Litil hjartaknúsarinn fór í úlilli í dag.....

..... og það er allt svo kyrrt og hljótt.  Eftir situr amman og reynir að koma einhverju í verk en það gengur frekar erfiðlega.  Fyrst þarf maður að ná sér aðeins niður og koma hugarástandinu í réttar skorður síðan er að takast á við þetta daglega sem hefur setið á hakanum undanfarnar vikur.

En allt kemur þetta með kalda vatninu það er víst alveg öruggt mál.

Í gær áttum við góðan dag saman öll fjölskyldan.  Borðuðum síðbúinn hádegisverð á Reykjavík og síðan héldum við Soffía mín saman í smá búðarleiðangur þar sem amman missti sig aðeins í innkaupum á litla skriðdrekann, en ömmur sem búa í útlöndum hafa leyfi til að missa sig öðru hvoru og það er bannað að segja: Mamma ertu rugluð veistu hvað þetta kostar.  Þá hvæsir amman aðeins á dóttur sína og segir:  Þér kemur ekkert við hvað ég geri, þetta er mitt mál og ekki orð um það meir.  Dóttirin hristir rauða kollinn sinn og muldrar:  Þú er bara ekki í lagi og svo er málið dautt.

Ég sé nú fram á að ég muni hafa í nógu að stússast næstu vikur svo hér verður svo sem engin lognmolla frekar en fyrri daginn.  Á morgun koma góðir vinir okkar, Inga og Jói og gista hér hjá okkur nokkrar nætur.  Það verður bara gott að fá fólk í húsið þá finnur maður ekki eins fyrir þessum hræðilega tómleika sem umlykur okkur hér í dag.

Hafið það náðugt elskurnar þar til ég kem inn næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sendi þér megaknús yfir hafið elsku Ía, var að kveðja minn litla Oliver í morgun og er tóm í hjarta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Hulla Dan

Bara rétt að kíkja við fyrir næturvakt.

Hafðu náðugt kvöld.

Hulla Dan, 13.8.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dolled Up  Heart Beat Good Night 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 01:43

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, elsku Ía mín!  Það er allt svo tómt,  og svo þessi þögn ! Allsstaðar þögn sem æpir á mann.   

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 02:09

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús inn í daginn Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 10:12

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ nú skil ég þig svo vel, maður verður alveg tómur er þau fara þessi litlu skinn.
En allt er nú að falla í eðlilegan vetrarfarveg skólarnir að byrja gestagangur að mestu búin, eða þannig við tekur undirbúningur aðventu og jóla, það er allavega svoleiðis hjá mér.
Knús til þín Ía mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2008 kl. 16:09

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.8.2008 kl. 13:55

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Stórt sunnudagsknús á ykkur öll þarna úti 

Ía Jóhannsdóttir, 17.8.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband