Myrkir dagar hér uppi á ,,Hamingjulandinu"

Eftir myrkan mánudag kom þungbúinn þriðjudagur.  Sat best að segja er ekkert sérlega skemmtilegt að heimsækja ,,Hamingjulandið" á þessum erfiðu tímum.  Maður ósjálfrátt fer inn í sömu hringiðuna og allir aðrir.  Ef það hefði ekki verið fyrir skemmtilegar samverustundir með fjölskyldu minni og vinum hefði ég verið farin heim fyrir löngu.

En nú fer að líða að því að ég haldi heim og ég veit ekki hvers ég á eftir að sakna héðan fyrir utan litlu fjölskyldunnar minnar.

.  Jú verðlaginu sem aldrei hefur verið jafn hagstætt fyrir okkur ,,útlendingana"  Ef til vill á ég líka  eftir að sakna þess að láta vindinn og regnið lemja mig í bak og fyrir.  Veit samt ekki alveg hvort sú verður raunin, ætli ég verði ekki fegin að geta setið úti á veröndinni minni í haustsólinni, held það bara.

Það er margt sem hefur drifið hér á daga mína og e.t.v. segi ég ykkur nokkrar skemmtilegar sögur eftir að ég er sest í hornið mitt í eldhúsinu mínu að Stjörnusteini með mína kaffikrús.

Er að fara heim á fimmtudaginn og hlakka til að knúsa minn elskulega en hann fór heim í síðustu viku vegna anna heima fyrir.

Farið vel með ykkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veistu að eins og málin eru núna myndi ég gjarnan vilja eiga eitthvað annað "heim" að hverfa til.

Góða ferð Ía mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Bestu kveðjur til þín

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.9.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég gæti vel hugsað mér að fara úr landi.  Góða ferð heim að Stjörnusteini

Sigrún Jónsdóttir, 30.9.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

fadmlag til tín og góda ferd heim til tins heittelskada.

Gudrún Hauksdótttir, 1.10.2008 kl. 07:55

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góða ferð heim Ía mín, hlakka til að lesa sögurnar þínar

Kristín Gunnarsdóttir, 1.10.2008 kl. 09:11

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 1.10.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband