13.10.2008 | 14:28
Hvað á að gera við strákaling?
Var að koma inn úr haustblíðunni hér og eins og alltaf þegar ég er úti fer hugurinn á flug. Stundum eru þetta rosalega merkilegar uppgötvanir en að öllu jöfnu einskisnýtar pælingar.
Hvað gerir maður við elskulegan eiginmann sem allt í einu tekur upp á því eftir 30 ár að fara með sinni heittelskuðu í búðir. Á maður að hoppa hæð sína og hrópa upp yfir sig, batnandi mönnum er best að lifa eða fara í baklás og hugsa andskotinn hvar er nú frjálsræðið!
Eins og þið flest vitið þá er minn sem sagt nýorðinn svona 25% atvinnurekandi og þar sem okkur finnst nú ekki mikil vinna í því að halda uppi einni íssjoppu þó fræg sé, þá er nægur tími til annarra verka. Häagen Dasz rekur sig eiginlega sjálft miða við Rest. Reykjavík sem við urðum að vaka og sofa yfir 24 hours. Þess vegna segi ég að hann sé í svona 25% vinu miða við sem áður var.
Á laugardaginn datt honum í hug að spyrja mig hvort ég vildi ekki fara í smá búðarráp. Ekki það að okkur vanhagi um eitt eða neitt heldur bara svona window -shopping. Ég missti andlitið alveg niður að hnjám. Var manninum mínum alvara eða var þetta bara svona morgundjók? Eftir rúmlega 30 ár hef ég ekki einu sinni fengið hann með mér til þess að kaupa jólagjafir nema eftir margra daga tuð og rekistefnur.
Ég sagði sem satt væri að ég yrði hvort sem er að fara í matvörubúð svo hann mætti alveg koma með mér. Það hringsnerist allt í hausnum á mér alla þessa 30 km í búðina. Þarna sat hann sallarólegur með bros á vör og gerði að gamni sínu eins og fyrirmyndar húsband auðvitað á að vera en ég varð alltaf meir og meir undrandi.
Þegar við komum inn í Billa (matvöruverslun) þá skildu fljótt leiðir og hann birtist af og til með eitthvað smotterí í höndunum enn brosandi út að eyrum.
Nei elskan við eigum nóg af smjöri. Ekki þennan ost. Hvað ætlar þú að gera við allt þetta brauð? Það er til nóg af hundanammi heima. Svona gekk þetta lengi vel. Ég rak hann umsvifalaust með vörurnar til baka eins og ég væri með óþægan krakka í eftirdrægi. Loksins gafst minn upp á þessari mimmandi kerlingu og sagði: Heyrðu ég ætla að fá mér kaffi, við hittumst bara þar. NB hann var enn brosandi!
Ég veit ekki hvort þetta var vegna ástandsins heima á Íslandi og ég var farin að spara eins og allir aðrir eða ég gat bara ekki einbeitt mér að því að versla alla vega var ótrúlega lítið í körfunni þegar ég kom að kassanum og þegar ég kom heim uppgötvaði ég að ég hafði ekki keypt neitt kjötmeti í matinn.
Þessari verslunarferð var nú ekki aldeilis lokið heldur dró minn mig með sér á milli húsgagnaverslana og ljósabúða sem hafði auðvitað ekkert upp á sig þar sem við vorum svo hjartanlega sammála um að það sem okkur líkaði væri á uppsprengdu verði.
Nú er það stóra spurningin, hvað á að gera við strákaling?
Hef annars ekki stórar áhyggjur því nú tekur við stækkun á Häagen Dazs í Karlova og það tekur nokkrar vikur svo hann verður upptekinn við að ráðskast þar.
Ein viknona mín hér sagi við mig um daginn ,,Rosalega ertu heppin að eiga svona mörg hús þú getur bara sent hann í eitt þeirra þegar þú færð nóg". NB þessi vinkona mín er með einn svona retired heima hjá sér.
Æ ég veit ekki hvort ég hefði hjarta til þess, hann er jú svo mikil dúlla þessi elska.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Athugasemdir
Kysstu hann og knúsaðu og segðu honum hvað hann er æðislegur og farðu svo í búðir þegar hann er að gera eitthvað allt annað ! Það geri ég við minn, ég vil helst ekkert hafa hann með
Jónína Dúadóttir, 13.10.2008 kl. 14:58
Þarna hefði farið um mig eitt augnablik Annars finnst mér best að versla ein,líka matvörur. En segðu mér hvernig er ástandið hjá ykkur? Er allt í sómanum er fjármálaumhverfið í lagi í Prag? Ekkert helv´vesen eins og hér?
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:55
Ha ha haaa... frekar fyndið ástand En mér sýnist við lesturinn að þetta muni vara stutt. Tvennt bendir til þess: Annars vegar varstu örugglega ekki skemmtilegur leikfélagi í matvöruversluninni og hins vegar þá er þarna greinilega á ferðinni athafnamaður (sbr. stækkun ísbúðar)
Ég lenti einu sinni í þessu þegar við bjuggum á Íslandi. Þar var hann að vinna 24/7, svo gerðist það að fyrirtækið sem hann vann hjá varð gjaldþrota og á tveimur dögum var hann orðin atvinnulaus. Það var alveg nýtt og það varð til þess að hann ákvað að aka mér þessa 30 km í búðina sem ég var vön að fara sjálf. Hann kom meira að segja með mér inn í kaupfélagið og þegar við vorum að borga innkaupin sagði konan á kassanum, sem kannaðist greinilega við okkur bæði: eruð þið hjón? Þá var ég búin að búa þarna í fimm ár að minnsta kosti. . . .
Kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 13.10.2008 kl. 16:09
Jónína góð hugmynd. hehehhe....
Hallgerður nei hér finnum við ekki mikið fyrir þessu ástandi sem betur fer. Alla vega var yfirfullt hér í verslunum um helgina. Tékkapeningarnir eru svo hrikalega sterk mynt en hvað veit maður, allt getur svo sem gerst. Maður segir bara er á meðan er. Löndum okkar bregður þegar þeir koma hingað núna og verða að borga 8 krónur fyrir einn tékkapening. Bjórinn sem sagt kostar hér um þúsund kall! Enda hefur fækkað ísl. ferðamönnum.
Guðrún þessi síðasti hjá þér var góður: Eruð þið hjón? hehehhe.....
Ía Jóhannsdóttir, 13.10.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.