Hvítasunnuhelgin með góðum vinum.

Þá er Hvítasunnan liðin og þó nokkuð langt í næsta almenna frídag þarna uppi á Hamingjulandinu.  Ætli það sé ekki 17. júní sem ber núna upp á þriðjudag að mig mynnir Nú geta allir farið að telja dagana. Hæ, hó jibbí......

Helgin var mjög skemmtileg hér hjá okkur.  Á laugardag komu hingað til Prag góðvinir okkar Sigurjóna og Halldór Ásgrímsson. Það var orðið ansi langt síðan við hittumst síðast svo þetta voru kærkomnir endurfundir.

  Í gær komu þau  í sveitina okkar og borðuðu með okkur síðbúinn hádegisverð. Spjallað var hér í vorsólinni um menn og málefni þar til sólin fór að síga bak við húsþökin.  

Að sjálfsögðu var vel tekið á móti maraþonhlauparanum okkar þegar hann kom úr hlaupinu með tilheyrandi húrrahrópum og kampavíni.  Hann hljóp á rúmum fjórum tímum og sagði Auður að hann hefði varla blásið úr nös þegar hann kom í markið.  Flottur kall!

Í dag var bara venjulegur mánudagur og ég dundaði hér í lóðinni fram undir kvöld.

  It's All Good 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það hlýtur að vera alveg sérstaklega gaman að fá samlanda sína í heimsókn, þegar maður býr í útlandinu.  Sigurjóna er alveg sérstaklega ljúf og skemmtileg kona.  Við höfum átt okkar móment "í smóknum", svona afsíðis, eins og vera ber

Sigrún Jónsdóttir, 12.5.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Á morgun verður venjulegur mánudagur hjá okkur sem verðu samt þriðjudagur, frídagar búnir í bili, enda komið nokkuð gott.  Hafðu það gott elsku Ía mín og njóttu blíðunnar.  Knús til þín 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kveðjur til þín í sveitina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2008 kl. 22:50

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir innlitin skvísos

Sigrún:  Sigurjóna er hætt í smóknum ég skana þess pínu

Hallgerður:  Jamm hér er voða lítið stress í gangi, alla vega er ég sallaróleg hér núna í augnablikinu hehehhe

Ía Jóhannsdóttir, 13.5.2008 kl. 07:26

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hef alltaf kunnað vel við Halldór þó ég þekki hann ekkert, og hef bara séð frú Sigurjónu á myndum, en ég þekki fjölda fólks sem þekkir þau, og eru fullkomlega sammála þér. - Kveðja Lilja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.5.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband