5.8.2008 | 08:23
Eftirminnileg ferð til Toscana
Það var yndislegt að fara þessa ferð saman, litla fjölskyldan. Við gamla settið nutum hverrar mínútu með barnabörnunum þessa daga í fallegu umhverfi Toscana. Litli Juniorinn okkar frá Íslandi lærði ný orð á hverjum degi og litla Prag-prinsessan ný trikk enda á hermialdrinum.
Hvað getur verið meira gefandi en að fá að fylgjast með þessum sólargeislum okkar!
Eftir að hafa keyrt til Milano sameinuðumst við litla fjölskyldan í sveitasælu Toscana þar sem krakkarnir okkar höfðu leigt hús í viku. Egill og Bríet flugu síðan heim til Prag en við hin keyrðum inn í Ítölsku Alpana og dvöldum þar einn dag. Ótrúlega fallegt að sjá þetta svæði í sumarbúningi.
Við keyrðum eins og leið lá til Munchen þar sem við gistum eina nótt og héldum síðan heim til Prag.
Gott var að koma heim og heyra vælið í Erró þegar hann tók á móti okkur hér í kvöldsólinni.
Nú tekur hversdagurinn við með öllu því lífsins amstri sem alltaf er þó gaman að takast á við.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mikið er gaman að sjá svona skemmtilegt blogg um afa og ömmu að njóta samverustundanna með barnabörnunum.
Amma Vala (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 08:45
Það besta við ferðalög er að koma heim. Það toppar ekkert tilfinninguna af því að sofna aftur í rúminu sínu eftir fjarveru.
Gaman að heyra frá þér aftur elsku Ía.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2008 kl. 09:13
Velkomin heim Ía mín. Já það veðrur örugglega gaman að hittast, vildi bara að þú gætir komið líka, ég held að þetta sé næstrum pottþétt, vona að hinar geti lika komið.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 5.8.2008 kl. 09:22
Takk fyrir innlitið og hlýjar kveðjur Amma Vala
Nákvæmlega Jenný heima er best
Já Kristín ég öfunda ykkur ekkert smá, bið bara fyrir bestu kveðjur
Ía Jóhannsdóttir, 5.8.2008 kl. 11:13
Velkomin heim á ný. Þetta hefur verið yndisleg ferð sé ég. Gaman að sjá þig hér á blogginu á ný, hef saknað þín. Kær kveðja á bakinu
Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 11:34
Velkomin heim Ía mín, gott að ferðalagið gekk vel.
Sigrún Jónsdóttir, 5.8.2008 kl. 11:36
Takk fyrir þetta stelpur mínar, saknaði ykkar líka smá....
Ía Jóhannsdóttir, 5.8.2008 kl. 11:53
Æ hvað er gott að þú sért komin til baka.
Vantaði svo mikið með morgunn kaffinu mínu
Frábært hvað þið eruð búin að hafa það gott. Svona á að lifa lífinu
Hulla Dan, 5.8.2008 kl. 12:25
Velkomin heim Ía mín. Já, mikið rétt heima er best eftir dásamlegt ferðalag.
Ég setti inn tvo hlekki til betri glöggvunar á ''illgresinu'', yndislegu lúpínunni. Þeir eru á forsíðunni undir mínu seinasta bloggi. MíMí syss er á landinu, eilíft fjör!!! Fórum allar þrjár í sumarbústað Söru frænku um helgina og áttum unaðsstundir.
Eva Benjamínsdóttir, 5.8.2008 kl. 19:36
frábær ferd med litlu fjölskyldunni.Tad er ekki neitt yndislegra en ad vera med börnin og barnabörnin kringum sig.Tad liggur vid ad ég finni léttinn hjá tér ad komast í inniskóna tegar heim kom...Bara yndisleg tilfinning.thíhí.
Toscana er bara dásamleg eins og svo margir stadir á Ítalíu.
En velkomin heim elsku Ía og gott ad fá tig í bloggheiminn ad nýju.
Stórt knús á tig inn í gódann dag
Gudrún Hauksdótttir, 7.8.2008 kl. 05:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.