Var nokkur þarna úti fluga á vegg hjá mér í dag?

Ja ef svo var þá er ég búin að kála nokkuð mörgum vinum mínum, réttara sagt búin að fremja fjöldamorð!  Hver þolir líka ágengar húsflugur sem suða eins og heill skólakór sem tekur hummm áður en byrjað er að syngja. 

Ég fór hamförum hér seinni partinn í dag, æddi eins og vitleysingur um allt eldhúsið og barði frá mér til hægri og vinstri.  Ástæðan var sú að hér hafði verið opin hurð í allan dag og þar sem nýbúið er að hirða af akrinum fylltist allt hér að þessum leiðinda kvikindum. Ég vopnaðist blautri rýju og skipaði mínum elskulega að loka hurðum á eftir sér en hann býr ,,í tjaldi" allt sumarið. 

  Ég kveikti ljós öðrum megin í eldhúsinu til að koma þessum suðandi her á einn stað en það var hægara sagt en gert þar sem enn var bjart úti. Það versta var að þær voru búnar að þekja skjáinn með flugnaskít.  Hafið þið tekið eftir því hvað þessi kvikindi bera með sér á löppunum, maður sér það svo greinilega á hvítum skjánum.  Ógeðslegt. 

Ég stóð í þessum bardaga í allt að hálftíma og engin miskunn hérna megin, ég kálaði þeim öllum með tölu, ekki eitt suðandi kvikindi hér inni núna.

Vonandi eruð þið öll heil á húfi er komin með smá samviskubit, hvað ef þetta voru vinir mínir í heimsókn þá er ég í djúpum.......

Minn heldur sig upp núna og þorir ekki einu sinni út með ruslið, tekur engan sjens, drápseðlið gæti blossað upp í hans annars elskulegu eiginkonu og ein og ein fluga á vegg pirrar hann ekki baun.

Nú er ég farin að slökkva öll ljós og sofa í hausinn á mér enda búin á því eftir hamfarir dagsins.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skil þig afskaplega vel.  Hefði drepið þessar flugur án tillit til hvort um margra ára vináttu hefði verið að ræða.

Góða nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hefði ekkert á móti því að heimsækja þig einhvern tíma, en alls ekki sem fluga á vegg.  Sofðu rótt

Sigrún Jónsdóttir, 17.8.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er hér enn, heima hjá mér. - Þetta eru gjörsamlega óþolandi gestir, ein laumaði sér með mér inn í svefnherbergi í gær, - byrjaði svo að hamast, alltaf, þegar ég var við það að sofna. - Ég reyndi að lokka hana fram úr fylgsnum sínum sem hún faldi sig í. -  í hvert skipti sem ég stökk fram úr til að ganga frá henni. Svona gekk lengi nætur, þar til ég gafst upp og settist við tölvuna. Hún reyndi að stríða mér, en ég lét sem ég sæi hana ekki.  Svo loks þegar ég var búin að blogga, stóð ég upp til að fara fram á bað, þá var hún svo vitlaus að elta mig,  suðandi í sæluvímu. - Svo um leið og hún renndi sér innúr dyrunum og settist á baðspegilinn, læddist ég út og lokaði á eftir mér.  -  Hoppaði upp í rúm og steinsofnaði. - Þegar ég vaknaði í morgun var hún var enn að hamast á baðherbergishurðinni. -  Ég setti henni afarkosti,  - Hún hefði um tvennt að velja, hypja sig út á svalir um leið og ég opnaði, eða dúsa þarna inni, til æviloka. - Hún valdi fyrri kostinn. -  og ég er sest aftur við tölvuna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:36

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hjá mér eru ekki margar flugur en þær sem koma eru drepnar í hvelli og fröken  Bóthildur borðar þær með bestu list.  Kveðja á flugurnar  Fly  og auðvitað þig líka elskan.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 01:05

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Ég barasta þoli ekki þessi kvikindi.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 18.8.2008 kl. 01:10

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Það getur svo sem vel verið að ég hafi skroppið til þín í dag í draumi, en ég er hér öll núna. Flugurnar sem koma í ágúst til mín eru alltaf að eðla sig, svona líka langlappa frekar stórar með gegnsæa vængi.(hrossaflugur) Þær fljúa á vegginn, stoppa þar og bíða einhverja stund og næst þegar maður lítur upp þá eru þær ornar tvær og fá að stoppa við smá stund áður en ég lyfti þeim báðum útfyrir og segi þeim að vera ekki með neinn dónaskap hér inni í hlýjunni hjá mér. Þær eru svo veigalitlar að það er varla á þær leggjandi að bjarga þeim og tekst alls ekki alltaf.  Góða nótt

Eva Benjamínsdóttir, 18.8.2008 kl. 02:52

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir innlitin skvísur!  Þær eru komnar aftur á kreik helv......  farin út á verönd að njóta sólar og sumars.

Ía Jóhannsdóttir, 18.8.2008 kl. 08:31

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta er sú mesta pest sem til er, það hefur nú bara aldrey verið svona litið um flugur hjá mér eins og í ár,7,9,13.

Hafðu það gott 'Ia mín

Kristín Gunnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 08:35

9 Smámynd: Hulla Dan

Hér er allt vaðandi í þessum viðbjóðum á vissum árstímum.
Hérna ekki langt frá er svínabú og nágranni okkar með beljur svo þær eiga það til að heimsækja okkur í hrönnum.

Svo er verið að hausta allt í kringum okkur og þá eru þær komnar inn til mín, í hrönnum.

Ég fer bara reglulega á ferðina með flugnaspaða og ryksugu, því stundum rotast þær bara, nú eða feika dauðann. Eins gott að ryksuga þær upp með það sama.

Knús og kossar til þín

Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 07:16

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hver tarf á her ad halda tegar vid höfum ÍuEngin spurning kraftkona á ferd.Er líka med allt of mikid af tessum flugum er sko ekki ad tola tær.Kærastinn er ekki svona mordódur eins og ég hann vill setja tær út aftur en ég drep tær bara hehe.Er med módur mína í heimsókn tessa elsku og hún er búin ad vera svo veik í 3 vikur og far inn á sjúkrahús í viku.Er tessvegna ekki ad blogga tessar vikurnar.Ætla svo ad fylgja henni heim tann 26 ágúst.

Stórt knús á tig mín kæra inn í góda viku.

Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 08:55

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hver tarf á her ad halda tegar vid höfum ÍuEngin spurning kraftkona á ferd.Er líka med allt of mikid af tessum flugum er sko ekki ad tola tær.Kærastinn er ekki svona mordódur eins og ég hann vill setja tær út aftur en ég drep tær bara hehe.Er med módur mína í heimsókn tessa elsku og hún er búin ad vera svo veik í 3 vikur og fara inn á sjúkrahús í viku.Er tessvegna ekki ad blogga tessar vikurnar.Ætla svo ad fylgja henni heim tann 26 ágúst.

Stórt knús á tig mín kæra inn í góda viku.

Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 08:56

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sorry bara margfaldur texti

Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband