,,Teggja" ára afmæli er stórhátíð.

Ég var löngu búin að gleyma þessu en rifjaðist allt upp fyrir mér hér í gær.  Barnaafmæli, allt frá eins árs aldri og langt fram á fermingaraldurinn eru stórviðburðir í lífi allra barna.  Allt umstangið fyrir afmælið er engin smá vinna ég tala nú ekki um þegar gestir eru það margir að hleypa þarf inn í hollum.

Þessi amma sem skrifar hér var fjarri öllum undirbúning því hún og afi fóru út fyrir borgarmörkin á laugardaginn og komu ekki í bæinn fyrr en rétt eftir hádegi í gær.  Amman fékk svona vott af samviskubiti yfir að hjálpa ekki dóttur sinni við undirbúninginn  en afinn bætti úr betur og pantaði brauðtertur í tilefni dagsins.

Þegar við mættum í Garðabæinn upp úr tvö var allt tilbúið hjá henni dóttur minni. Borðið hlaðið veitingum, skemmtilega skreytt, blöðrur inni og úti, hattar og servíettur í stíl og allt eins og ég hefði verið með puttana í þessu.  Eitthvað hefur stelpan lært af mömmu sinni. Wink

Þá vatt ég aðeins til baka og viti menn, ég mundi allt í einu eftir því að þetta hafði ég líka gert án allrar hjálpar í denn og man ekki eftir því að mér hafi þótt þetta neitt stórmál.  Svona er maður fljótur að gleyma og vex e.t.v. allt of mikið í augum í dag það sem manni fannst ekkert mál hér áður fyrr. 

Tveggja ára stórafmælið hér við Strandveginn stóð langt fram eftir kvöldi eins og hæfir stórveislum.

Ætla að fara að gá til veðurs.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er alveg ótrúleg stund, þegar maður áttar sig á því hvað maður lærði mikið af mömmu

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Til hamíngju með barnabarnið Ía mín

Kristín Gunnarsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir stelpur mínar.  Ég er enn að gá til veðurs. 

Ía Jóhannsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er miklu meiri hænumamma en ég kæri mig um að viðurkenna.

Ég sá um svona hjálparlaust í denn.  Amk. hefði mér ekki dottið í hug að fara ónáða mömmu t.d. með svona.

En núna er ég á kafi með nefið ofaní dætrum mínum og ég held að ég geti verið algjörlega óþolandi.

Úff grey þær en samt eru þær ferlega heppnar.  Ég er DÁSAMLEG MAMMA

(Til að fyrirbyggja misskilning þá finnst mér gaman að ýkja suma hluti).

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 13:49

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skil þið Jenný ég reyni þó eftir fremsta megni að halda mig á mottunni, tekst misjafnlega vel.  En hva... það er ekki eins og maður sé hér alla daga!

Ía Jóhannsdóttir, 22.9.2008 kl. 14:05

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með ömmubarnið og mér finnst þú hafa staðið þig vel

Guðrún Þorleifs, 22.9.2008 kl. 16:12

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með barnabarnið.

Fínt að halda sig á mottunni, það mættu fleiri gjöra.

Þröstur Unnar, 22.9.2008 kl. 16:41

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með kútinn og bara alla ferðina.
knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband