Fallegur vetrarmorgun að Stjörnusteini.

Hrímið á trjánum glitrar hér í vetrarsólinni þennan fallega morgun. 

 Ég fór út snemma með hnetur og epli handa smáfuglunum mínum sem sækja hingað í fóður þegar kólna tekur og erfitt er að finna sér fæðu í skóginum. 

Dagurinn í dag er líka merkilegur fyrir það að tengdadóttir okkar hún Bríet á afmæli.  Innilega til hamingju með daginn Bríet mín.  Kíki við hjá þér á eftir. Wizard

Það var enn smá keimur eftir smákökubaksturinn í gær hér í húsinu þegar ég kom niður til að fá mér morgunsopann minn. Ég bakaði engin vandræði þetta árið, ja alla vega ekki enn. Whistling

 Þá fara jólin að nálgast og ,,jólaboðavikan" framundan.  Hér keppast margir um að bjóða heim vinum í smá gleðskap og við tökum því nú orðið eins og hluta af undirbúning jólanna.  Veit sem sagt að ég geri ekki mikið meir en að mæta og halda sjálf boð þessa viku.

Eigið góðan dag og munið eftir smáfuglunum.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Eigðu góðan dag. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.12.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigðu sem ljúfastan dag elsku Ía mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 16:05

5 identicon

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 17:22

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Falleg færsla Ía mín og til hamingju með tengdadótturina.
Já auðvitað munum við eftir smáfuglunum.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2008 kl. 18:19

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þetta er skemmtilegt, til hamingju með lífið Ía mín og ekki baka meira, það gæti verið maðkur í mjölinu...djö, get ég verið hreinskilin

Eva Benjamínsdóttir, 9.12.2008 kl. 18:23

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu boðanna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2008 kl. 21:39

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hljómar vel að taka eina viku í svona jólaboð og fjör.

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 10.12.2008 kl. 08:59

10 Smámynd: Hulla Dan

Ummmm
Ég byrja fyrst að baka á morgunn og hlakka ekkert smá til þegar smáköku ilmur fyllir húsið mitt.

Hulla Dan, 10.12.2008 kl. 18:52

11 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.12.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband