27.9.2008 | 13:10
Í ljósi alls sem er.
Er farin að sjá heiminn í allt öðru ljósi og sumt af því sem ég sé hrellir mig en það er líka annað sem kemur skemmtilega á óvart og gleður augað.
Ég sagði ykkur um daginn að ég lærði alltaf eitt nýyrði þegar ég væri hér á landinu og í gær heyrði ég alveg splunkunýtt orð sem kom mér til að skella upp úr. Nú á maður að segja þegar maður ætlar að gera nákvæmlega ekki neitt, í dag ætla ég bara að Haarda.
Og það er það sem ég ætla að gera í dag, bara Haarda með dóttur minni og fjölskyldu.
Njótið helgarinnar hvar sem þið eruð stödd í heiminum og elskið hvort annað.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla þá líka að Haarda, þangað til ég fer að vinna klukkan 5Góða helgi
Jónína Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 13:18
Já er það bara ekki nauðsynlegt stundum. Knús á þig Jónína mín.
Ía Jóhannsdóttir, 27.9.2008 kl. 13:25
Þetta verður "Haarda" helgi hjá mér
Sigrún Jónsdóttir, 27.9.2008 kl. 13:44
Og hvað er Haarda, ég bara spyr
Kristín Gunnarsdóttir, 27.9.2008 kl. 13:49
Ég er einmitt að Haarda og gengur vel. góða skemmtun með dóttlu þinni.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 15:18
Kennt við okkar ástsæla forsætisráðherra Haarde Stína mín. Hehehhehe
Ditta þetta kemur hægt og sígandi en lofar góðu.
Ía Jóhannsdóttir, 27.9.2008 kl. 18:45
Gott ad heyra frá tér ....Tad er naudsynlegt ad haarda i gang imellem...
Eigid góda daga tú og dóttirin.
knús á ykkur.
Gudrún Hauksdótttir, 27.9.2008 kl. 20:55
Haardaðu þér til unaðs og yndisauka. Algjört hreyfingarleysi er nauðsynlegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 10:15
Vildi að ég gæti haardað smá í dag... en nei... verða víst að sinna þvotti og öðrum ömurlegum verkum
Vona að þú eigir góðan dag
Hulla Dan, 29.9.2008 kl. 09:29
Njóttu Haarda í botn á meðan þess er nokkur kostur. Það er spáð hreyfingu á haustmánuðum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.9.2008 kl. 21:57
Haardí haar.. haarda, haar har.. = haardíska.
Haar
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.