15.9.2008 | 07:39
F..... kokkurinn er líka með veitingastað hér í borg.
Oft þarf nú oft ekki nema nafnið til að staðir gangi vel og Gordon Ramsey er inn. Engan hef ég séð fara öðrum eins hamförum í eldhúsinu eins og hann brussast í þáttunum nema ef væri minn elskulega eiginmann.
Við höfum nú ekki borðað nema einu sinni á staðnum hans hér í Prag og það var rétt eftir að hann opnaði. Misstum af því að sjá höfðingjann sjálfan þar sem hann var nýfarinn heim enda komum við frekar seint að kvöldi og mesta traffíkin liðin hjá og hann örugglega dauðuppgefin eftir að hafa hent pottum og pönnum í gólf og veggi og öskrað sig hásan á starfsliðið.
Okkur fannst nú staðurinn ekki merkilegri en það að við höfum algjörlega gleymt honum og ekki farið þangað aftur en auðvitað á maður alltaf að gefa stöðum second change. Ættum að láta verða af því við tækifæri enda heyrðum við frá syni okkar sem hefur farið þangað oftar en við að hann héldi alveg sínum standard.
Ekki held ég að við komum til með að bera höfðingjann augum því blessaður karlinn hefur örugglega nóg með alla hina nítján ef fréttin er rétt.
Ramsey í klandri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 07:41 | Facebook
Athugasemdir
Ég þigg bloggvináttu þína með ánægju, þakka þér fyrir
Ég hef annað slagið dottið alveg dauðóvart inn á þátt sem þessi kokkvitleysingur er með á Skjá 1 og mér finnst hann aðeins of ýktur fyrir minn smekk
Jónína Dúadóttir, 15.9.2008 kl. 08:53
Takk fyrir það Jónína og velkomin í hópinn minn. Ég hef svo oft farið inn á síðuna þína að mér bara fannst ég verða að fá þig hér inn.
Umm... já pínu ýktur og málfarið í grófara lagi heheh.
Ía Jóhannsdóttir, 15.9.2008 kl. 09:11
Mér fynnst Ramsey góður nema að hann er einum of orðljótur. Eigðu góðan dag Ía mín
Kristín Gunnarsdóttir, 15.9.2008 kl. 11:12
Já þar mælir þú fyrir munn margra Stína mín. Góðan dag sömuleiðis.
Ía Jóhannsdóttir, 15.9.2008 kl. 11:17
Er kokkur sem stálar hnífa eins og Danni í Nýju lífi góður kokkur eða sýndarkokkur ? fylgist með þegar það er verið að kynna þættina og sjáið hvernig maðurinn stálar.
Sævar Einarsson, 15.9.2008 kl. 12:05
Hann hefur ekki sést á staðnum síðan hann opnaði. Hehe.
Góða skemmtun. Djö.. vildi ég ekki mæta þessum manni í myrkri.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2008 kl. 15:34
Það er nebbla málið Jenný hann hefur víst lítið eða ekkert sést hhehe
Velkomin aftur, djöf... er maður búin að sakna þín í dag.
Ía Jóhannsdóttir, 15.9.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.