Þetta er flugsjórinn ykkar sem talar.

Ég hef aldrei verið flughrædd en annað mál gegnir með bílhræðslu mína sem er oft gert grín að.  Einhverra hluta vegna hefur þetta ágerst með aldrinum og núna áður en við héldum hingað heim upp á Hamingjulandið örlaði fyrir má kvíða fyrir fluginu.  Ef til vill var það vegna þess að ég var svo mikið á fylgjast með veðurfregnum og las meira að segja pistlana hans Einar veðurfræðings í þaula. 

Og ekki bætti úr skák að hann sagði að angi af Ike væri á leið til landsins og ætti að fara yfir landið í gærkvöldi og nótt á sama tíma og við áttum að lenda heima.  Stormur í aðsigi!  Þessi litli fiðringur í maganum magnaðist og var að hnút!

Við höfum alltaf verið mjög fastheldin og höfum valið að fljúga með sömu flugfélögunum en í gær breyttum við út af vananum og flugum frá Prag til Köben með Sterling í stað SAS eða Cz. Airlines.  Þetta voru nú óþarfa áhyggjur.  Bara allt í lagi að fljúga með þeim, dálítið þröngt en fyrir eins tíma flug er óþarfi að kvarta. 

Eftir nokkra tíma bið í Köben var haldið heim með Icelandair.  

Á meðan þeir voru að lóðsa vélina út á brautina kom þessi ljúfa rödd í hátalarann og sagði:

Góðir farþegar þetta er flugstjórinn ykkar sem talar.  Ég heiti Linda Gunnarsdóttir.

Úps, mér var litið á minn elskulega hvernig ætli honum líki að hafa konu við stjórnvöldin?  Þetta var nefnilega í fyrsta skipti sem við höfum lent í því að fljúga með konu í  kokkpittinu sem bar alla ábyrgð á ferðinni yfir hafið.

Minn var bara voða rólegur og lét ekki á neinu bera. Sætt af honum.

Ferðin heim var bara þægileg og af og til kom þessi mjúka rödd sem útskýrði hvar við værum stödd og hvernig veðurhorfur væru heima.  Sem gömul flugfreyja bjóst ég nú við smá dýfum og hristing þegar við nálguðumst landið en allt voru það óþarfa áhyggjur.  Vélin varla haggaðist og Linda lenti vélinni eins og engill.  Bara svona renndi sér niður á fósturjörðina með mjúkri lendingu, afskaplega kvenlega.

Það var ekki fyrr en slökkt hafði verið á hreyflunum að vélin fór að hristast enda brjálað veður þarna á rampinum.

Takk fyrir ferðina Linda og áhöfn FI 213.

Déskoti var veðrið brjálað í nótt.

    

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin heim Ía mín og mikið skil ég þig vel, þ.e. að hafa verið að hanga í vananum.  Ferlegt hvað maður er vanafastur.

Njóttu lífsins á Hamingjulandinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða skemmtun

Jónína Dúadóttir, 17.9.2008 kl. 11:59

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkomin til þíns heima, eða þannig.
Góður flugstjóri sem þið hafið fengið, það er ekki ævilega svona stillt að lenda í kef.
eigið góða daga á Fróni.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Hulla Dan

Hafið það gott á fósturjörðinni.
Mikið vildi ég vera heima núna.

Hulla Dan, 17.9.2008 kl. 19:51

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Bestu óskir um góða daga á Íslandi og takk fyrir að samþykkja bloggvináttu.

Guðrún Þorleifs, 18.9.2008 kl. 08:59

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Njótið dagana hér "heima" Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband