28.12.2008 | 21:16
Femenine færsla milli jóla og nýárs.
Tók alla bloggvini sem komenteruðu hér á fyrri færslu á orðinu og tók daginn fyrir mig. Hélt bara áfram að gera nákvæmlega ekki neitt. Ja nema fyrir mig sjálfa.
Konur þetta er nauðsyn öðru hvoru fyrir sálartetrið!
Byrjaði á því upp úr hádegi,( ég er ekki komin í gang fyrr en í fyrsta lagi kl. 11) að fara í stutta göngu með dóttur og dóttursyni inn í skóginn. Sýndi honum eplin sem enn hanga á sumum trjám eins og rauðar jólakúlur. Tíndi eitt og gaf honum svo hann héldi ekki að þetta væri plastdrasl. Fengum okkur göngustaf og röltum þar til kuldaboli var farin að bíta í kinnarnar.
Kom heim og ákvað að nú skildi ég gera hluti sem ég ætlaði að gera fyrir jól. Bara fyrir mig!
Kveikti á gufunni (þið sem eigið ekki gufu getið alveg eins látið renna í sjóðheitt bað)
Á meðan gufan var að hitna tók ég öll aukahár af líkamanum sem safnast hafa upp sl. mánuð, þið vitið fætur og sollis.
Má alls ekki gleyma að kveikja á kertum inn á baðherberginu, það er must!
Fór inn í gufuna og lét lýsið renna af mér í ca hálftíma eða þar til ég fann að litla hjartað þyldi ekki mikið meir.
Dúðaði mig inn í þykkan slopp og lagðist á rúmið. (á ekki svona hvíldarbekk, næsta jólagjöf).
Á meðan lýsið hélt áfram að streyma út úr líkamanum fór ég í afslöppunarástand. Það lærði ég þegar ég var ung og spræk í Leiklistarskólanum og held að það hafi verið hún Brynja mín heitin Ben sem kenndi okkur þessa taktík sem ég hef notað af og til allar götur síðan en bara allt of sjaldan.
Meðferðin er ósköp einföld en þú verður að hafa tíma og þolinmæði. Ég sjálf hef bætt aðeins við með árunum og nota núna mína aðferð. Þið sem nennið ekki að lesa lengra, bara hætta, ekkert mál.
Ég anda þrisvar djúpt að mér og slaka á eins róleg og ég get, hugleiði frá höfuðkúpu og alveg niður í tær. Ég tek hvert bein frá haus og niðuður hrygginn þar til ég enda á tábeini. Þar rennur þreytan úr beinunum út um tærnar. Síðan taka við vöðvar líkamans, og sama aðferð notuð, byrjað upp í höfði og síðan hugsað til hvers vöðva fyrir sig ( er aldrei klár á því hvort ég á að taka heilann sem vöðva eða líffæri) en skítt með það þarna rennur öll mín þreyta niður í tærnar og út í tómið. Síðan fer ég í líffærin, hjarta, lifur, lungu etc.
Nú er ég búin að hreinsa út allt stress og kvilla (ye right) og þá tek ég við að anda í gegn um iljarnar og fylli líkamann af hreinu súrefni. Líkaminn á núna að vera þvílíkt aflappaður að þú átt ekki að finna fyrir önduninni. Hún bara kemur upp um iljarnar.
Veit, já núna væru flestir sofnaðir, en ég sofna aldrei þennan hálftíma, já stelpur mínar þetta tekur ekki nema hálftíma. Síðan ligg ég þar til mér fer að leiðast og byrja á því að hreyfa tærnar og maður finnur strax hvort maður vill hreyfa afganginn af þessum aflappaða líkama. Hann segir ykkur það óumbeðinn, lofa því.
Eftir þetta tók við löng og góð sturta.
Ég er ein af þeim sem kaupi alltaf eitthvað dekur dót fyrir mig sjálfa fyrir jól en sjaldnast gefst tími til að nota þetta fyrr en milli jóla og nýárs. Þannig að í dag var allt draslið tekið fram. Boddy lotion, andlitsmaski, hrukkukrem á háls og eyru, yngingardropar og allt þar fram eftir götunum. Þessu smurði ég samvikusamlega á mig (veit svo sem að þetta virkar ekki shit) en þá mundi ég allt í einu eftir því að ég hafði ekki gefið mér tíma til að ,,taka á mér lappirnar" svo ég skellti vatni í vaskafat og dýfði mínum nettu fótum niður í sjóðheitt vatnið. Síðan var skafið svona ca hálft kíló af skinni af bífunum og þær smurðar með olíu. Eldrautt naglalakk setti síðan punktinn yfir allt saman.
Þá voru það hendurnar. Allar neglur brotnar, mislangar svo þær voru líka teknar í gegn og nú eru þær loksins orðnar eins og á manneskju en asskoti stuttar greyin.
Þá var þetta bara komið og ég fór niður á sloppnum kveikti upp í arninum og setti bífurnar, þessar með rauða lakkinu upp í loft og naut þess að láta hitann frá eldinum ylja mér eftir allt erfiðið. Því þetta tekur sko á skal ég segja ykkur sértaklega þetta lappavesen.
Nú loksins get ég opnað eina af jólabókunum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:14 | Facebook
Athugasemdir
Vááááá.... dugnaður í þér!!!
Ég komst ekki fram úr rúmi fyrr en við kvöldmatartíma Ekki að missa úr máltíð sama hvað á dynur. Eyddi deginum í eymingjagang í haus og maga.
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 28.12.2008 kl. 22:02
Guðrún mín þetta var engin andsk. dugnaður heldur must! Skrokkurinn var farinn að segja hingað og ekki lengra. Déskoti skal verða tekið á því í janúar hummm.... eða þannig.
Ía Jóhannsdóttir, 28.12.2008 kl. 22:08
Flott og aaaaaalgerlega nauðsynlegt líka:-) Heilinn er vöðvi ;-)
Jónína Dúadóttir, 28.12.2008 kl. 22:18
Svona á að gera þetta! Ef að ég ætti að geta dúllað svona við mig þá yrði ég að henda öllu liðinu út fyrst.............................................fæ stundum á tilfinninguna að ég sé ómissandi en minn dagur kemur
Jólaknús Ía mín
Huld S. Ringsted, 28.12.2008 kl. 22:18
Já Jónína alltaf staðið í þeirri meiningu enda tek ég hann í þeirri röð hehhehe..
Huld hér var fullt hús af fólki ég bara ákvað að gefa mér minn tíma og ekkert kjaftæði. Við erum ekkert ómissandi. Stundum er öllum sama hvort við hverfum í smá tima eða jafnvel taka ekki einu sinni eftir þvi hehehe.....
Ía Jóhannsdóttir, 28.12.2008 kl. 22:31
Góður dagur hjá þér Ía mín og gaman að lesa um hann Ég ætla að gefa mér svona dag í náinni framtíð....mun þá fletta þessari uppskrift upp
Sigrún Jónsdóttir, 29.12.2008 kl. 00:17
Ætla að taka einn svona dag.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.12.2008 kl. 02:24
Þetta hefur verið yndi, svona á að gera oft, það er þvílik vellíðan á eftir. Kærleikur til þín Ía mín
Kristín Gunnarsdóttir, 29.12.2008 kl. 10:38
Soddan, flott hjá minni konu.Líst vel á tig (geri tad reyndar alltaf sko)
Tad er yndislegt ad dekra svona adeins vid sig gefa svona einn dag í dúlleríid og láta ser lída vel.Á til ad gera tetta fyrir mig .Bara of sjaldan.
Knús til tín inn í vellídunnar dag.
Gudrún Hauksdótttir, 29.12.2008 kl. 11:16
Yndislegt Er á smá jóla/áramóta yfirreið að lesa hjá ykkur öllum, hafðu það ávallt sem best kæri bloggvinur
Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 13:13
Hjartagullið mitt
Á hverjum jólum er kortið frá þér í heiðurssessi - ég á þau mörg á snúru með rauðum jólaklemmum og litlum gylltum eplum og hugsa til gömlu vinkonu minnar sem ég sé aldrei en ég veit að hún er og verður alltaf vinkona mín.
Jólaknús
Halla.
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 16:00
Elsku Halla mín. Gott nú verðum við í bandi næst þegar ég kem heim. Lofa. Hitti Inguni í Óperunni í haust og ætlaði að heimsækja hana en varð ekkert af því. Þetta gengur ekki lengur!!!!!! Knús að Ásum elsku vinkona.
Ía Jóhannsdóttir, 29.12.2008 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.