19.6.2008 | 19:20
Þetta er orðið svo hrikalega spennó
Ætli draumur Sævars bónda á Hrauni sé að koma fram?
Heitir annar ferðamaðurinn Karen? Það nafn finnst örugglega í Pólskum mannanöfnum.
Maður getur bara ekki sofið dúr í nótt, spenningurinn magnast með hverri klukkustundinni.
Ætli sé búið að láta Dani vita? Ætli þeir sendi sama gæjann? Varla, var hann ekki svo huglaus að hann þorði ekki út úr bílnum þegar hann kom á vettvang.
Kalla bara út heimavarnaliðið strax! Ekkert hangs núna, Björninn gengur laus og Birnir eru stórhættulegir, já alla vega sumir hverjir.
Hvar leynist ófögnuðurinn? Spor finnast! Hver fangar Bjössa? Kemur Karen til hjálpar?
Úff þetta er hið dularfyllsta mál. Framhald í næsta þætti.
Þriðji björninn á Hveravöllum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Samgöngur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:23 | Facebook
Athugasemdir
heheh flott færsla...
Þórunn Eva , 19.6.2008 kl. 19:24
Eldsnemma að morgni mánudagsins 16. júní vakti 7 ára dóttir mín mig. Hún var grátandi og hafði fengið martröð að eigin sögn. Spurði hvort hún mætti kíkja út um gluggann sem hún svo gerði. Þegar ég spurði hvað hana hefði dreymt sagði hún að sig hefði dreymt tvo ísbirni sem voru komnir á land. Hún kíkti út til að sjá hvort þeir væru nokkuð fyrir utan hjá okkur, svo raunverulegt var þetta fyrir henni. Ég huggaði hana með því að það væru ekki miklar líkur á því að það færu að koma fleiri ísbirnir á land á þessum árstíma, hvað þá hingað til Reykjavíkur.
Í hádegisfréttum á Bylgjunni þennan sama dag heyrði ég svo um ísbjörninn við Hraun á Skaga. Trúði varla mínum eigin eyrum. Svo fannst mér nú ferlega skondið að stelpan sem sá björninn fyrst heitir Karen. Dóttir mín heitir einmitt Karen svo ég skil hvað þú ert að fara með nafnið. ;)
Það skildi þó ekki vera að Karen mín sé berdreymin???
Þórhildur (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 19:36
Hafa Björn fremstan í flokki heimavarnarlið, ísbirnir ku vera hræddir við Birni.
Sigga (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 19:42
Þórunn Eva takk fyrir innlitið
Þórhildur ekki spurning stelpan þín er berdreymin og þarna er komin Karen númer þrjú, sko ég vissi að Karen kæmi til hjálpar á einn eða annan hátt. Takk fyrir innlitið.
Ía Jóhannsdóttir, 19.6.2008 kl. 19:44
Úff, ég bíð spennt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 20:31
Hvað ætli nafnið Karen þýði? Veit það einhver? Þetta er spúký
Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2008 kl. 20:43
Hva, eru Ísbirnr algengir í Pólverjalandi?
Þetta eru örugglega Gæsaspor.
Þröstur Unnar, 19.6.2008 kl. 20:54
Jenný já maður er bara allur á nálum
Sigrún þú segir nokkuð, ekki veit ég en finnst eithvað svo náttúrulegt við nafnið. Sé fyrir mér skóg.
Þröstur djísus heldurðu það? Hehehhe þá þetta orðið ennþá meir spennó. Svona risagæsir sem leynst hafa á hálendinu frá örófi alda. Svífa yfir okkur þegar rökkva tekur og fylgjast með okkur imbunum þarna niðri. Ég get svarið fyrir það þetta er orðinn Thriller
Ía Jóhannsdóttir, 19.6.2008 kl. 21:16
Sigrún, nafnið Karen þýðir hrein eða hin hreina. Hmmm, fæ svo sem ekkert sérstakt út úr því í tengslum við þetta ísbjarnarmál allt saman. :D
Þórhildur (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:35
ég er með aðra sögu fyrir ykkur, vinkona mín sem heitir reyndar ekki karen en þetta er nafnið sem hún notar þegar hún vill ekki gefa upp sitt rétta nafn, önnur vinkona okkar fattaði upp á því fyrir um þremur árum þegar hún kynntist strák og þær sögðust heita ásdís og karen(vegna þess að maður vill nú ekkert alltaf segja ókunnugu fólki sem maður hittir á djamminu rétt nafn:P) strákurinn heldur enn í dag að hún heiti karen og þetta er orðin hálfgerður djókur hjá okkur vinkonunum að hún heiti karen, svo hitti ég hana áðan og hún sagði mér að hana hafði dreymt 2 ísbirni sem voru að elta hana og einhverja aðra stelpu sem hún veit ekkert hver er(hugsanlega einhver karen), þetta fannst mér alveg stórmerkilegt þar sem að ég hafði heyrt um hinar tvær karenarnar sem sáu ísbirnina fyrst....þetta er farið að vera hálf dularfullt:O
hrefna (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 02:05
ég er spennt og ég bíð eftir framhaldi.
Hulla Dan, 20.6.2008 kl. 06:23
Takk fyrir öll innlitin.
Þórhildur þá vitum við það ,,hin hreina" takkfyrir upplýsingarnar.
Ía Jóhannsdóttir, 20.6.2008 kl. 07:15
´Hehehhe Hallgerður svona fóru þeir að enda fór sem fór
Ía Jóhannsdóttir, 20.6.2008 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.