6.6.2008 | 06:56
Ætti ég að þora?
Ég nenni nú ekki alltaf að fylgja mínum elskulega á hans ferðalögum en vegna eindregnar óskar, og yfirlýsingar hans um ágæti minnar nærveru og hvað ég er skemmtilegur ferðafélagi, ætla ég að láta það eftir honum í þetta sinn.
Langar bílferðir með mínum eru nú ekki það sem ég vildi kjósa sem dægrastyttingu. Hann er einn af þeim sem er kominn á leiðarenda löngu áður en ferðin er hafin. Svona aðeins á undan sjálfum sér. Þ.a.l. sér maður nú asskotakornið lítið af fegurð fjalla og dala, þar sem brunað er á hraðbrautinni og varla að maður fái pissupásu.
Viðkvæðið er oft: Er ekki bara allt í lagi að stoppa næst? 50 km í næstu resteríu og ég í spreng.
Ég alltaf svo samvinnuþýð eða þannig: Ha jú, jú ekkert mál.
Ferðinni er sem sagt heitið til Hamborgar þar sem minn ætlar að mæta á þriggja daga fund. Kemur síðan bara í ljós hvað ég dunda mér við á meðan. Hef nú ekki komið til Hamborgar í mörg ár svo þetta getur orðið spennandi reisa, kannski ætti ég að líta á portkonurnar í Herbertstrasse (heitir hún ekki það fræga gatan) og sjá hvort þær hreyta í mig ónotum eins og seinast þegar við fórum þar um, en þá var ég nú í fylgd með mínum svo ekki skrítið að þær hræktu að mér, fávísri konunni með myndalega manninum. Spurning um hvort ég þori að taka áhættuna.
Svo nú er að henda ofan í töskur og bara drífa sig á vit ævintýra næstu daga.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:59 | Facebook
Athugasemdir
Góðan Daginn Ía mín, altaf gaman að fara til Hamborgar, njóttu þín í þessa daga.
Knus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 6.6.2008 kl. 07:42
Skemmtu þér vel Ía mín og kíktu í búðir. Margar búðir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 08:28
´Jæja þá er maður klár, búin að setja upp kappakstursgleraugun og alles.
Hallgerður ég verð að treysta Önnu konu Halldórs fyrir honum þessa daga, heldur þú að það verði ekki í lagi ?
Jenný, já mig vantar alveg nauðsynlega svona skó þú veist.... ætla að kíkja aðeins
Hafið það gott elskurnar í allan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 6.6.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.