Dallas leiðin - Þetta var bara draumur!

Þetta sagði Dr. Gunni í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun:  Alveg eins og í Dallas forðum þegar fólk horfði á marga þætti og síðan kom fram að JR var bara að dreyma.  Eins gæti  þetta gerst hér, bara vakna í fyrramálið og Steingrímur Hermannsson væri enn forsætisráðherra og allt í gúddí.

Á þessu heimili er það síðasta sem maður gerir áður en lagst er á eyrað er að hlusta á fréttir að heiman og það fyrsta sem gert er er að opna fyrir fréttir að heiman.  Síðan taka við allar þær TV stöðvar sem við höfum hér og núna áðan var ég að horfa á Sky fréttastöðina og hlustaði með öðru eyranu en hugsaði um leið: Nú er hvít jörð heima.  Það var nú það sem vakti áhuga minn.  Segi ekki meir.

Í gær datt minn elskulegi inn á bloggið hans Jónasar Kristjánssonar og við skellihlógum hér yfir skondnum færslum.  Mikið var gott að hlæja og í dag bendir Jónas einmitt á að sumir bloggarar geti bjargað sálarheill margra þ.á.m. nefnir hann Dr. Gunna. 

Ég er alveg harðákveðin í því að framvegis  verða þessi blogg lesin áður en ég les um að allt sé að fara til helvítis.  Þá get ég e.t.v. séð fréttirnar í öðru ljósi og hugarástandið ekki í eins miklu svartnætti og hefur verið. 

Þetta ætla ég að gera fyrir mína sálarheill.

Hugsið málið.

Farin að tína við í arininn fyrir kvöldið til að gera smá kósi fyrir okkur hjónin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Draumur eða martröð? Sannarlega mikilvægt að halda fókus á það sem gott er. Brennið mitt er út í skúr en þarf ég að skreppa í búðina og fá mér fallegt grasker fyrir kvöldið því ég ætla að hafa graskerssúpu með beikoni, borna fram í graskerinu ásamt heimabökuðum bollum. Þetta verður snætt með bjartsýni, von og trú í góðra vina hópi.

Góðan dag

Guðrún Þorleifs, 10.10.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Var einmitt að hugsa það sama ætti að faraog fjárfesta í graskerjum hef yfirleitt hér nokkur á lóðinni allan október.  Umm... graskersúpa með tilbehör!

Ía Jóhannsdóttir, 10.10.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Já ekki má gleyma að skreyta, það gerir árstíðina sérstaka

Guðrún Þorleifs, 10.10.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Dr.Gunni hefur löngum verid hnittinn og frábær skemmtikraftur tó ekki sé meyra sagt.

ER líka med grasker fyrir framan húsid mitt og vonandi verd ég ekki óheppin eins og í fyrra tegar teim var öllum stolid.

En graskersúpu vildi ég gjarnan læra da elda.

Kvedja úr sólarhaustinu  í Jyderup med halloween ivafi.

Gudrún Hauksdótttir, 10.10.2008 kl. 11:25

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já gott að vera komin í svona Halló-vín stemmningu. Nú verður þú að spyrja hana nöfnu þína Guðrún mín um uppskrift, hér hefur Þórir eldað súpuna eftir sinu höfði en ég veit hann notar líka bacon. 

Ía Jóhannsdóttir, 10.10.2008 kl. 11:48

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Halló vín stemming  Hef lengi velt fyrir mér þessu fyrirbrigði.  Góð hugmynd fyrir "landann" í niðursveiflunni.

Góða helgi Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 12:48

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég nota líka beikon og Guðrún, uppskriftina getur þú fengið og nú skelli ég mér í Halló-vín stemmingu

Góða helgi!!!

Guðrún Þorleifs, 10.10.2008 kl. 18:07

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vissi ekki að þetta þýddi "Halló-vín"

Jónína Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 08:29

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góða helgi 'Ia mín í faðmi þíns heittelskaða

Kristín Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 08:36

10 identicon

Mikið er gaman að lesa það hvað þú fylgist vel með öllu hér "heim" Góða helgi

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 09:32

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta Ía, þörf áminning.  Við eigum svo margt að gleðjast yfir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband