Merkisdagur fyrir 34 árum!

Hann lá við hliðina á mér fyrir 34 árum, bústinn og vel af Guði gerður eins og sagt var. Þvílíkt undur og stórmerki!  Þetta gátum við ungu hjónin úr Breiðholtinu. 

Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar sjúkramennirnir roguðust með mig niður stigann í körfunni klukkan fjögur að morgni, konu ekki einsamla og tuttugu kílóum þyngri fyrir utan fæðingavigtina.  Ég hafði  stórar áhyggjur af því að þeir mundu missa mig, þetta rosa flykki sem ég var og  missa mig af börunum.  Sagðist skildi drepa þá ef þeir létu mig húrra niður stigann.

Aðeins nokkrum tímum seinna fæddist frumburðurinn okkar hann Egill og þvílíkur strákur.  Mér fannst hann fallegastur af öllum börnunum á Fæðingarheimilinu.

Skírn Elma Lind, febr.2008 011  Þessi mynd er tekin við skírn Elmu Lindar í janúar og eins og þið sjáið þá hefur tognað aðeins úr mínum strák.  Nú velmetinn verslunareigandi hér í Prag m.m. 

Innilega til hamingju með daginn Egill minn.  Njóttu vel og sjáumst á eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með drenginn ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Innilegar hamingjuóskir með strákinn Ía mín

Kristín Gunnarsdóttir, 15.12.2008 kl. 11:32

4 identicon

Eplið fellur sjaldnast langt frá Eikinni. Til hamingju peð peyjann..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 13:46

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 15.12.2008 kl. 19:02

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með þennan flotta strák Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:31

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar stelpur mínar. 

Ía Jóhannsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:35

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með frumburðinn og flotta jólaveislu Lýst vel á svona "söngleiki" í veiislum.

Kær kveðja frá Als, þar sem verkefnið fer að klárast

Guðrún Þorleifs, 15.12.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband