Ætti ég að þora?

Ég nenni nú ekki alltaf að fylgja mínum elskulega á hans ferðalögum en vegna eindregnar óskar, og yfirlýsingar hans um ágæti minnar nærveru og hvað ég er skemmtilegur ferðafélagi, ætla ég að láta það eftir honum í þetta sinn. 

Langar bílferðir með mínum eru nú ekki það sem ég vildi kjósa sem dægrastyttingu.  Hann er einn af þeim sem er kominn á leiðarenda löngu áður en ferðin er hafin.  Svona aðeins á undan sjálfum sér.  Þ.a.l. sér maður nú asskotakornið lítið af fegurð fjalla og dala, þar sem brunað er á hraðbrautinni og varla að maður fái pissupásu. 

 Viðkvæðið er oft:  Er ekki bara allt í lagi að stoppa næst?  50 km í næstu resteríu og ég í spreng. 

Ég alltaf svo samvinnuþýð eða þannig:  Ha jú, jú ekkert mál. 

Ferðinni er sem sagt heitið til Hamborgar þar sem minn ætlar að mæta á þriggja daga fund.  Kemur síðan bara í ljós hvað ég dunda mér við á meðan.  Hef nú ekki komið til Hamborgar í mörg ár svo þetta getur orðið spennandi reisa, kannski ætti ég að líta á portkonurnar í Herbertstrasse (heitir hún ekki það fræga gatan) og sjá hvort þær hreyta í mig ónotum eins og seinast þegar við fórum þar um, en þá var ég nú í fylgd með mínum svo ekki skrítið að þær hræktu að mér, fávísri konunni með myndalega manninum. Wink  Spurning um hvort ég þori að taka áhættuna.

Svo nú er að henda ofan í töskur og bara drífa sig á vit ævintýra næstu daga. It's Friday 

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan Daginn Ía mín, altaf gaman að fara til Hamborgar, njóttu þín í þessa daga.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 6.6.2008 kl. 07:42

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skemmtu þér vel Ía mín og kíktu í búðir.  Margar búðir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 08:28

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

´Jæja þá er maður klár, búin að setja upp kappakstursgleraugun og alles.

Hallgerður ég verð að treysta Önnu konu Halldórs fyrir honum þessa daga, heldur þú að það verði ekki í lagi ?

Jenný, já mig vantar alveg nauðsynlega svona skó þú veist.... ætla að kíkja aðeins

Hafið það gott elskurnar í allan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 6.6.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband