29.12.2008 | 19:41
Byrjað að hlaða í brennu hér að Stjörnusteini.
Á meðan við mæðgur áttum svona mömmu og dótturdag í bænum dunduðu strákarnir, Þórir aðal strákurinn, Þórir Ingi skriðdreki og Steini dengdasonur sér við að hlaða brennu hér við túnfótinn.
Það var orðið of dimmt þegar við komum heim til þess að ég gæti séð hvað sett hafði verið á brennuna en ég vona bara að vel hafi verið tekið til í útihúsunum.
Kemur í ljós um dagmál.
Það er bítandi kalt hér þrátt fyrir aðeins 5 stiga frost. Rakinn hér smýgur inn í beinin svo það virkar miklu kaldara en ella.
Við mæðgur settumst inn á veitingastað í borginni og áttum ljúfa stund, hefði satt best að segja getið setið þarna allan daginn með Soffu minni. Ekki oft sem gefst tími til að spjalla um daginn og veginn.
Góður dagur að kveldi kominn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Athugasemdir
ía mín það er bara gott veður hér í RvK og ekkert kalt hafðu það gott í kvöld.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.12.2008 kl. 19:50
Frábært að geta haft brennu. Það er mikið vesen að fá leyfi fyrir slíku hér í DK.
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 29.12.2008 kl. 22:29
Sigrún Jónsdóttir, 29.12.2008 kl. 23:42
tekkji svona mædgna dag teir eru yndislegir.En gaman ad geta haldid svona einka brennu.
Hjartanskvedja til ykkar.
Gudrún Hauksdótttir, 30.12.2008 kl. 06:20
Eigðu góðan dag :-)
Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 07:43
Meigir þú eiga góðar stundir með þínu fólki 'Ia mín, altaf gott að eiga mæðgna dag
Kristín Gunnarsdóttir, 30.12.2008 kl. 08:47
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 12:33
Fáum við myndir??
Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 16:41
Ía mín ljós til þín og þinna.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.12.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.