Silfurskálin sem á sér langa sögu.

Ég sat og velti skálinni fyrir mér. Hvarf eins langt aftur og ég gat munað.

 Silfurskál, dálítið snjáð eftir endalaust nudd í tugi ára. Man fyrst eftir henni hjá ömmu minni á Flókagötunni, alltaf á sama stað á eldhúsborðinu.  Síðan flutti hún með ömmu og systrum pabba inn á Selvogsgrunn og enn var hún sett á eldhúsborðið. 

Dagsdaglega var hún full af tvinnum, skærum, saumnálum og gott ef ekki var sígarettupakka.  Sem sagt full af nytsömum hlutum til daglegs brúks.  Það var alltaf saumað mikið á því heimili.

En svo komu jólin.  Skálin hennar ömmu fékk yfirhalningu með Silvo og var fyllt af rauðum eplum sem pússuð höfðu verið með hreinu ,,viskastykki" svo þau glóðu eins og lifandi ljós.  Skjannahvítum útsaumuðum jóladúk, stífuðum eins og pappa, var komið snyrtilega undir skálinni og þannig var það öll jólin.  Síðan kom janúar og skálin fór aftur í sitt gamla hlutverk að halda til haga saumadóti frænknanna. 

Þessi skál fylgdi mér hingað sem erfðargripur og á sinn sess núna hér í eldhúsinu mínu. Dagsdaglega þjónar hún þeim tilgangi að geima símahleðslur, myndavélahleðslur og fl. drasl sem tilheyrir nútímanum.  Endrum og eins er þurrkað úr henni svona til málamynda en venjulega fær hún bara að liggja þarna í neðstu hillunni og safna ryki.

En fyrir hver jól fær hún ærlega yfirhalningu með ,,silvo" og er færð aðeins ofar í hillurnar.  Smá jólaskraut er sett  til að gleðja hana en engin epli lengur.  Önnur nútímalegri hefur tekið við sem eplaskál.

Þegar ég í dag hélt á skálinni var ekki laust við það að ég finndi fyrir ömmu minni og þó sérstaklega einni systur pabba sem alltaf sá um heimilið þeirra þar til yfir lauk. 

Oft er sagt:  Æ þetta er bara dauður hlutur, en sumir hlutir hafa, ég vil nú ekki kalla það sál, en alla vega kraft.

Svo er ég hætt að fílosofera í bili.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er einmitt sálin í dauðum hlutum, minningarnar um fólk sem einu sinni umgekkst þessa hluti  Minningarnar lifa að eilífu, mann fram af manni

Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 5.12.2008 kl. 00:58

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

..og minningarnar streyma

Guðrún Þorleifs, 5.12.2008 kl. 01:18

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 5.12.2008 kl. 07:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg færsla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 11:09

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Altaf gaman að rifja upp fallegar minníngar Ía mín

Kristín Gunnarsdóttir, 5.12.2008 kl. 11:17

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er yndisleg minning hjá þér, segi eins og stelpurnar, sumir hlutir hafa bara sál og svo sterka minningu sem yljar.  Kærleikskveðja inn í helgina Ía mín

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 13:00

8 identicon

Makalaust hvað lítill gripur getur verið gildishlaðin? Falleg færsla hjá þér rétt enn eina ferðina..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:45

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Var einnig að fægja silfur í gær og þar á meðal er skrín eitt mikið útskorið sem amma mín átti, ég man er ég var lítil að amma var aldrei ánægð með vinnubrögðin á fægingunni hjá húskonunum svo það endaði ætíð með að hún tók það sjálf í gegn, það þarf nefnilega að nota tannbursta til að ná niður í allt útskorið.
Það var ætíð notað fyrir síkarettur, en hjá mér stendur það á buffettinu.
Minningar eru góðar.
Ljós til þín Ía mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2008 kl. 09:00

10 Smámynd: Hulla Dan

Það er svona með marga hluti. Svo eru aðrir sem maður finnur ekkert fyrir.

Dásamleg frásögn eins og svo oft áður hjá þér Ía mín.

Hulla Dan, 6.12.2008 kl. 15:08

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir notalega samúðarkveðjuna 

Marta B Helgadóttir, 6.12.2008 kl. 16:21

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sæl og takk fyrir hjartnæma færslu Ía mín. Ég fór að hugsa hvað það er misjafnt með mannfólkið, ég á t.d. enga hlutbundna minningu um ömmu mína góðu sem dó 1958, þá var ég 12 ára. Ég geymi þó alltaf minninguna um mjúku pakkana sem komu frá ömmu á jólunum. Hafðu það jólalegt, hjartans bestu kveðjur, eva

Eva Benjamínsdóttir, 7.12.2008 kl. 16:32

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gott að þetta er silfurskál, en ekki gler eða leir sem getur brotnað! ..Vissulega fylgja sumum hlutir góðir straumar, það á augljóslega við skálina þína ...

Takk fyrir mig!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.12.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband