20.9.2008 | 01:15
Cavalleria Rusticana og Pagliacci.
Ef einhver á núna heiður skilið þá er það Stefán Baldursson Óperustjóri sem sýndi enn og aftur að hægt er að galdra fram meistaraverk í litlu Óperunni okkar og fá okkar færustu söngvara til að koma fram og gleðja okkur í skammdeginu.
Prúðbúnir frumsýningargestir fögnuðu listamönnunum vel í lokin og satt best að segja hélt ég á tímabili að gólf fjalirnar í Gamla Bíó myndu gefa sig. Held að þetta sé eitthvað sem óperugestir hafa fundið út, að í stað þess að klappa þar til lófarnir eru orðnir eldrauðir og aumir þá stappa gestir af öllu afli í gólfið svo dynur í gömlu fjölunum.
Það var ánægjulegt að fá tækifæri á að hlusta á Kristján Jóhannsson syngja Canio en það hefur hann sungið margoft út í hinum stóra heimi. Ekki fannst mér verra að fá að heyra í henni Sólrúnu Bragadóttur í hlutverki Neddu því ég hef ekki heyrt Sólu syngja í mörg, mörg ár. Langar að geta þess að Elín Ósk Óskarsdóttir var mjög flott í hlutverki Santuzza.
Þar sem ég er aðeins leikmanneskja þá ætla ég ekki að fara að skrifa kritik hér en vil samt láta koma hér fram að allir einsöngvararnir stóðu sig með mikilli prýði og ekki gat ég heyrt annað en við ættum þarna fólk á heimsmælikvarða. Kórinn var mjög góður líka en pínu staður að mínu mati en sviði býður nú ekki upp á mikinn hreyfanleika.
Til hamingju með kvöldið litla Ópera!
Takk fyrir mig og mína.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 02:22 | Facebook
Athugasemdir
Satt segirðu Sigurður en ótrúlegt en satt þú gleymir því ef þú nýtur þess sem þú ert að hlusta á, það er málið. Var búin að fá smá svona rassþreytu fyrir hlé
Ía Jóhannsdóttir, 20.9.2008 kl. 02:11
Jónína Dúadóttir, 20.9.2008 kl. 06:20
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2008 kl. 09:25
Hulla Dan, 20.9.2008 kl. 09:58
Sigrún Jónsdóttir, 20.9.2008 kl. 10:02
Góðan daginn 'Ia mín, Kristján er toppurinn
Kristín Gunnarsdóttir, 20.9.2008 kl. 10:06
Bara að hafa með sér sessur, nei bara grín maður getur nú ekki verið þekktur fyrir það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2008 kl. 11:59
Ó mig langar svo að sjá þessa sýningu.
Marta B Helgadóttir, 22.9.2008 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.