Forréttur framreiddur í G-mjólkurfernum er víst líka ,,inn

Gott að heyra að rabarbarinn hefur haldið innreið sína í veislusali enda góður til síns brúks. Það er oft gaman að fylgjast með nýjungum og matreiðslumenn geta verið skemmtilega uppátektarsamir en oft er spurning hvort þetta fellur í kramið hjá gestunum.

Um daginn heyrði ég um nýopnaðan veitingastað á Íslandi sem býður upp á ýmsa rétti sem almenningur hefur e.t.v. lítinn skilning á en er tilbúinn að prófa.

Tengdasonur okkar heimsótti þennan stað um daginn og í för með honum voru nokkrir ungir viðskiptamenn.  Þeim lék forvitni á að smakka á nokkrum réttum sem hljómuðu fremur framandlega.

Dúfa með steiktu poppkorni var valin í aðalrétt og í forrétt rækjur einhverri sósu sem ég man nú ekki hver var en þessi forréttur var framreiddur í G-mjólkurfernum!!!!!!!!

Fylgdi sögunni að maturinn hefði ekki smakkast vel og mikið skilið eftir á diskum.  Forrétturinn var svo ólystilegur í fernunum að sumum varð bumbult. 

Ekki beint góð auglýsing fyrir nýjan stað, því miður.   Waiter 

 

 


mbl.is Rabarbaraæði um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúfu væri ég til í en með poppkorni?? Er það ekki að teygja sig aðeins of langt?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hefði vilja smakka á þessu...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.5.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þið vinir mínir hér að  ofan, góð spurning erum við þá komin hringinn?  Ég væri alveg til með að smakka á þessu hnossgæti en þá segi ég BARA SMAKKA!  Og síðan ekki orð um það meir.

Ía Jóhannsdóttir, 16.5.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ekki þó Íslenskar dúfur ?!?., þær eru samkv. meindýrafræðingi jafnmikilir smitberar og rottur hér á landi.  -  Ekki hefði ég lyst á því. -  En rabbabari fannst mér alltaf góður. - og rabbabarapæ, er alveg rosalega gott.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.5.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband