Hefði ég átt að vaka lengur og velta mér upp úr dögginni í nótt. Haldið þið að það hefði borið einhvern árangur, neip ætli það, heldur hefði ég átt að vakna hér í morgunsárið og láta steypiregnið dynja á mínum eðal fína skrokk þá hefði etv Jóhannes skírari séð aumur á kellu, en eins og sagan segir þá var Jóhannes skírður þennan dag og sel ég það nú ekki dýrara en ég keypti.
Ég kynntist hátíð Jónsmessunar fyrst árið 1966 en þá var ég í Noregi. Mér fannst alveg stórkostlegt að sjá eldanna sem loguðu um allar eyjar, firði og fjörur. Það var einhver dulmögnun yfir þessu svo um mann fór smá hrollur, e.t.v. var það bara næturkulið sem smaug inn undir peysuna. Nóttin var alla vega kynngimögnuð og sagt var að nornir og seiðkarlar hafi komið saman 24. júní til að fremja sín myrkraverk. Nornir flugu gandreið um himininn á meðan karlarnir göluðu sinn seið.
Sorlegt er að heyra að fólk taki slík æðisköst eins og kemur fram hér í grein Jyllands-Posten, mildi að ekki fór verr. Gæti verið að hann hafi verið hnepptur í álög af einhverju eða einhverjum? Líklega er það þannig.
Annað sem mér datt í hug af því ég er nú að bulla þetta hér. Ég heyrði einhvern tíma um jurt sem kölluð er Jónsmessugras. Mig langar svo til þess að vita hvort einhver veit um undramátt þessara jurtar og hvar eða hvort hún finnst einhvers staðar?
Reynt að drekkja konu á Jónsmessuhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:57 | Facebook
Athugasemdir
Ég vissi þetta einu sinni, en er búin að gleyma. Amma mín talaði mikið um þessa jurt og daggarböð á Jónsmessunótt.
Knús og kveðjur inn í hið eilífa sumar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2008 kl. 10:03
Já ég man eftir daggarblöðum, e.t.v. kemur einhver gáfumaður með svar. Ætti e.t.v. að spyrja Halldór hér úti í Leifsbúð
Knús á þig líka Jenný mín
Ía Jóhannsdóttir, 24.6.2008 kl. 10:11
Ef þú slærð orðið jónsmessugras inn í google færðu meðal annars þetta svar:
"LyfjagrasJónsmessugras, Hleypigras
Pinguicula vulgaris
Takist áður en blómstrar. Það er mýkjandi, græðandi, hressandi og brúkast því við allskonar útbrotum bólgu og sprungum. Seyði af því hreinsar höfuð barna frá skurfum. Smyrsli gerð af 6 lóð söx lyfjagr. 8 lóð smjer og 4 lóðum tólgar græðir gömul sár og önnur útbrot; það er gott að bera á kýrspena til að verja sprungum. Jurtin brúkast ekki innvortis. (GJ)
Lágvaxið, brumið geymist við jörð vetrarlangt. Blöðin aflöng, gulgræn. Blómið 10-15 mm, fjólublátt, með hvítan blett í gini, á grönnum, kirtilhærðum stilkum, krónuflipar ílangir; sporinn stuttur, 3-6 mm, beinn eða ögn boginn, yddur. Mýrarfen, blautt mólendi og lyngheiðar, grýtt votlendi og síki, upp í 980 m hæð. Blmg. maí-júlí. Mjög algeng. (MB CG 1992) "
Þetta er á slóðinni: http://www.dsr.kvl.dk/~dagmar/jurtir/lentibulariaceae.html
Og því er við að bæta að lyfjagrasið hefur afar ljósgræn, eiginlega gulgræn, blöð í stjörnulaga hvirfingu sem fellur alveg að jörð. Blöðin eru slímug og venjulega má sjá leifar af smáflugum liggjandi á þeim. Lyfjagrasið auðveldar sér nefnilega lífsbaráttuna með því að tæla til sín skordýr og éta þau. Sjálfur man ég eftir að konur í minni uppeldissveit bjuggu til smyrsl - líklega eins og lýst er hér að ofan - úr blöðum lyfjagrasa til að bera á skeinur og kýrjúgur. Það lyktaði ekki vel!
Kveðja,
Hafsteinn Hafl.
Hafsteinn Hafliðason (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 10:27
Kærar þakkir Hafsteinn. Eitthvað rámaði mig í að þetta hefði verið notað á kýrjúgur. Bestu kveðjur heim og takk fyrir innlitið.
Ía Jóhannsdóttir, 24.6.2008 kl. 10:51
Þú ert sennilega að hugsa um Jónsmessurunna (St. John's Wort): http://en.wikipedia.org/wiki/St_John's_Wort
St. John (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:34
Jónsmessurunni er seldur sem náttúrulyf og virkar ágætlega gegn depurð og þunglyndi. Selt í lausasölu í flestum apótekum og heilsubúðum.
Sóla (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:44
St, John nei Jónsmessugras, enda komin hér skýring á því frá Hafsteini.
Jónsmessurunna hef ég aldrei heyrt um svo Sóla takk fyrir þetta. Athyglisvert.
Ía Jóhannsdóttir, 24.6.2008 kl. 13:53
Í bókinni Saga daganna er talað um að Lyfjagras kallist líka Jónsmessugras.
Samkvæmt Íslensku Flórunni þá er gott að búa til smyrsl af jurtinni og það er gert þannig 90 g af smásöxuðum blöðum eru soðin í 120 g af ósöltuðu smjöri og 60 g af tólg dágóða stund. Hið þunna er síað frá og það sem eftir verður notað við útbrotum, bólgum, sprungum og gömlum sárum í hörundi. Seyði af blöðum var talið gott til þess að hreinsa höfuð og styrkja hársvörð til varnar skalla.
Veit ekki hvað blómadropar af þessar jurt gera en það er bara um að gera að prófa að fara með vatn í skál eða flösku og láta blómin af jurtinn út í, ekki mikið, láta þetta standa í sólskini í klukkutíma og drekka, og finna síðan út hvaða áhrif það hefur á þig.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 14:35
Takk kæru félagar fyrir alla þessar upplýsingar. Nú er ég komin í vandræði , verð að hella mér í lestur fræðibóka á morgun. Nei bara djók. Takk enn og aftur fyrir allar ykkar upplýsingar. Býð ykkur góðrar nætur.
Ía Jóhannsdóttir, 24.6.2008 kl. 23:56
Hef heyrt um jónsmessugrasid...Var akkurat ad lesa um tad í tessari grein sem Hafsteinn Haflidason er med hér ad ofan.Væri gaman ad ath hvort tetta fáist hér í nátturulækningabúdinni minni.
Knús á tig mín kæra inn í gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 25.6.2008 kl. 06:55
Ætlaði að fara að segja frá Jónsmessurunna, en sá að það var komið fram hér!
Örugglega hollt að velta sér upp úr dögginni.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.6.2008 kl. 22:48
Sæl elskuleg gaman að heyra frá þér. Gott að vera komin heim á ný. Nú fer ég að verða duglegri á blogginu aftur. knús til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 20:50
Ég hef bara heyrt um Jónsmessugras sem hippar reyktu í eina tíð naktir í dögginni.
Bergur Thorberg, 26.6.2008 kl. 21:24
Knús til þín Ía mín.
Marta B Helgadóttir, 27.6.2008 kl. 13:40
Knús á þig Ía mín inn í helgina
Sigrún Jónsdóttir, 27.6.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.