Ég er komin með nýtt skilningarvit sem ég kalla ,,heilavigt"

Ég er alveg rosalega fastheldin í eðli mínu og þá sérstaklega þegar viðkemur húshaldi og umgjörð.  Hef aldrei verið mikið fyrir að breyta til.  Ef ég er sátt við fyrirkomulagið þá haggast hlutir ekki nema við stórhreingerningar. Íhaldsemi er líka minn löstur, ekki samt halda að ég hafi nokkurn tíma kosið íhaldið bjánarnir ykkar, fyrr frysi í neðra.  Nei ég held mikið í gamla muni þá sérstaklega húsgögn.  Eftir því sem árin líða og húsrýmið stækkar bæti ég bara við en held líka fast í allt gamalt og gott. Sem sagt blanda mikið saman gömlu og nýju.

En nú er ég komin í stórvandræði skal ég segja ykkur.  Þegar gesti ber að garði veg ég og met þyngd viðkomandi til þess að vera viss hvort ég eigi að bjóða henni/honum í stofuna eða innristofuna sem ég kalla nú Sherry-stofuna mína.  Hvernig haldið þið að gestum líði þegar þeir sjá þessi rannsakandi augu mæna þá út svo næstum sést í bert hold. Auðvitað tekur líka smá stund fyrir mig að skella viðkomandi á ,,heilavigtina" og á meðan bíður bara gestur eins og bjáni í forstofunni eftir því hvort húsmóðirin ætli að bjóða honum inn í herlegheitin eða vísa á dyr.

Nú skiljið þið ekkert hvað ég er að fara svo ég skal ekki kvelja ykkur lengur.  Sko ástæðan fyrir þessari undarlegu framkomu minni er að 30 ára gamla uppáhalds sófasettið mitt er að syngja sitt síðasta.  Þessi forláta gripur frá Belgíu er búinn að þjóna sínum tilgangi en það versta við þetta er að það lítur svo skrambi vel út.   Búin að skipta einu sinni um áklæði og setur en nú bara er þetta búið að vera.

Þess vegna verð ég að meta þyngd gesta vegna þess að ef viðkomandi er yfir 80 kg og hlammar sér niður í setgagnið þá bara getur hann ekki staðið upp af sjálfsdáðum.  Ég er nefnilega mörgum sinnum búin að þurfa að hífa gesti upp úr sófanum og stólum svo ég tek ekki lengur séns á því að bjóða fólki sæti í þessum þó þægilega húsgagni já því þú  sekkur notalega ofaní þetta en eftir smá stund finnst þér þú sitja á gólfinu með hné upp í höku.  Haldið að þetta sé huggulegt, ónei...... 

Guði sé lof fyrir sumarið því á meðan það endist eru stofurnar lítið sem ekkert notaðar svo ég get verið nokkuð róleg fram á haustið.  En þá tekur við mikil og löng leit að nýju húsgagni sem verður sko ekki auðveld því ég er búin að vera að leita að ,,hinum rétta tón"  í tvö ár!!

Hlakka til þegar ég þarf ekki lengur að nota ,,heilavigtina"

Farin út að vökva..........

 

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dásamleg frásögn.  Hahahaha.  Þetta bjargar rigningamorgninum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hehe.Tá er ad spá...Hvada stofu færi ég í???Adeins of mikid yfir 80 kílóin...Se samt framm á kílóartap í nánustu framtíd...

Gudrún Hauksdótttir, 3.7.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

ÆÆ gleymdi ætladi ad hrósa hausnum á blogginu tínu..Flott

Gudrún Hauksdótttir, 3.7.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott myndin hér efst, eru þetta þínar rósir?? ég fer yfir 80 kíló svo ég veit hvar ég mundi lenda, en ætli ég verði nokkuð á ferðinni í Prag fyrr en nýr sófi er kominn á svæðið.  Hafðu það gott snúllan mín.  

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 14:03

5 Smámynd: Hulla Dan

Fær maður að koma inn með about 50-60 kg?

Er ekki hægt að gera við sófann?
Elska gamlar mubblur, sem er búið að gera upp. Ekki tekk samt. Hata tekk og er að fara að skipta út rauðakross tekkinu mínu sem við keyptum okkur þegar við fluttum hingað. Þá var motóið að kaupa það ljótasta sem við fundum.
Nú vill ég gamalt og gera það upp. Eitthvað fallegt.

Knús á þig.

P.s ástæðan fyrir að ég spurði um leiklistarskólann var að ég var að lesa bók, og var nokkuð viss um að nafnið þitt kæmir þar fram... og það var rétt.

Hulla Dan, 3.7.2008 kl. 15:44

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sætar allar saman dúllurnar mínar....lofa að fjárfesta í nýjum áður en þið komið.

Já mínar rósir bara hluti af þeim og hann Gunnar bloggvinur gerði þetta fyrir mig óumbeðinn þessi elska. 

OK Hulla hvaða bók var þetta?

Ía Jóhannsdóttir, 3.7.2008 kl. 16:26

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott myndin í hausnum, gaman að hafa svona persónulega mynd

Sigrún Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:22

8 Smámynd: Hulla Dan

Rósumál

Knús á þig.

Hulla Dan, 4.7.2008 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband