Elsku mamma vertu nú ekki með þetta pjatt...

.....og skiptu við mig um skó!  Þetta sagði dóttir mín við mig þar sem ég skakklappaðist um sjóðandi heit stræti Munchen-borgar.  Ég leit niður á hennar skófatnað, svona útjaskaða innleggsskó, þið vitið með ól yfir ristina, ég hélt nú ekki sama hvaða fína merki þeir væru, heldur gengi ég berfætt en að láta sjá mig í svona tuðrum. Svo hafði ég líka fjárfest í þessum líka fínu rauðu bandaskóm, rándýrum áður en ég lagði upp í ferðina og þeir áttu að þjóna sínum tilgangi og hana nú.

Ég hafði auðvitað ekki gert mér grein fyrir því að kona sem er með svona aukabein fyrir ofan stórutærnar og hefur ekki þorað að fara í aðgerð vegna þess að hún er svo mikil kveif getur ekki gengið í svona bandaskóm alveg sama hversu mjúkir þeir eru.  Ég hafði tekið með mér tvenna aðra sem báðir áttu að þjóna sínum tilgangi þar til ég gæti fjárfest í ítölskum dúlluskóm með fyrirkomulagi eins og ein vinkona mín kallar það. En hver fer að máta skó með gapandi sár á báðum stórutám? 

Í 35°hita bólgna viðkvæmir fætur og eftir þrjá daga voru litlu sætu táslurnar mínar eiginlega að detta af, ég get svo sem svarið það.  Ég hafði það af að ganga að sundlauginni og aftur heim í hús sem voru ca 20 metrar.  Var líka orðin fræg í öllum Apotekum Toscana héraðs þar sem ég keypti daglega eitthvað nýtt við svona meini.  Talkúm, gel, innlegg, plástra og eitt sem var eins og útblásin lítil blaðra sem ég smeygði upp á stórutá og blaðran hélt við beinið.  Þá gat ég auðvitað ekki komist í neina skó vegna þess að þetta var svo asskoti fyrirferðarmikið.

Ekki batnaði ástandið þegar ákveðið var að fara í skoðunarferðir.  Ég, pjattrófan dróst svona 10 metra aftur úr vegna þess að ég gat varla stigið niður og síðan heimsótti ég öll þau Apotek sem ég fann á leiðinni ef ég hugsanlega gæti fundið eitthvert kraftaverkameðal.

Ég þraukaði út ferðina og gekk á þrjóskunni einni saman, skapið var ekki alveg upp á það besta, dálítið pirruð stundum, þið skiljið, svona pínu leiðinleg. Ég er nefnilega með alveg rosalega hátt sársaukastig og þoli ansi mikið en auðvitað eru takmörk fyrir öllu. Þetta er auðvitað bilun að kvelja og pína sig heldur en að ganga í sandölum eins og hinir túrhestarnir.

Ég hefði getað kysst og knúsað útjöskuðu inniskóna mína sem blöstu við mér þegar ég opnaði útidyrnar að Stjörnusteini. 

Hef ekki farið úr þeim síðan og ætla ekki í bráð fyrr en ég neyðist til að láta sjá mig innan um ókunnuga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Veit að það er ljótt að hlægja þegar aðrir eiga bágt, en mér lest sem svo að þú eigir ekkert voðalega bágt lengur, í inniskónum svo.... Bwahahaha

Bráðskemmtileg lesning.
Ættir þú ekki að fara í aðgerð. pabbi minn fór í þannig og segir það ekkert mál. En hann er náttúrulega hrikaleg hetja, Pabbi minn sko.

Eigðu góðan dag

Hulla Dan, 6.8.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hulla mín ég er sko í góðum málum í dag. Auðvitað á ég að fara í aðgerð þetta tekur helv.. sex vikur og ég bara má ekkert vera að svona veseni, eða þannig heheheh..... 

Ía Jóhannsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ji hvað ég skil þig kona.  Hef gengið allt Oxford Street upp og niður á háum hælum.  Ef ég er á labbi þá vil ég vera í fyrirkomulagi jú nó.

Maður deyr frekar en að láta sjá sig á "fótlagaskóm" eins og ég sagði einu sinni við systur mínar.

En nú er ég á yndislegum díselskóm sem ég keypti dýrum dómum fyrir 10 árum og ég fer ekki úr innan húss.  Og þeir eru flottir.

Stofnum skóhóp.  Skóþrýstihóp.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 13:52

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gerum það Jenný, F.F. group - Fyrirkomulag fótfima.  Heheheh....

Ía Jóhannsdóttir, 6.8.2008 kl. 14:37

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ía mín, aðgerðin er vel þess virði og skór endast von úr viti eftir aðgerð

Að vera með "tannpínu" í fótunum í langan tíma er alveg út í hött og 6 vikur eru enga stund að líða.

En frásögnin var skemmtileg

Sigrún Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 16:19

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sigrún þú ert næstum búin að sannfæra mig hehehhe...

Ía Jóhannsdóttir, 6.8.2008 kl. 17:48

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Það sérst á enninu, hvernig manni líður í fótunum, sagði fótaaðgerðarkonan

Eva Benjamínsdóttir, 6.8.2008 kl. 18:50

8 identicon

Ég er nú búin að leggja skvísuskónum þegar ég fer til útlanda.En áður en það gerðist, missti ég 7 neglur á tánum ég bólgnaði svo mikið að naglrótin losnaði og svona fór.Svo ég segi niður með skvísuskóna.

Margrét (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 19:24

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í aðgerð strax, nú þegar eru að verða liðnar 2 vikur af mínum 6 sem ég þarf að gæta mín sérlega vel og þetta er ekkert mál ef maður á von um að verkir hverfi. Skemmtileg lesning samt.  Heart Beat  Heart Beat Heart Beat  Heart Beat

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 20:00

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég held að allir verði þreyttir núorðið að trampa á háum hælum í sól og hita hvort heldur er upp og niður Oxfordstreet eða Broadway, eða Bankastrætið, ég lærði það þegar ég sá flottu konurnar úr Verðbréfahöllinni og Wallstreet fara úr og í vinnu í svört flottu drögtunum og í Nike/Adidas íþróttaskóm við,  þær voru með smörtu hælaskóna í fallegu D&G/Gucci skjalatöskunni, því skildi ég þá ekki vera ég sjálf,  þar sem enginn sæi mig hvort eð er í mannmergðinni á Manhattan. -

Síðan er mér nokk sama hvað aðrir halda ef þeir halda yfirleitt nokkuð, ég fer bara í þá skó sem mér líður best í hverju sinni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.8.2008 kl. 01:05

11 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ía mín ,þetta er ekkert mál, ég er buin að fara í svona tásuaðgerð, ég átti að hafa hægt um mig i 6 vikur, var farin að þrífa á stol á hjólum, husið  2 dögum seinna og keira bíl í þvílikum skónum 3 daga eftir aðgerð, en en, ráðlegg  engum að gera það, er enn að drepast í tánni eftir þetta, ég eiðilagði semsé aðgerðina vegna fiflaskaps.

Knus á þig

Kristín Gunnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 08:55

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hélt ad ég hefdi kommentad hjá tér í gær en eithvad hefur tad klikkad.Ég tekkji tessa tilfinningu med tærnar fór í svona adgerd fyrir mörgum árum á ödrum fæti og tarf ad fara med hinn núna brádum....Ætla ad láta vada aftur.Gerdu tad líka.

Knús og kram á tig.

Gudrún Hauksdótttir, 8.8.2008 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband