23.6.2008 | 19:34
Á morgun verður fjör hér að Stjörnusteini
Ég sit hér úti og horfi til himins. Bleikir skýjahnoðrar bærast ljúflega með vindinum en þess á milli sést í vatnsbláan himininn. Sólin er að setjast í vestri og ber við sjóndeildarhringinn eins og logandi eldhnöttur. Ótrúlega falleg sýn á þessu milda sumarkvöldi.
Það er Jónsmessan á morgun og þá glaðnar hér aldeilis yfir Stjörnusteini þar sem systir mín og mágur koma með tvö yngstu börnin sín. Ég segi tvö yngstu. Anna Sigga mín á nú bara þau tvö en mágur minn á eldri börn frá fyrra hjónabandi sem teljast auðvitað líka til fjölskyldunnar.
Hér er búið að ræsta út í dag, viðra rúmföt og setja hreint á rúmin. Sundlaugin var gerð klár og nú hossast minn elskulegi á traktornum til að setja punktinn yfir I-ið og slær flatirnar eins og honum sé borgað fyrir það. Það mætti halda að kóngurinn í Krít væri væntanlegur, þvílíkur er hamagangurinn hér á bæ. En þau eru jú auðvitað spes hún Anna mín og hann Rikki og ekki verður leiðinlegt að fá að dúlla aðeins við litlu frændsystkinin næstu tvær vikurnar.
Ég færi ykkur öllum hlýjar kveðjur okkar inn í bjarta sumarnóttina.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 23:02
Mikid er gaman hjá tér ad fá fjölsk. tína í heimsókn og 2 lítil ad dúlla tér vid.Svo ertu med sundlaug í gardinum ...En dásamlegt
takk fyrir kvedjuna og sömuleidis til tín mín kæra bloggvinkona.
Gudrún Hauksdótttir, 24.6.2008 kl. 07:45
Takk fyrir innlitin, Guðrún mín þetta er nú bara svona krakkalaug, ekkert merkilegra en það hehehhe..
Ía Jóhannsdóttir, 24.6.2008 kl. 08:16
Eigðu góðan dag Ía mín og njóttu gestanna þegar að þar að kemur. Rok her og um 20 gráðurnar, vonandi betra hjá þér.
Kærleikskveðja
Kristín Gunnarsdóttir, 24.6.2008 kl. 09:29
Ég var að leika mér með myndir... breytti einni myndinni svo hún passaði sem hausmynd. Ef þú villt skoða (þú þarft ekki að nota hana) sendu mér þá e-mail: eysteinsson@compaqnet.se
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.6.2008 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.