Engin hafði úthald til að taka næturvaktina eða standa bakvakt.

Hvert flýgur tíminn?  Við sitjum eftir með ljúfar minningar en vitum ekkert hvað varð um þessa daga, vikur eða mánuði.  Ég er alveg klár á því að næst þegar ég lít upp verða bara komin jól svo hratt líða þessir sumarmánuðir.

Í morgun kvöddum við rithöfundinn okkar hann Halldór og eiginkonu hans Önnu en þau hjónin eru búin að vera ábúendur í Listasetrinu undanfarnar sex vikur. Takk fyrir kæru hjón að leyfa okkur að njóta nærveru ykkar þessar vikur og velkomin aftur hvenær sem er. Vonum að dvölin hafi verið ánægjuleg hér í litla setrinu okkar.

Nei það er ekki hægt að segja að hér að Stjörnusteini ríki einhver lognmolla.  Við erum búin að eiga notalega daga hér líka með kærum vinum okkar, Elsu og Kristjáni sem komu hingað fyrir viku og gistu hér síðustu daga ferðarinnar en ég kvaddi þau hér fyrir rétt rúmum hálftíma þar sem leið þeirra lá heim til Íslands.  Hér hefur verið mikið spjallað, hlegið og heimsmálin kryfjuð til mergjar undanfarna daga enda æskuvinir þar saman komin.  

Við vinkonurnar komumst samt að þeirri niðurstöðu að eitthvað væri nú úthaldið farið að gefa sig þar sem hvorug okkar stóð næturvaktina fyrr en í gærkvöldi og aldrei neinn á bakvakt heldur þessa daga.  Við köllum það að vera,, á vaktinni" þegar við gátum setið til morguns og blaðrað um allt og ekkert hér í gamla daga og að vera á ,,bakvakt" var það kallað þegar einhver vaknaði um miðja nótt til að fylgjast með gangi mála. Jamm eitthvað er nú farið að slá í okkur eða eigum við e.t.v. að kalla þetta þroska fullorðinsáranna.  Humm... gæti hugsast. 

Nú er sem sagt komin ró yfir Stjörnustein í bili.  Það eina sem heyrist hér nú er dirrindí úr hreiðrum smáfuglanna og notalegt skrjáfið í laufum trjánna sem bærast hér í andvaranum.  

Það er líka stundum gott að vera einn.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að vera einn er gott, að hafa félagsskap er líka gott.  Það er millivegurinn sem blívur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Já þessi fjandans millivegur. Ef maður gæti nú alltaf stjórnað honum.

Hafðu gott kvöld kæra bloggvinkona.

Þröstur Unnar, 15.7.2008 kl. 18:48

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ til Prag, milla komin heim,
Að hafa gesti og fara eitthvað sjálfur er bara yndislegt, en það er líka friðurinn.
Knús til þín Ía mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2008 kl. 20:32

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er gott þegar gestir koma og gott þegar þeir fara, - eins gott að það er ekki öfugt  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 22:06

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég elska svona "næturvaktir" með sumum vinkonum mínum, en úthaldið er farið að minnka.

Sigrún Jónsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:46

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

..þarf að standa vörð um nóttina? Kemur hún ekki einu sinni í sólarhring örugglega?

Og þetta með bakið. Konan mín fylgist með bakinu á mér og nuddar það ef á þarf að halda. Svo ég er með þessa fínu bakvakt..

Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband