Nú kætumst við á Þorláksmessu

Jæja þá er Skötudagurinn runninn upp ekki það ég borði þennan fisk og aldrei leyft að elda í mínum húsum.  Stundum getur maður haft ítök í sínu eigin eldhúsi. 

Jólakveðjur hljóma hér frá gömlu góðu gufunni og alveg ekta Þorláksmessustemmning hér að Stjörnusteini. 

Þegar ég vaknaði í morgun var minn elskulegi löngu kominn á fætur og eldhúsið ilmaði af rjúpum þar sem beinin voru komin í pott en þar fá þau að malla í allan dag. Bringurnar verða síðan léttsteiktar á morgun.

Restin af heimilisfólkinu svaf enn enda sjáið þið hér þann stutta í gærkvöldi að hjálpa ömmu að skreyta jólatréð og klukkan langt gengin ellefu.

Jólin 2008 002  Maður vandaði sig alveg rosalega!

Þorláksmessa hefur alla tíð verið dálítið spes dagur hjá okkur.  Eftir vinnu sem yfirleitt var um tíu um kvöldið rönduðum við niður Laugaveginn og heimsóttum verslunareigendur sem voru okkar viðskiptavinir.  Jón og Óskar töku alltaf á móti okkur með koníaksdreitli. Yfirleitt var líka kíkt aðeins upp í Árbæ til vina okkar sem þar bjuggu.

Mig hefur sárlega vantað þessa stemmningu eftir að ég flutti hingað og gleymi aldrei einni Þorláksmessu þar sem ég randaði alein um stræti Pragborgar, á meðan minn var að vinna fyrir saltinu i grautinn, háskælandi , sko ég ekki hann.  Mikið rosalega átti ég bágt þá.

 Ég á bara eftir að laga eftirréttinn sem alltaf er Sherry fromage að hætti mömmu síðan ætlum við að skella okkur í bæinn og njóta jólaskreytinga og jólatónleika á götum borgarinnar.

Ekkert væl hér í dag!  Hangikjötið er komið í pottinn en við nörtum alltaf í hangikjöt eftir bæjarferð.

Jæja þá er að skella sér í fómasinn og svo eru bara alveg að koma jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú ætla ég að drífa mig í að vera duglega.  Hætt að blogga í bili verð að skipta snöggvast á rúmum og sjóða kjötið.  Hafðu það gott um jólin með fólkinu þínu elskan mín. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Óska þér og þínum gleðilegrar hátíðar! Ég var einmitt að ljúka við að skreyta jólatréð með hjálp sex ára stjúpsonarins. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.12.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband