftur að færast líf í Listasetrið okkar og fyrsti gestur okkar mættur á svæðið.  Auður Vésteinsdóttir myndlistamaður mun dvelja hér næstu sex vikurnar og vinna að verkum sínum. Við bjóðum hana og hennar eiginmann Svein Baldursson velkomin og vonum að þau njóti dvalarinnar hér.  

Það var vinalegt að horfa yfir að Leifsbúð í gærkvöldi, uppljómaða, vitandi af svo góðu fólki þarna að vinnu.  Erró minn var fljótur að koma sér í kynni við nýja ábúendur og í morgun skellti hann sér í morgungöngu með þeim hjónum í góða veðrinu. 

       Læt hér fylgja vefsíðuna okkar: www.leifsbud.cz Painter 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Flott hús og umhverfi þarna við Leifsbúð.

Góðan dag, annars úr roki og rigningu á Skipaskaga.

Þröstur Unnar, 4.5.2008 kl. 08:57

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Þröstur þetta hús var byggt 1640 og var tækjageymsla alla til eða þar til 1949 þegar húsin lögðust næstum í eyði.  Við endurbyggðum þetta fyrir tveimur árum og erum mjög ánægð með útkomuna.  Var svona mitt baby og teiknaði og innréttaði þetta sjálf.  Úff er rigning hjá ykkur, æ,æ, ég er hér í 20°og sól.

Ía Jóhannsdóttir, 4.5.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er frábært framtak.  Yndislegt hús og umhverfið maður minn.

Villtu vera memm?

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2008 kl. 10:01

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég óska þér til hamingju Ía mín með þinn þátt í alheimsmenningunni. Þú hefur aldeilis ekki setið auðum höndum manneskja. Þetta er gullfallegt umhverfi og hugsað fyrir öllu. Alveg brilljant. Er ekki hægt að notast við hjól? Auður heppin bið að heilsa í paradískv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 4.5.2008 kl. 16:20

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný, ég vil alltaf vera memm skemmtilegu fólki, welcome any time!

Eva, auðvitað erum við með hjól fyrir gesti okkar.  En bíll er samt nauðsynlegur.  Er 30 km í næsta stórmarkað.

Ía Jóhannsdóttir, 4.5.2008 kl. 16:43

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir bloggvináttu, alltaf gaman að fylgjast með löndum okkar í útlöndunum

Sigrún Jónsdóttir, 4.5.2008 kl. 19:01

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Oh, ég veit að þetta er æðislegt.  - Og þú ert sankalaður snillingur Ía, að láta þér detta þetta í hug og "framkvæma" , það er málið.  Sumarkveðjur til þín.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2008 kl. 00:30

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ía mín, fyrirgefðu, en þetta á auðvitað að vera,-  þú er sannkallaður snillingur!.,-  sem er auðvitað augljóst. -

   Er nefnilega með nýja tölvu sem ég kann ekkert á, hún er alltaf búin að senda um leið og ég hika. - Þetta er tölva með sjálfstæðan vilja.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2008 kl. 00:34

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Er ekki nóg að fara í matarinnkaup einu sinni í mánuði, ertu ekki með hænsni? Þetta er eins og frá Ártúnsholti að Reykjalundi og aftur heim í Ártúnsholt Og svo uppeftir aftur en ekki heim. Já, bíll, auðvitað bíldruslu eða benz. Góða nótt

Eva Benjamínsdóttir, 5.5.2008 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband