22.7.2008 | 11:24
Þetta er dagsatt eða þannig....
Um daginn benti minn elskulegi mér á ferðabíl, ef bíl skildi kalla, fyrir utan eina bílasöluna hér í borg og tilkynnti mér að hann hefði fjárfest í þessu til að koma allri fjölskyldunni í fyrirhugað ferðalag til Ítalíu. Þetta var örugglega um 10 metra langt glasandi rautt og svart stálhylki á hjólum og minn sagði að innanborðs væru fjögur herbergi með baði, setustofa, borðstofa og eldhús og þegar þú værir búinn að parkera gætir þú fengið 30fm verönd með útigrilli og alles með því að draga eina hliðina út svona eins og skúffu.
Mig hryllti við tilhugsunina eina saman, bara það að sjá lítil hjólhýsi hvað þá ferðabíla á vegunum hér gerir það að verkum að maginn á mér herpist saman og ég fæ klígjuna upp í háls. Sorry, þið sem eigið svona tæki, ekkert persónulegt.
En það er satt við erum að fara í FRÍ og engin smá tilhlökkun í gangi á þessu heimili. Öll litla fjölskyldan okkar saman til Ítalíu í viku. Soffa okkar með húsband og litla gaurinn hann Þóri Inga koma frá Íslandi og Egill, Bríet og Elma Lind fljúga héðan á laugardag.
Í upphafi datt okkur í hug að leigja átta manna bíl hér svo öll fjölskyldan gæti ferðast saman um vínhéruð Ítalíu en þegar málið var skoðað var þetta svo óhagstætt og líka það að við verðum að hafa tvo barnastóla í bílnum plús allt sem fylgir stórri fjölskyldu á ferðalagi. Við tókum þann kostinn að við Þórir keyrum á öðrum bílnum okkar en fengum síðan mann til að lóðsa hinn bílinn niðr´eftir. Keyptum flug fyrir bílstjórann aftur til Prag svo nú verðum við bara á okkar eigin bílum og nóg pláss fyrir alla. Þetta var helmingi ódýrari kostur en að leigja einhverja druslu.
Við Þórir ætlum að leggja í hann á morgun og dóla okkur eitthvað áleiðis. Hittum litlu fjölskylduna frá Íslandi á föstudagskvöld í Milan og síðan sameinast allir á laugardag einhvers staðar upp í hæðum Ítalíu ekki svo langt frá Florens. Þar hafa krakkarnir okkar leigt hús í viku og voru svo elskuleg að bjóða gamla settinu með. Við keyrum síðan með Soffu og Steina aftur áleiðis til hundrað turna borgarinnar þar sem þau ætla að vera hjá okkur hér í nokkra daga.
Þess vegna kæru vinir getur verið að þið heyrið ekkert í mér næstu vikur þar sem ég hef ekki hugmynd hvort ég kemst í netsamband eða nennu til að blogga. En við sjáum bara til.
Kem e.t.v. aftur inn í kvöld svona rétt til að fara bloggvinahringinn og senda knús á ykkur.
Stolið hjólhýsi fannst í sandgryfjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:41 | Facebook
Athugasemdir
Ég bíð róleg eftir bloggi þegar ferðin er búin, njóttu bara frísins, þú gleymist sko ekki á meðan, því get ég lofað. gaman væri nú að sjá myndir af þessu ferlíki sem þú lýsir svo. Góða ferð og njótið vel
Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 11:40
Já var einmitt að hugsa það sama hefði átt að taka mynd af þessum hrilling en ég var nú rétt í þessu að bæta við fyrirsögnina, satt eða þannig svo sumir trúgjarnir héldu eki að við hefðum fjárfest í svona rugli hehehhe....
Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 11:43
sorry hrylling með ypsilon
Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 11:44
Góða ferð og góða skemmtun. Það er örugglega skemmtilegt að ferðast um Ítalíu.
Sigríður Þórarinsdóttir, 22.7.2008 kl. 11:54
Frábært. Njóttu lifsins vel.
Já gaman væri að sjá myndir af drekanum.
Svo þegar þú ert búinn að nota hann máttu alveg senda hann í póstkröfu á póstnúmer 300
Þröstur Unnar, 22.7.2008 kl. 11:54
Hljómar eins og frábært frí. Ég var einmitt í Mílanó og Flórens í vor og get ekki beðið eftir að komast aftur.
Þórdís Guðmundsdóttir, 22.7.2008 kl. 11:55
Takk fyrir kveðjuna og innlitið Sigríður.
Þröstur sendi þér ferlíkið um leið og ég kem til baka, meira að segja skal ég borga fluttningskostnaðinn. Þú átt eftir að verða frægur um allt land á þessu tröllatæki ja alla vega um allan Skagann.
Þórdís takk fyrir og velkomin í bloggvinahópinn minn.
Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 12:01
Hallgerður jú við eigum svoleiðis græju ef ég fer að drepast úr fráhvarfseinkennum.
Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 12:04
Hafðu það sem best í ferðinni til Ítalíu. Ég næ samt ekki alveg hvers vegna þú tengir spennandi fjölskylduferðina þína við frétt af stolnu hjólhýsi.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 12:17
Óska þér gleðilegrar ferðar og skemmtunar elsku Ía
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 12:18
Vona að þið eigið dásamlegt frí og hlakka til að lesa ferðasöguna
Sigrún Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 12:41
Kæri Sigurður vegna þess að þá datt mér í hug þessi ferlíki sem við eigum eftir að fara fram úr og mæta á ferð okkar. Hefði auðvitað átt að óska eigendum hjólhýsisins til hamingju með fundinn en það fórst fyrir en er gert hér með. Takk fyrir innlitið
Takk fyrir stelpur mínar Jenný og Sigrún. Á eftir að sakna ykkar alveg hræðilega
Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 13:09
Ítalía er yndisleg, góða ferð og góða skemmtun 'Ia mín.
Knus
Kristín Gunnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:56
Góða ferð með fjölskyldunni knús. Mundu eftir nikótíntyggjóinu.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 21:49
Takk Kristín mín
Uhje búin að pakka því í pakkavís Jóhanna mín.
Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.