Króatarnir bara með læti gagnvart vinum mínum.

Æ, æj, æj,  elsku vinirnir á nú að banna ykkur að ferðast með fullar töskur af ykkar uppáhaldi.  Pylsum, súrsuðum gúrkum og öðru góðmeti.  Ekki að undra þó hálf þjóðin fari í kerfi og afpanti ferðir til Króatíu. Annars má nú held ég aðeins taka á þessum matvælaflutning ykkar elskurnar.

Hvernig ætli sé annars að keyra alla leið til Króatíu í óloftkældum bíl, hvert sæti skipað.  Pabbinn við stýrið, mamman í framsætinu með soðkökur og pylsur í fanginu sem skyggir á allt útsýni.  Afi og amma í aftursætinu með lítinn gutta á milli sín. Á gólfinu er bjórkassi og pokar með tékkneskum mat sem yfirleitt er súrsaður eða reyktur, svo afi og amma geta hvergi sig hreyft og blóðið hætt að leka niður í fæturna.

  Á þaki bílsins er hlass af farangri fjölskyldunnar vel pakkað inn í gamalt teppi og snærað niður.  Ég gleymdi að geta þess að fullorðna fólkið er líka keðjureykjandi, svo strókurinn er ekki bara úr lélegri vél bílsins heldur líka út um opna bílgluggana. 

Nú er ég aðeins að ýkja en maður sér stundum svona ferðalanga hér á vegum úti og verður alltaf jafn undrandi á elju þessa fólks.      


mbl.is Pylsubann angrar Tékka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó mæ ó mæ. Getur fólk ekki keypt mat á staðnum? er svona mikill verðmunur??   ekki nenni ég að ferðast með mat, ekki einu sinni hér á milli bæja, nema í útilegu.  Kær kveðja til þín mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er margt annað sem má bjóða mér á undan slíku ferðalagi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.6.2008 kl. 16:20

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Stelpur mínar ég held að maður ætti að taka þessa frétt svona mátulega alvarlega.  Ég þekki engan sem ferðast á þennan máta, en það er til fólk sem enn gerir þetta og þá er bara verið að halda í vanann.  Svona var ferðast hér á dögum kommastjórnarinnar, ekkert hægt að ferðast öðruvísi. 

Er þetta ekki bara eins og þegar landinn var að fara til Spánar með ORA fiskibollur og annað ísl. góðgæti.  Hef reyndar aldrei ferðast þannig sjálf en maður heyrði þetta oft. 

Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 16:34

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi leiðinlegt.  Er enn reykt út um allt í Tékkó?  Þá kem ég sko.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jahá Jenný næstum hvar og hvenær sem er.  Einstaka leiðindapúki sem er að reyna að koma upp reyklausum stað, fuss ég bara hunsa þá nú svo er alltaf hægt að sitja úti í góða veðrinu.  Er mín orðin heit á að skella sér í reisu?

Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 16:48

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það voru tímar...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.6.2008 kl. 19:14

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sæl Anna þú mátt nú ekki taka mig svona alvarlega.  Ég hef mikið dálæti á Tékkum og hef alltaf haft.  Þetta er krafmikil þjóð sem bjó við nöpurleg kjör og harðstjórn hér í fimmtíu ár. Ég hef búið hér í átján ár og hef séð ýmislegt sem ég er ekkert óhrædd við að segja frá.  Staðreyndir sem sumir geta e.t.v. ekki skilið og þetta eru staðreyndir en ekki sagt til að niðurlægja þjóðina svo langt í frá og ef þú hefur lesið færsluna mína vel þá sérð þú að ég segi að ég dáist að elju þessa fólks.  Ég þakka þér fyrir innlitið.

Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 21:12

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér finnst þetta ansi kunnugleg mynd Ía, af okkur Íslendingum að ferðast til Spánar, Júgóslavíu, eða Ítalíu til Bíbíog jóní, eins og grínast var með.  -

Það var einmitt verið að sýna Sólarferð eftir Guðmund Steinsson í Þjóðleikhúsinu í vetur, þar sem þetta kemur allt fram. - 

Og það var ekkert verið að gera lítið úr neinum nema síður sé. -  Staðreyndirnar voru bara eins og þú lýsir svo ve, hér fyrir ofan. -  En það er sárt að segja það að það er svoleiðis enn vegna fátæktar. - Ekki vegna þess að fjölskyldan er svo matvönd.- Og svo bætist við að gjaldeyririnn er svo dýr. - Þá eins og núna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.6.2008 kl. 21:33

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Lilja mín þetta eru staðreyndir en reyndar er ekki mikil fátækt hér og það fólk sem ferðast svona í dag er fólk á mínum aldri og eldra, það er bara gamall vani að spara og ferðast ódýrt.  Sumir fara jafnvel alla leið í rútu til London og ekki er sú borg ódýr fyrir ferðamanninn.

Annars var ég að pæla í því ef ég segði allar þær lífsreynslusögur frá árunum okkar hér fyrst þá héldi fólk mig örugglega vera að ljúga.  Stundum sé ég enn í dag eitthvað sem minnir mig á gamla daga og þá skelli ég upp úr en manni var sko ekki hlátur í hug í den.  Kanski ætti ég bara að fara að setja eitt og annað á blað þá fengi nú konsúlínan aldeilist yfirholninguna frá sumum hehehhe.....

Heyrðu ætlar þú ekki að fara að koma að heimsækja mig?

Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 21:54

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta minnir á sólarlandaferðirnar hérna í den..., ég skellihló.

Marta B Helgadóttir, 5.6.2008 kl. 22:20

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sæl Anna mín aftur.  Takk fyrir að líta inn á mig öðru hverju.  Veistu þetta með snærið er bara eins og ég sá þetta fyrir mér þegar ég skrifaði færsluna.  Hér áður fyrr var allt pakkað inn í brúnan pappír og snæri bundið um hvort sem það var kjöt eða fatnaður.  Hér fékkst ekkert  límband og plaspokar voru eins og gull.

Þarna er ég enn að tala um staðreyndir.  Lífið hér var sko engin dans á rósum en ég sé ekki eftir einni mínútu sem ég hef dvalið hér í þessu landi.  Annað, e.t.v. er þetta rétt hjá þér með að vanda betur hvað ég set niður.  Tölvan mín er að bögga mig smá hér núna svo ég get ekki sett broskalla eins og ég gerði mikið áður til þess að valda ekki misskilning. Annars vita þeir sem mig þekkja að minn húmor er ansi kaldhæðinn svo ég hef nú voða litlar áhyggjur af þessu.

Vona að þú haldir áfram að líta hér inn , bestu kveðjur frá konsúlínunni

Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 22:35

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hæ Marta jamm þannig átti líka fólk að taka þessu hehehhe.........

Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 22:38

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég sá bara ekkert hrokafullt við þessa færslu þína Ía mín, verð nú bara að koma því að

Annars er vinafólk mitt að fara til USA eftir nokkra daga, með 2 full kælibox af matvöru til sonar síns og hans fjölskyldu, og það er sko ekki hangikjöt og Ora grænar, ó nei, heldur frosið lambalæri, skyr og brauð, svo eitthvað sé nefnt.  Já það er vandlifað í útlandinu, hverrar þjóðar sem maður er

Sigrún Jónsdóttir, 6.6.2008 kl. 00:12

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ef þú Anna ætlar að vera með svona bull hér á síðunum mínum vil ég vinsamlegast biðja þig að koma ekki hér með komment.  Hef aldrei lesið þessa grein og legg ekki í vana minn að skrá upp eftir blöðum. 

Ía Jóhannsdóttir, 9.6.2008 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband