Hvað á ég að bíða lengi eftir þér!

Jæja já þið haldið það.  Hér áður fyrr var maður nú ekki lengi að skvera sig til, tók svona innan við hálftíma, sturta, mace up, hárgreiðsla og alles.  Ætli fataskápurinn hafi ekki tekið flestar mínúturnar.  Nú ef krakkarnir voru að væla í manni þá var bara maskaranum skellt ofan í tösku og punkturinn settur yfir Iið í bílnum á leiðinni.  Hugsið ykkur að masara á sér augnhárin á holóttum götum Reykjavíkur, jafnvel tók ég stundum naglalakkið og fór síðustu umferðina yfir neglurnar í bílnum.

Já þetta var þegar sjónin var í góðu lagi og stækkunarspegill óþarfur krakkar mínir.

Síðan eru liðin ár og öld og nú þarf ég miklu lengri tíma til að sparsla upp í allar misfellur.  Stækkunarspegillinn er ómissandi og ekki séns að ég geti maskarað á mér augnhárin í bílnum lengur.  Naglalakkið er stundum tekið með en þá verður það að vera litlaust!

Fataskápurinn er líka vandamál enda aðeins meira úrval í honum í dag en í den. 

Minn elskulegi sagði oft:  Hvað á ég að bíða lengi eftir þér.  Núna bara bíður hann rólegur þar til ég geng eins og marmarasleginn túskildingur niður stigann og þá er það ég sem segi:  Hvað á ég að bíða eftir þér í allan dag elskan. 

Annars held ég að allar þessar snyrtivörur, krem, hyljarar ogskyggnidót sem ég á hér í baðskápnum og skúffum komi að litlu gagni og þó e.t.v. pínu pons.

Af hverju ekki bara að nota gamla góða Nivea, amma mín notaði það eingöngu og hún leit út eins og básúnuengill alla tíð.

Ég tala nú ekki um allan þá aura sem fara í þetta dót.

Farin út ómáluð með stór svört sólgleraugu, jú pínu varalit enda á leiðinni á snyrtistofuna til að láta lappa upp á fésið og þar með að létta budduna ansi mikið.

Það sem maður getur látið blekkjast, alveg ótrúlegt.  En erum við ekki flestar svona, jú það held ég.


mbl.is Tímafrekt að hafa sig til: 3.276 stundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég keypti einu sinni bíl með rauðri naglalakkklessu í framsæti farþegameginn.  Það var bronslituð Mazda.  Var það nokkuð bíll frá þér Ía mín?

Sigrún Jónsdóttir, 19.8.2008 kl. 11:16

2 Smámynd: Hulla Dan

Á mínu heimili er það eiginmaðurinn sem tekur tíma.
Gæti orði óð þegar ég er að bíða eftir honum.

Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ía málið er einfalt, það er svo gaman að kaupa föt og snyrtivörur.  Lyktin er góð og það er ekki slæmt að dúlla við sig.  Mér finnst þetta bara sjálfsrækt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 13:49

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehhe vissi það Hallgerður mín, en gott líka að hafa innri gleði

Neip Sigrún aldrei átt Mazda bíl, get svarið það hehehhe..

Hulla mín það er ekkert að marka þig þú ert svo ung enn

Nei Jenný það er sko ekki slæmt að dúlla aðeins við sig, maður ætti að hafa það fyrir venju svona einn dag í viku.

Ía Jóhannsdóttir, 19.8.2008 kl. 16:02

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég fer í sturtu á haustin og greiði mér á vorin. Og líður miklu betur á eftir.

kveðja úr sveitinni.

Þröstur Unnar, 19.8.2008 kl. 16:17

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég málaði mig aldrei þegar ég var yngri, enda var ég mjög dökk á brún og brá svo óþarfi að eyða tima og pening í snyrtidót. - Svo gerist það fyrir nær 30 árum síðan að ég mætti í mína vinnu niður í Leikhús með svaka flott sólgleraugu. - Mér eldri leikari tekur á móti mér og segir hátt:  Hva, ertu þunn?., -Neihei, svara ég alveg yfir mig hneyksluð. -Afhverju ertu þá með sólgleraugu spyr stórleikarinn. - Afþví að ég var svo rauðeygð þegar ég kom úr sturtunni í morgun, svara ég enn móðguð. - Má ég sjá, segir stórleikarinn og tekur afmér sólgleraugun, þú ert ekkert rauðeygð lengur. - Og þú skalt ekki venja þig á, að ganga með sólgleraugu, þó að þú sért rauðeygð nýkomin úr sturtu, það lagast strax. - Heyrðu, hvað er að því að ganga með sólgleraugu? Þrjóskaðist ég viðað spyrja bálreið. - Það sem ég var að segja,  þá halda allir að þú sért að fela eitthvað, þynnku, sjúsk og svoleiðis. -  Ég var álveg gáttuð, hafði aldrei heyrt annað eins.

Ég tók niður sólgleraugun og gekk ekki með sólgleraugu fyrr en nú í vetur að ég lét setja dökknun í nýju gleraugun mín,  svo ég gæti ekið slysalaust í sól. - Ekki vegna þynnku, eða afþví að ég er ómáluð. -

En núna finnst mér alveg rosalega gaman að mála mig, og vera vel snyrt og fín, ég á m.a.s. nokkra varaliti. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband