23.12.2008 | 21:59
Borðskreyting fyrir þá sem vilja hvorki blóm eða greni. Auðveld lausn á síðustu stundu.
Ég veit fyrir víst að sumar húsmæður eru alltaf í vandræðum með borðskreytingar.
Ég reyni alltaf að finna eitthvað nýtt fyrir hver jól og að þessu sinni vildi ég hvorki greni eða blóm. Svo mér datt í hug að skella nokkrum rauðum smákúlum í háa vasa og notaði svo seríu með kristal svona til að lýsa upp borðið. Ef vel er gáð getið þið séð hreindýrin mín sem vakið hafa mikla athygli. Þessi hreindýr fann ég í fyrra í körfu á gólfi í einum stórmarkaði hér og keypti fyrir slikk.
Auðveld lausn á síðustu stundu.
Borgin okkar skartaði sínu fegursta í kvöld og við nutum þess að ganga um götur hennar og njóta komu jólanna. Set inn myndir frá Prag á morgun.
Þessir búálfar tóku á móti okkur þegar heim kom.
Góðar stundir gott fólk.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hreindýrin eru dásamleg. Gef minna fyrir kúlurnar. (við erum vinir er það ekki? ) Manstu sá er vinur er til.....og allt það.Gleðileg jól fallega kona þarna útlöndum hafið valið það sjálf....
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 22:09
Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 22:10
Iss Hallgerður þú ættir bara að sjá þetta ,,live" jú við erum sko vinkonur. Takk fyrir hlýjar kveðjur.
Ía Jóhannsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:19
Góð lausn hjá þér Ía mín, hver hefur sinn smekk GN
Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 23:43
Gleðileg jól bloggvinkona - takk fyrir færslurnar þínar, innlitin og góðu skoðanaskiptin hér í bloggheimi.
Hittumst vonandi heilar og hressar á sama vettvangi á nýju ári.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.12.2008 kl. 02:47
Jólakveðjur héðan úr veldi danskra.
Jólakúlur eru skemmtilegt skraut. Var með það nýtt hjá mér í gluggaskreytingum ásamt ljósaseríu (sjá annar staðar).
Hreindýrin þín eru heillandi, hélt fyrst að þau væru hluti af seríunni.
Fallegar myndir úr borginni þinni.
Sit hér við tölvuna og velti fyrir mér smá skyndiskreppi yfir áramótin.
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 25.12.2008 kl. 15:54
Falleg bordskreyting.Hreindýrin eru yndisleg.
Kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 26.12.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.