St. Mikulas, Svarti Pétur og púkar úr neðra.

Tékkar þjófstörtuðu St. Mikulas deginum í fyrradag en hann er haldinn hátíðlegur 6. desember ár hvert.  Við hjónin gerðum okkur ferð í bæinn á föstudag og hugmyndin var að versla eitthvað nytsamlegt og ónytsamlegt.  Ef ég hefði vitað um þessa þjófstörtun hefði ég nú valið annan dag til bæjarráps.

Hvar sem litið var sáum við karlinn klæddan í hvíta kuflinn sinn með biskupshúfuna og stafinn umkringdan fjölda af æpandi púkum og Svarta Pétri.  Börnin höfðu auðsjáanlega mikið gaman að þessari uppákomu og létu blessa sig í bak og fyrir.

Á markaðnum kepptist fólk við að selja púkahorn sem glóðu eins og vítislogar.  Annar hver maður, jafnt börn sem fullorðnir báru þessi horn svo Gamla torgið leit út eins og sjálft neðra.

Torgið er alveg einstaklega fallega skreytt þetta árið og ætla ég að fara aftur eitthvert kvöldið og njóta í rólegheitum þar sem ég á það eki á hættu að fá jólaglöggið yfir mig eða hreinlega verða troðin undir. 

Nú ætla ég að fara upp og tendra Betlehemskertið en svo nefnist kerti annars sunnudag í aðventu.

Eigið notalegt kvöld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Gott að njóta góðrar stundar

Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.12.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Varstu ekki bara í draumi, komin á aðlfundi í nýju ríkisbönkunum  ?? 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 7.12.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Kærleikskveðjur til þín Ía mín

Kristín Gunnarsdóttir, 8.12.2008 kl. 08:43

7 identicon

Það virðast allar þjóðir vera með eitthvað skerý fyrir börnin er tilgangurinn að hræða þau til hlýðni á aðventunni? Við höfum eins og þú veist Grílu og Leppalúð ekki með glæslilegri pörum. Að ógleymdum Jólakettinum.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 09:18

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 13:24

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband