Verslunarhefðir Tékka og síðast en ekki síst Let it snow!

Þessi bíður eftir snjónum sem væntanlega kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi á annan í jólum ef veðurguðir verða svo vænir að halda spánni.

Let´s now 003  Það hefur nú oftsinnis snjóað hér á aðfangadag þó seint væri svo ekki er öll nótt úti enn.

Ég skrapp áðan í smá matvöruleiðangur, vantaði svona smotterí í poka en að sjálfsögðu kom ég heim með sex fulla poka af allskonar óþarfa.  Ekki beint spennandi að fara í matarinnkaup svona á síðustu stundu.  Í fyrsta lagi þá hefur starfsfólkið ekki við að fylla í hillurnar svo sumar eru hálf tómar.  Nei það er engin andsk... kreppa hér ef þið haldið það.

Þegar ég kom að einum af þessum 48 afgreiðslukössum sem auðvitað sumir voru ekki í gangi valdi ég einn sem aðeins 10 manns voru á undan mér og hugsaði:  OK svona 20 mín. bið. Ekkert mál.

Allt í einu voru bara fimm manns fyrir framan mig og sá ég strax hvað var í gangi.  Þau fimm sem stóðu fyrir framan mig stóðu á snakki

Þarna var saman komin hin typiska tékkneska fjölskylda.  Allir voða svona mikið saman að versla í jólamatinn.  Alveg ótrúlegt hvað tékkar eru samheldin.  Það má ekki koma hátíðisdagur eða frídagur þá hópast heilu familíurnar saman í matarinnkaup svo maður getur ekki þverfótað sig á milli hillna vegna þess að allir standa í hnapp og rökræða um verð og gæði.

Hreint út sagt óþolandi þá sérstaklega þegar maður er á hraðferð, en það er ég nú yfirleitt alltaf.

Ég mátti svo sem þakka fyrir þessa einkennilegu hefð i dag vegna þess að biðin varð mun styttri en ég hafði haldið.

Nú ætla ég að fara að laga heitt súkkulaði og gefa fólkinu mínu smá smakk af döðlubrauði með smjöri og eplaskífum.

Svo minni ég veðurfræðinga og alla veðurguði á þetta:Let´s now 004


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, pirringurinn skín í gegn yfir ráðstefnunni við kassann.

Það gerist eitthvað þegar maður fer í matvöruverslun fyrir jólin.

Best ég baki döðlubrauð.

Kveðja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.12.2008 kl. 16:13

2 identicon

Svolítði eins og úti á landi fólk svona afslappað. Minnir á umfreðina heima í Eyjum menn stoppðu bílana rendu niður gluggunum og spjölluðu. Þetta voru góðir tímar.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 16:37

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Voða lítið jólabúðastress hjá mér fyrir þessi jól...er að vinna næturvaktir um jólin og læt bara bjóða mér í mat....mæti bara útsofin, snæði, hef það huggó og dríf mig svo í vinnuna  Bara frekar nice þó ég segi sjálf frá

Svo fæ ég sennilega kast annað kvöld eftir skötuveislurnar þegar ég fer að hugsa....verð samt að eiga þetta og þetta....af því það eru jól

Jólakveðjur í sveitina

Sigrún Jónsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Snjórinn okkar er farinn, það er hláka núna

Eigðu góða Þorláksmessu

Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 06:18

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sæl elsku Ía.Yndislega jólalegt umhverfid titt.Ég lenti i Jyderup í gærkveldi.Bestu jólakvedjur til tín og tinna og takk fyrir yndisleg kinni sem ég hef notid vel.

Hjartanskvedjur frá Jyderup

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband