Já þeir kunna ,,trikkin

Við höfum alltaf sagt hér að ef  eigendur verslana, veitingahúsa eða banka þekkja 20 aðferðir sem þeir nota þá kunna þeir 21 eða fleiri. 

Eitt sinn var ég stödd á Íslandi.  Ég brá mér inn í Hagkaup til að versla smotterí í poka. Þar sem ég var nýkomin til landsins var ég bæði með tékkneska og íslenska peninga í veskinu. Tékkneski þúsundkallinn lítur nær nákvæmlega eins út og sá íslenski, sami litur, sama stærð svo það er mjög auðvelt að rugla þessum seðlum saman.  

Í hugsunarleysi rétti ég konunni við kassann þrjá þúsundkrónu seðla og hún tók við þeim án þess að gera neina athugasemd.  Ég varð ekki vör við misskilninginn fyrr en ég kom upp á hótel og fór að taka til í veskinu.  Vissi að þar ættu að vera þrír 1000 korun tékkapeningar en fann ekki nema tvo. Vissi um leið að þarna hefði átt sér stað ruglingur.

Ég fór nú ekkert að garfa í þessu enda var tapið mitt en ekki Hagkaups þar sem 1000.- tékkapeningar voru þá 3.000.- ísl. kr.

Svona var nú það.        

   


mbl.is Starfsfólk verslana og banka beitt blekkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég hefði sko farið strax er svo mikill chiken.
En stúlkan að athuga þetta ekki betur þetta er nú bara eins og með kortin
margt afgreiðslufólk lítur ekki á þau, þó það sé nú að lagast.
Knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Milla ég hefði farið ef ég hefði verið að hlunnfara verslunina en þarna var það ég sem tapaði og þá bara að bíta í það.

Ía Jóhannsdóttir, 3.9.2008 kl. 11:25

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Já, Hagkaup er alltaf að græða.

Eva Benjamínsdóttir, 3.9.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég veit Ía mín, en ég hefði samt farið rétt er rétt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Já það verður að hafa augun opin þegar verslað er.Ég lenti í því fyrir nokkru að ég fór í  Hagkaup  og við kassann rétti  ég tvöþúsund seðill kr og fékk til baka af eitt þúsund kr. vildi fáleiðréttingu og það gekk. Það er eins gott að passa upp á þetta.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.9.2008 kl. 23:19

6 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það þarf endalaust að vera með augu sín galopin.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband