Kemur okkur alls ekki á óvart.

Í mörg ár erum við búin að vara fólk við að skipta peningum í þessum svo kölluðu ExChange búllum hér í Prag.  Þessir skiptibankar ef kalla má svo. hafa aldrei verið neitt betri en ruslaralýðurinn á götunni sem bauðst til að skipta erlendri mynt í tékkapeninga en létu oft á tíðum saklausa túrista fá Pólsk slotsy í staðin, algjörlega verðlaus.

Stundum sá maður þessa þjófa fyrir utan skiptibúllurnar reyna að lokka fólk að og er ég næstum 100& viss um að þessi lýður var á vegum eiganda skiptibúllanna.

Sem betur fer hlustuðu Íslendingar, í flestum tilfellum á okkur, þegar við vöruðum þá við en auðvitað voru sumir sem nenntu ekki að leita að hraðbanka og fannst auðveldara að randa inn í næstu okursjoppu. 

Oftar en einu sinni lamdi ræðismaðurinn í borðið hjá skiptibúllunni út á horni hjá okkur og krafðist þess að rétt gengi væri gefið upp.  Einu sinni hótaði hann þeim lögreglu og mig minnir að þá hafi gengið verið leiðrétt á staðnum en bara fyrir þann kúnnann, hinir sem á eftir komu voru teknir áfram í nefið. 

Þessi frétt er gleðifrétt fyrir okkur sem búum hér því borgin hefur haft á sér óorð vegna margskonar spillingar og þetta var ein af þeim. 

Fyrr á árinu tók Borgarstjórinn í Prag 1 sig til og dulbjóst sem ferðamaður og ferðaðist með leigubílum borgarinnar til að sannreyna alla þá spillingu sem þar viðhófst.  Hann hafði með sér blaðamann og fréttin var það kræsileg að leigubílar fóru að hegða sér eftir lögum og reglum.

NB takið bara leigubíla sem merktir eru AAA og eru auðþekkjanlegir af sínum heiðgula lit þið sem eruð að koma hingað á næstunni.  Þeir eru OK. 

Vil ég bara óska lögreglunni í Prag 1 til hamingju með rassíuna og haldið bara áfram stákar því af nógu er að taka.


mbl.is Skiptibanki í Prag flæktur í glæpastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Alltaf gott þegar tekið er á spillingu og fínt að vita þetta með leigubílana. Gott að safna í viskusjóð hjá konu sem frekar velur ferðalög en heimilistörf ef val er í boði   Vil líka kvitta fyrir færsluna hér á undan.

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 7.10.2008 kl. 18:51

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Guðrún þú lofar að hafa samband áður en þú kemur hingað, langar að taka á móti þér hér að Stjörnusteini.

Ía Jóhannsdóttir, 7.10.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 23:23

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ætli það sé alheims "skúrkahreinslun" í gangi

Sigrún Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 06:05

6 Smámynd: Hulla Dan

Gleðilegan miðvikudag

Hulla Dan, 8.10.2008 kl. 10:34

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gott að fara í bófahreinsun!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 11:15

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ía mín, ég er með spurningu frá mágkonu minni sem er að koma til Prag á föstudaginn. Er eitthvað mál að nota efruna þarna. Vonasti eftir svari frá þér sem fyrst

Kristín Gunnarsdóttir, 8.10.2008 kl. 13:38

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gott ad hafa svona vardstjóra sem madur getur treyst á......Gerd var tilraun vid ad ræna minn mann í Prag í sídustu ferd.Dóttir mín var rænd í óperunni.Tetta á svosem vid  í  fleirri löndum   engin spurning.

Stórt fadmlag á tig og tinn heittelskada fyrir ad vilja passa upp á túristann sem kemur ókunnugur til borgarinnar.

Gudrún Hauksdótttir, 8.10.2008 kl. 14:25

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir það Ía, verð þá bara að undirbúa mig meira en síðast þegar ég "hljóp" út á inniskónum

Guðrún Þorleifs, 8.10.2008 kl. 19:46

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir innlitin öll sömul.

Stína það borgar sig að skipta yfir í tékkapeninga.  Tékkn.Krónan hér er svo rosalega sterkur gjaldmiðill.  Svo eru hraðbankar út um allt.

Ía Jóhannsdóttir, 9.10.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband