Heitt, heitt, heitt hér líka

Hér fór hitinn yfir 35° í skugga í dag og blakti ekki hár á höfði.  Við móktum hér í skugga hjónakornin úti á veröndinni og minn elskulegi hafði á orði að það lægi við að hann næði í rafmagnsviftuna til að fá smá hreyfingu á þessa þungu mollu.

Um fjögurleitið fórum við síðan í grill til Egils og Bríetar og ekki var hitinn minni þar inni í miðri borg. Þegar við héldum heimleiðis um áttaleitið sáum við hvar óveðurskýin hrönnuðust upp fyrir framan okkur.  Það er nú ekki oft sem maður fagnar rigningunni en þar sem fyrstu droparnir féllu á framrúðu bílsins var næstum því hrópað upp af fögnuði, vá hann er að fara að rigna, guði sé lof!

Við rétt náðum heim áður en þrumuveðrið skall á og nú dansa hér glæringar um himininn og drunur þrumanna eru ansi háværar. Kærkomið regnið steypist niður og á morgun verður aftur komið sumar og sól með 27° í skugga.

Ætla að fara að huga að hundinum hann er svo skíthræddur við þrumuveður, liggur sjálfsagt við fætur fóstra síns og vælir, grey ræfillinn.  Thunder Yes!  

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sólríkasti mánuður í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

25 stig er flott.  Þú hlýtur að vera að grillast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég þoli nú ágætlega hita en aumingja Elma Lind mín var ekki beint hamingjusöm í dag litla, dúllan hennar ömmu sinnar.

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En nú verður allt þolanlegra ef það fer ekki upp fyrir 30° er það ekki? -  Annars er búið að vera ósköp gott hér líka. - Maður þarf svo sem ekki að kvarta..... en hitinn mætti samt vera aðeins hærri eða þannig.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.5.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að fá þrumur og rigningu, það verður allt svo ferskt á eftir Njóttu góða veðursins Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 1.6.2008 kl. 00:06

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gott að þér er ekki kalt Ía mín. Hér mætti snarlega koma 18-20 stiga hiti, maður fer nú ekki fram á meira, því þá er yndislegt að vera á Íslandi.

Vona þó innilega að þú kafnir ekki í mollunni. Mér létti við að sjá þrumurnar og regnið,  það er ekkert vit í öðru svona inná milli.

Eva Benjamínsdóttir, 2.6.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband