3.10.2008 | 19:22
In memory - Restaurant Reykjavík - Prag
Adieu, adieu. Þið sem ætlið að leggja leið ykkar í Karlova götuna hér í Prag og heimsækja okkur á Restaurant Reykjavík komið nú að lokuðum dyrum. Að gefnu tilefni langar okkur til að þakka þeim rúmlega 3 milljónum manna sem heimsótt hafa staðinn okkar undanfarin sautján ár.
Til þess að valda engum misskilning þá viljum við líka taka fram að þessi ákvörðun var ekki tekin vegna einhvers kreppuástands í heiminum heldur eru samningar búnir að standa yfir sl. átta mánuði og það bara vildi þannig til að skrifað var undir samninga 30. sept. og við lokuðum fyrirtækinu 1. október.
Þegar horft er til baka þá minnumst við þegar við gengum Liliova 1991 og vorum að ,,njósna" um staðinn sem þá var rekinn á vegum ríkisins. Þar sem við gengum fram hjá færallt í einu minn elskulegi bunu yfir nýju jakkafötin. Við litum upp og sáum mann standa uppi á annarri hæð út á svölum með allt úti og hafði auðsjáanlega orðið mál. Okkur brá auðvitað en um leið litum við á hvort annað og sögðum næstum samtímis: Let´s do it! Þar með var það ákveðið að kaupa staðinn og þurfti ekki nema eina litla pissusprænu til að sannfæra okkur um að þetta yrði okkur í hag.
Við gerðum okkur strax grein fyrir því að staðsetningin var prime location en við yrðum að moka út áður en við gætum opnað nýjan stað eftir okkar höfði. Hafist var strax handa og á mánuði var búið að kaupa innréttingar frá Hollandi, græjur í eldhús, ráða starfsfólk og þann 29. nóvember 1991 opnuðum við Restaurant Reykjavík.
Það var engin lognmolla sem ríkti frekar en fyrri daginn og viku fyrir opnun vorum við tilbúin en ekki með öll leyfi þannig að við byrjuðum á því að bjóða vinum og ýmsum fyrirtækjum í dinner sem var bráðsnjallt vegna þess að þá fékk staffið að æfa sig í þjónustu og matargerðarlist sem engin í eldhúsinu hafði kynnst áður. Við komum með nýjungar og vorum sektuð í tíma og ótíma fyrir að breyta hefðbundnum matseðli frá kommatímanum yfir í Evrópskan standard.
Matseðlar voru þá allir eins hvort sem það hét Hotel Intecontinental (sem þótti flottast í Prag) eða venjulegur bjórpöbb. Það hét Skubina I - II eða III. og það voru landslög að þessu mætti ekki breyta. Við breyttum öllu og þess vegna vorum sektuð í tíma og ótíma sem við kipptum okkur ekkert upp við enda margt af því sem við settum á matseðilinn okkar er orðinn hálfgerður þjóðarréttur í dag.
Man þegar við vorum að ráða starfsfólk og spurðum hvort þau töluðu ensku. Svarið var yfirleitt Yes og við héldum þá áfram að spyrja en fengum engin svör vegna þess að þau skildu ekkert í því máli. Þegar við sögðum síðan að því miður gætum við ekki ráðið viðkomandi kom andsvar: En ég kann matseðilinn.
Kokkarnir okkar voru rosalegur höfuðverkur. Steikur að þeirra mati áttu að vera yfirsteiktar, annað var dýrafóður! Þeir helltu olíu á gasgrillið og síðan vatni svo lá við að gestirnir köfnuðu í salnum fyrstu kvöldin. Þegar við komum með örbylgjuofninn þá gladdist allur mannskapurinn, þeir héldu að þetta væri sjónvarp! Örbylgjuofn höfðu þeir aldrei litið augum. Ojá þetta var ekkert auðvelt í byrjun en við höfðum gott fólk sem vildi læra og sumir voru hjá okkur öll þessi sautján ár.
Já það er margs að minnast og Reykjavík varð strax einn af þekktustu stöðum Prag. Man eftir því vorið eftir að við opnuðum kom ég gangandi að heiman og sá langa biðröð sem náði frá Reykjavík og langt inn í Karlova. Ég spurði einn sem stóð í röðinni eftir hverju fólkið væri að bíða og svarið var að komast inn á Reykjavík. Nú sagði ég, hvers vegna? Jú þetta var eini staðurinn í Prag sem borðandi væri á. Ég spurði síðan, hvað ert´u búinn að bíða hér lengi? Um 45 mínútur og býst ekki við að komast að fyrr en eftir hálf tíma, það er nefnilega ekki hægt að panta þarna borð. First come, fist served. Já er það sagði ég og gekk að veitingastaðnum mínum sem var þá strax orðinn þekktur.
Ég gæti haldið lengi áfram að segja ykkur sögur en ætla að láta þetta nægja að svo stöddu. Það eiga örugglega eftir að spretta upp í minningunum skemmtileg atvik sem ég segi ykkur síðar frá.Það er dálítil blendin tilfinning sem er ríkjandi hér á þessu heimili. Eftirsjá og léttir eru held ég bestu orðin yfir það hvernig okkur líður í dag.
Við hjónin viljum þakka ykkur öllum sem heimsótt hafa Restaurant Reykjavík þessi sautján ár fyrir viðskiptin og nú tekur við nýr og vonandi spennandi kafli í okkar lífi hér í hundrað turna borginni okkar.
Ræðismannsskrifstofan verður áfram opin í Karlova 20 alla vega næstu mánuði.
Þökkum enn og aftur ykkar hlýhug kæru landar í okkar garð og lifið heil.
Heimasíðan okkar er enn lifandi www.reykjavik.cz
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:29 | Facebook
Athugasemdir
Ég óska ykkur báðum til hamingju með þessa ákvörðun, það er ævilega gott þegar maður vill hlutina sjálfur og allt gengur upp.
Kærleikskveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 19:50
Bestu óskir um velgengni á nýjum vettvangi.
Jens Guð, 3.10.2008 kl. 19:53
Jónína Dúadóttir, 3.10.2008 kl. 21:58
Til hamingju með þessi kaflalok. Nú taka ábyggilega spennandi hlutir við.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2008 kl. 22:31
Til hamingju með þetta Ía mín. Hlakka til að heyra hvað þið ákveðið að gera í framhaldinu
Sigrún Jónsdóttir, 3.10.2008 kl. 23:44
Oooh hvað ég á eftir að sakna nautasteikarinnar!
Ragga (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 11:25
Til hamíngju Ía mín, það verður gaman að lesa ef þú kemur áfram með svona skemtilega sögur
Kristín Gunnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 11:35
Ja aldeilis Ía mín......tad kemur alltaf ad tví ad vid breytum til.......Nú tekur nýr táttur vid í ykkar lífi og örugglega mjög spennandi.
Til hamingju med breytingarnar og gott gengi á nýjum vettvangi.
Fadmlag til tín inn í góda helgi
Gudrún Hauksdótttir, 4.10.2008 kl. 13:53
Innilegar þakkir fyrir góðar kveðjur kæru vinir. Og nú tekur við nýr kapituli og við erum hér bara þrusuhress þrátt fyrir aldur og fyrri störf.
Ía Jóhannsdóttir, 4.10.2008 kl. 20:43
Guðlaug Helga takk fyrir þín hlýju orð. Veistu Þórir man eftir þessum degi þegar hann gaf þér hangikjötið hehehe... enda sérlega minnugur karlinn kominn á aldur sem má ekki tala um .
Ía Jóhannsdóttir, 4.10.2008 kl. 20:47
Megi þessi kafla skipti færa ykkur allt gott.
Kærar kveðjur frá DKGuðrún Þorleifs, 5.10.2008 kl. 07:15
Gangi þér vel ævinlega.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 5.10.2008 kl. 11:24
Líney, 5.10.2008 kl. 17:50
Ég einmitt leitaði staðinn upp fyrir ca 5 árum og þá stóðu yfir miklar vegaviðgerðir í kring um staðinn, hann var samt opin og ég gerðist svo fræg að heimsækja hann. Enda hafði ég leitað hann uppi.Og varð ekki fyrir vonbrigðum. Takk fyrir mig. Og nú rifjast upp fyrir mér viðtöl við ykkur þú segir 17 ár? Hvað tíminn er fljótur að líða!
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 18:28
Þakka fyrir mig, súpan var góð!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.10.2008 kl. 19:34
Og ég sem hef lengi dreymt um að komast á þennan stað, eftir allar þær skemmtilegu og fróðlegu sögur sem ég hef heyrt af gestrisni ykkar hjóna. - Megi heill og hamingja fylgja ykkur framvegis sem hingað til. Kær kveðja.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.10.2008 kl. 20:57
Trúessu ekki. Og ég sem ætlaði að koma og eta hjá þér
Til hamingju með þetta, einhvertíma verður maður jú að stoppa... er það ekki.
Fæ þig til að benda mér á eitthvað annað svaka gott þegar ég heimsæki Prag.
Njóttu dagsins Ía mín og kveðja á kallinn
Hulla Dan, 7.10.2008 kl. 06:58
Borðaði þarna 1994 og var besti matur sem ég fékk í Prag.
Egga-la (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.