11.12.2008 | 20:57
Ömmufærsla og smá dægurmál.
Spyrja afa! Hringja í afa! Í gærkvöldi hringdi síminn og á línunni var litli dóttursonur okkar, rétt rúmlega tveggja ára. Afi ég má fá tvö súkkli? Afi skildi nú ekki alveg málið fyrr en útskýrt var að sá stutti hafði notað tækifærið, þar sem mamma hans var ekki heima, og reynt að plata pabba sinn að gefa sér tvö súkkulaði úr dagatalinu. Pabbinn var auðvitað ekkert á því og þetta endaði með því að hann hringdi í afa sinn til að fá hann á sitt band. Það gekk auðvitað ekki heldur.
Guði sé lof og þökk fyrir Skype á þessum báðum heimilum. Við mundum slá þjóðhöfðingjann okkar út ef svo væri ekki.
Og nú fer skórinn í gluggann í kvöld og minn verður nú ekki lengi að fatta þann sið ef ég þekki hann rétt.
Annars er hér allt á fullu að undirbúa mikið matarboð á morgun svo ég rétt náði að rúlla Mbl. í morgun. Rakst þar á grein eftir Glúm Baldvinsson sem ég hafði nú ekki tíma til að lesa fyrr en núna rétt áðan. Þarna er talað skilmerkilega og tæpitungulaust. Góð grein sem fólk ætti að lesa.
Ég er enn að reyna að vera sykk frí frá öllu þessu argaþrasi heima og njóta þess bara að undirbúa jólin og hafa það kósí á aðventunni. Hér er allt orðið skreytt utan sem innanhúss og ekkert eftir nema kaupa jólatréð en það fer nú ekki upp fyrr en rétt fyrir jólin.
Ég er komin í jólaskap og hlakka til að taka á móti góðum gestum á morgun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:58 | Facebook
Athugasemdir
Skype og msn er bara "möst" fyrir fólk eins og okkur
Góða og gleðilega gestakomu á morgunn.
Hér tínist jólaskrautið inn hægt og mjög rólega, svona í áföngum, eftir því hvar ég er stödd í verkefninu mínu Afarskemmtilegt altt saman.
Gleðilega jólastemmingu
Guðrún Þorleifs, 11.12.2008 kl. 21:02
Krúttið.
Góða skemmtun á morgun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 23:14
Fallegur og friðsæll pistill.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.12.2008 kl. 00:24
Það mátti reyna
Jónína Dúadóttir, 12.12.2008 kl. 06:31
Æi littla dúllan, það mátti reina hvort að afi mundi ekki seigja JA. Kærleikur til þín Ía mín
Kristín Gunnarsdóttir, 12.12.2008 kl. 10:30
Fallegt
Anna Ragna Alexandersdóttir, 12.12.2008 kl. 12:04
Gleðikveðjur til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 13:43
Heyrðu Glúmir var flottur. Beint á púlsinn. Láttu mig vita þegar þú heimsækir "föðurlandið" þitt næst þá röltum við sem leið liggur út á Álftanes og tölum sama tungumál og Glúmur! Díll? ...
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 19:00
Yndislegt krútt. Gleðileg jól Ía mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.12.2008 kl. 00:35
Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 02:07
Takk fyrir góðar kveðjur og innlit.
Já Hallgerður til er ég.
Ía Jóhannsdóttir, 13.12.2008 kl. 08:47
takk fyrir athugasemdina og mér var það jafn sárt og þér að ná ekki sambandi við ykkur. og restaurantinn farinn - ótrúlegt. allt er fallvalt. ég reyndi að hringja í númerið hans þóris en hann kallinn þinn svaraði aldrei. en ég kíki aftur við einhverntímann á næsta ári.
Börkur Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.