16.12.2008 | 22:11
Jólastemmning við Laufabrauðsbakstur.
Hér getið þið séð lítinn hluta af laufabrauðinu sem litla fjölskyldan í Prag dundaði við seinnipart dags.
Engar erótískar kökur voru gerðar hér eins og einn af okkar vinum er þekktur fyrir enda sá maður einn af færustu listamönnum Íslands.
Uppskriftin að sjálfsögðu frá tengdamóður Egils okkar og koma kökurnar útflattar beint frá Grenivík.
Við kepptumst við að skera þær út eins vel og við gátum og sátum við fimm við útskurðinn, Egill, Bríet, ég og tvær systur Bríetar sem búa hér núna í Prag, Ingunn og Alma.
Litla Elma Lind fylgdist með og skemmti okkur með sínu yndislega babli og eftirhermum þess á milli sem hún skottaðist inn í stofu til að dansa með Siggu Beinteins og krökkunum í sjónvarpinu.
Minn elskulegi sá um steikinguna að vanda og Egill stóð við að pressa.
Ég hafði aldrei komið nálægt laufabrauðsgerð fyrr en ég kynntist tengdadóttur minni og nú er það hefð hér að koma saman fyrir jól og halda í þennan gamla norðlenska sið.
Það myndast alveg sérstök stemmning við svona dúllerí.
Takk fyrir góðan og jólalegan fjölskyldudag krakkar mínir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ó mæ god langar svo í.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 23:05
Ég ólst ekki upp við þessa hefð, en finnst alltaf jafn gaman þegar mér er boðið að vera með í þessu með hjá vinafólki
Sigrún Jónsdóttir, 16.12.2008 kl. 23:20
Laufabrauðsgerðin finnst mér vera ómissandi fyrir jólin
Jónína Dúadóttir, 17.12.2008 kl. 06:12
Ekki ég heldur fyrr en ég gifti mig ung tengdamóðir mín vann þær frá byrjun það er ekkert smá verk. Svo hætti ég því. Nú kemur tengdamóðir mín með þær með sér og þá úr rúgméli að fullu unnar af henni. Spennandi að smakka þær úr rúgméli.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 08:49
Laufabrauð er nauðsinlegt með hangikjötinu, mer fynst ekkert varið í hangikjötið ef ekki eru laufabrauðs kökur. Njóttu vel Ía mín. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 17.12.2008 kl. 09:46
Sorrý laufabrauð ekki gott.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.