15.9.2008 | 21:16
Þá er Hamingjulandið í sjónmáli.
Hér fyrir framan mig liggur nettur bunki af A-4, nei þetta eru ekki hlutabréf, ekki séns að ég taki þannig áhættu í lífinu. Á maður ekki bara að segja sem betur fer! Þetta eru skal ég segja ykkur flugmiðar til Köben - Keflavík á morgun heitir úr prentaranum, alveg satt, nú á að heimsækja Hamingjulandið og knúsa fjölskyldumeðlimi og vini.
Við erum sem sagt á leiðinn heim í teggja ára afmælið hans Þóris Inga. Mikil tilhlökkun hér á bæ og getum ekki beðið eftir að dekra drenginn upp úr skónum, því eins og ég hef sagt ykkur áður þá hafa afi og amma í útlöndum sértakt leyfi til þess.
Við ætlum líka að fara um helgina að Geysi með góðum vinum og gista þar eina nótt. Annað er nú ekki mikið planað í þetta sinn en ég er nú alveg klár á því að þessar tvær vikur sem ég verð heima koma til með að verða ansi busy.
Búin að pakka næstum öllu og kominn ferðahugur í mína. Bara svo þið vitið það bloggvinkonur mínar í DK þá verð ég galvösk á Strikinu milli klukkan tvö og fjögur á morgun, ef þið verðið þarna á ferðinni.
Þannig að ef þið rekist á konu með Illum poka á þönum með svona brjálæðislegan búðarglampa í augum þá er það hún ég.
Annars kem ég inn þegar ég finn mér tíma og læt vita af mér.
Er farin að lakka á mér neglurnar, ekki séns að ég fari í flug með ólakkaðar neglur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook
Athugasemdir
Góða ferð og góða skemmtun
Jónína Dúadóttir, 15.9.2008 kl. 21:53
Góða skemmtun frú Ía. Til að viðhalda hamingjustatusnum á klaka, skaltu ekkert vera að fylgjast með fréttum. Góða ferð
Sigrún Jónsdóttir, 15.9.2008 kl. 22:01
Gott hjá þér.
Fyrst þú ert að fara á Geysi, er þá ekki málið að taka eina rafting bunu niður Hvítá? Ragginn minn mundi örugglega taka special care of you.
Þröstur Unnar, 15.9.2008 kl. 22:24
Yndislegt að þú sért á leið í hamingjulandið. Er það hér?
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2008 kl. 22:53
Takk fyrir hressandi kveðjur með morgunsopanum.
Þröstur rafting ertu eitthvað verri ég gæti blotnað!
Jenný góð spurning, ætli ég komist ekki fljótt að því.
Ía Jóhannsdóttir, 16.9.2008 kl. 05:14
Mikið vildi ég hitta þig á strikinu Ía mín en góða ferð í hamíngjulandið
Kristín Gunnarsdóttir, 16.9.2008 kl. 07:06
En hvað ég skil þig vel að vera að fara að knúsa þína og gaman að fara í afmælið hans Þóris Inga.
Góða ferð heim og góða skemmtun á voru Fróni.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2008 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.