Það er auðvitað ótækt að fólk gangi með klígjuna upp í háls.

Oftsinnis hef ég verið vöruð við því að klæðast ,,skepnunni" minni þá sérlega þegar ég fór í mínar ferðir til London að vetri til. Aldrei varð ég fyrir aðkasti mér fannst nú frekar fólk horfa með aðdáun á ,,skepnuna" heldur en vera með klígjuna upp í hálsi.

Ég hef aldrei heldur skilið að sumir sem fussa og sveia yfir pelsklæddu fólki klæðast leðri frá toppi til táar.  Telja það bara allt annað mál sem það er sjálfsagt. Hvað veit ég.

 Nú horfi ég ekki mikið á dýralífsþætti svo ég veit lítið um drápsaðferðir Kínverja og langar eiginlega ekkert til að fræðast um það.  Tek það fram að ég er dýravinur þannig að..... 

Ég ætla að halda áfram að láta ,,skepnuna" mína skósíðu hlýja mér á köldum dögum.  

Ég ætla að halda áfram að vefja mig feldi rebba og mink um hálsinn þegar snjóa leysir.

Ég ætla líka að halda áfram að láta Afríska sebraskinnið ylja mér á tánum á meðan ég horfi á sjónvarpið.

Farin út að viðra ,,skepnuna" mína.

 

 

 


mbl.is Með óbragð í munni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sé ekkert athugavert við að klæða sig í pelsa.

En það er rétt hjá þessari konu að meðferð á dýrum í Kína er skelfileg eins og reyndar á manneskjunum þar líka.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 11:11

2 identicon

 Þú ert þá svona eftir allt saman?.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:14

3 identicon

Það er augljóst í fréttinni að Hanna María dýralæknir er ekki að gagnrýna nýtingu dýra sem slíka heldur aðferðir sem eru sannanlega oft viðhöfð þar sem ekki eru neinar reglur eða eftirlit með aðferðum við aflífun dýra.

Ég held að allt venjulegt fólk geti verið sammála um að ekki undir neinum kringumstæðum er það réttlætanlegt að deyða dýr á kvalafullan hátt!

walter (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:19

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný mér fannst bara þessi frétt eitthvað svo æ ég veit ekki, halló? Mér er svo slétt sama hvort fólk skilar jólgjöfunum sínum, skinnum frá Kína eða Kæró.

Hallgerður ertu hissa hehehe....

Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 11:20

5 identicon

Já, sumum er slett sama um velferð dýra. Öðrum ekki. Hefurðu skoðað myndir af þeim búum í Kína sem að framleiða felda?

Mæli með því að þú gerir það áður en þú tjáir þig.

linda (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:32

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég á leðurskó og leðurbelti. Já og leðurjakka, leðurpeningaveski, leðurtösku með skinni (íslenskur kálfur) leðurbakka til að bera fram á og já margt meira hægt að telja upp. Enginn munur í mínum huga á að nota leðurvöru eða pels, hvað varðar dýrasjónamið. Aftur á móti er ekki sama hvernig dýrin eru meðhöndluð og það er önnur saga.

Humm... fjallaði fréttin kannski um það?

Megir þú og þínir hafa það gott.

Kær kveðja frá Als þar sem lífið líður í rólegheitum

Guðrún Þorleifs, 3.1.2009 kl. 11:47

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Linda eins og ég segi hér að ofan og hefur sjálfsagt fram hjá þér, ég skoða ekki dýralífsmyndir.  Er samt dýravinur.

Já fólk tekur svona fréttum á ýmsan máta Guðrún.

Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 11:57

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Walter sást yfir þig.  Sammála ill meðferð á dýrum er óafsakanleg.   

Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 12:09

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skammastu þín Auður hehehe..

Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 12:10

10 identicon

Enn og aftur, hvar í fréttinni er tekið fram að dýralæknirinn sé á móti loðfeldum? Hún er að lýsa óánægju sinni yfir því að íslenskt fyrirtæki skuli nota loðfeldi af dýrum sem eru jafnvel ekki aflífuð áður en þau eru fláð. Endilega lesið nú fréttina yfir aftur og reynið að ná innihaldinu.

Farið jafnvel á youtube og skrifið í leit chinese fur. 

Anna (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 12:11

11 identicon

Ía þú ert lítið annað en hræsnari eða í svaka mikilli vörn fyrir pelsinum þínum.

Segist vera dýravinur en horfir ekki á dýralífsþætti. Ég get fullyrt við þig og alla að þessa meðferð á dýrum sem viðhöfð er í Kína sérðu ekki í neinum dýralífsþætti.

Hanna er ekki að setja neitt út á þá sem ganga í leðri, pelsum eða neitt slíkt, segist reyndar sjálf ganga í leðri. Hún er að benda á meðferðina sem notuð er við að aflífa þessi dýr og við hin erum að samþykkja með því að kaupa vöruna.

Það kemur HVERGI fram í fréttini að hún sé á móti notkun á skinnum eða loðfeldum. Fréttin snýst um mótmæli á meðferðinni og drápsaðferðum á þessum dýrum. Ég skora á fólk að lesa fréttina með opin augun áður en það fer að básúnast hérna og opinbera fávisku sína.

Nonnarinn (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 12:12

12 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mér fynnst það flott að klæðast pels, á einn slikan, kinverskan refapels. Njóttu þín bara í skepnunni Ía mín

Kristín Gunnarsdóttir, 3.1.2009 kl. 12:12

13 identicon

Ég verð nú að segja að það er ekki allt í lagi með sum af ykkur hérna. Lesskilningurinn greinilega í lágmarki! Konan er ekki að setja út á það að nota skinn... en prófið bara að skoða hitt bloggið við þessari frétt og sjáið hvað er verið að gera í myndböndunum þar! Þá fáið þið pottþétt æluna upp í háls ef þið eruð "dýravinir". Það gerði ég allavega og skammast mín alveg ofan í tær fyrir að eiga svona Cintamani úlpu, ekki hafði ég leitt hugann af því hvar og hvernig feldurinn er fenginn. Þetta er algjör viðbjóður...

En segi eins og hún að ég er ekki á móti því að feldir og leður sé notað, en maður ætti greinilega að athuga hvaðan varan er fengin og hvort hún sé fengin á réttan hátt.

Sunna (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 12:26

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nonnari takk fyrir innlit... það er aldeilis.  En svo þú skiljir þá var ég nú ekkert að setja út á dýralækninn heldur það þegar fólk verður fyrir aðkasti eins og var oftsinnins hér fyrir nokkrum árum ef þeir létu sjá sig á götu íklædd skinnum. Svo fyrir u.i. þá er ég pínu svag fyrir minni skepnu enda hundgömul og hefur þjónað mér vel.    

Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 12:28

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eeee... þarf maður að horfa á dýralífsmyndir til þess að vera dýravinur ? Ég er alfarið á móti illri meðferð á dýrum, það finnst mér allt eðlilegt fólk hljóti að vera ! Klæddu þig í það sem hlýjar þér á köldum vetrum heillin góð

Jónína Dúadóttir, 3.1.2009 kl. 12:37

16 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góð spurning Jónína.  Margir hér sem komentera virðast hafa sérstaka ánægju af því að horfa á aflífun dýra og vita upp á hár hvernig farið er að.  Ég hef enga ánægju af að horfa á Animal Live þar sem dýr hakka í sig önnur dýr eða skotglatt mannfólkið brytjar niður nærri útdauða stofna.

Ætli þetta fólk kaupi aldrei neitt sem merkt er Made in China?  Hvorki leikföng eða fatnað.  Sjálfsagt ekki.

Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 13:08

17 identicon

Ía, ég fæ það á tilfinninguna að þú sért þessi týpa felur þig á bakvið fáfræði þína, sem afsökun aðgerða þinna eða aðgerðleysi. Þó vona ég að ég hafi rangt fyrir mér.

Ef þú ert dýravinur, hvernig stendur á því að þú hafir engan áhuga á því að vita hvernig er farið með dýrin sem eru notuð við framleiðslu á þeim fatnaði sem þú gengur um í?

Þetta er svipað og að taka ekki afstöðu, eða þátt í aðgerðum gegn mannréttindabrotum sem framin eru um allan heim, af því að þú horfir ekki á fréttirnar (þar af leiðandi ómeðvitað um hvað er í gangi) af því að þær láta þig líða illa.

Heimurinn er í þessu hörmulega ástandi eimmitt út af fólki sem lætur sér ekki varða um það sem gengur á í heiminum, af því að það gefur þeim "vonda tilfinningu".

Daníel (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:09

18 identicon

Auk þess, persónulega finnst mér fólk sem klæðist loðfeldum líta út eins og fífl.

Þetta er eins og að sjá Neanderthals/Cro-Magnum hellisbúa, ganga um í miðri stórborg.

En þetta á víst að vera rosalega fínn klæðnaður, þar sem að samfélagið segir það.

Daníel (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:14

19 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Daníel þú ert örugglega einn af þeim sem verslar aldrei neitt frá Kína, gott hjá þér vinur.

Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 14:24

20 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Æ mér lídur voda vel í pelsinum mínum sem er búinn til af Bjór.....Á reyndar annann sem er búinn til af rebba.

Ég kaupi margt frá kína M.A. kaffikönnnu mína sem er ekki af verri endanum.Tad er ekki tetta sem verid er ad fjalla um a tessari sídu held ég ..Allavega skil eg tad tannig.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 14:54

21 identicon

Þessar samræður eru sjálfsagt komnar út í einhvern misskilning:)

Ég hætti ekkert við að kaupa vörur frá Kína þegar ég sé "Made in China" merkið á þeim. Það er ekki málið við þessa frétt, heldur það að konan veit - eins og margir - hvernig farið er með dýr sem notuð eru til iðnaðar í Kína. Málið snýst ekki um að sniðganga Kína algjörlega, heldur vildi hún ekki kaupa sína feldi og leður frá Kína. Mér er alveg sama þótt fólk gangi í sínum pelsum - ég á líka leðurjakka sem ég geng í sjálf. En verð líka að segja að ég er nokkuð sammála Daníel sem skrifar hér á undan. 

Og bara til að ítreka það þá hef ég ekki ánægju af því að horfa á myndbönd af dýrum að kveljast og finnst frekar ósmekklegt af blogghöfundi að halda því fram. 

Hlutirnir hætta ekki að vera til eða vera vondir bara vegna þess að við þykjumst ekki vita af þeim.

Sunna (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 15:00

22 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jæja þá látum við umræðu um þetta ,,stórmál" lokið enda bara komið út í tóma vitleysu.  Vil ég biðja alla að virða þá beiðni mína.  Takk fyrir öll innlitn og snúið ykkur nú að einhverju meir uppbyggjandi.

Eigið góðan dag. 

Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 15:07

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna það gengur mikið á, á flestum síðum knús til þín Ía mín hvort sem þú ert í loðfeld eða ekki.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2009 kl. 16:21

24 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ía mín ég á ekki pels en hef alltaf langað í en njóttu þín í skepnunni þinni. Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.1.2009 kl. 16:25

25 identicon

Ég er sammála Daníeli. Ill meðferð á dýrum viðgengst vegna þess að fólk eins og þú Ía vill helst ekki vita af því vonda en langar helst að njóta alls þess góða. Endilega Ía, haltu áfram að klæðast pelsum en skeyta engu um hvort framleiðsla þeirra var kvalarfull fyrir viðkomandi dýr sem veitir þér nú svo mikla ánægju.

Grétar Halldórsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 16:45

26 identicon

Það er hægt að losa kragann af úlpunni. Ég ætla að skila mínum í Cintamanibúðina. OJBJAKK

holi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:39

27 identicon

Kæra Ía, ég biðst afsökunar á því að fyrri athugasemd mín hafi hljómað ærumeiðandi.

Ég vil ekki að þú takir neinu af þessu sem einhverri persónulegri árást á þig, né var ásetningurinn að fara fyrir brjóstið á einhverjum (þó svo að ég hafi kannski gert).

Ég vil samt sem áður frekar taka áhættuna á því að vera harðorður, í þeirri von að þú og aðrir endurskoðið viðhorf ykkar. Ég hef perónulega ekkert á móti Kína, og hef eflaust á einhverjum tímapunkti verlað vörur þaðann. Það kemur málin samt ekki við. Ef fólk er annt um eitthvað málfefni, þá á það að afla sér þekkingu á því og taka skynsamlega afstöðu byggða á þeirri þekkingu. Þú sagðir að ofan að þú sért dýravinur, en þó alveg sama um hvernig farið er með dýrin sem voru deyð til að framleiða fatnað þann sem þú klæðist. Þetta er klárlega mótsögn, og þó svo ég versli frá Kína og kannski alger hræsnari fyrir vikið, þá breytir það ekki þeirri staðreynd. Þetta er álíka og vera á móti mannréttindabrotum, en samt kjósa ríkistjórn sem annað hvort styður ríki sem brjóta mannréttindi eða fordæma ekki slík mannréttinda brot.

Ég læt þetta næja.

Með fullri virðingu til allra lesenda og ósk um gleðilegs árs.

Daníel (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:51

28 Smámynd: Hulla Dan

 Þið eruð ágæt.

Ég er dýravinur og algjörlega á móti slæmri meðferð á dýrum.
Ég er líka barnavinur og hrikalega á móti slæmri meðferð á börnum.

Ég á engan fatnað úr ekta dýrum nema assgoti gott ullarvesti.
Ég á aftur á móti fullt af hlutum sem eru sennilega framleiddir af litlum börnum
Samt er ég barnavinur mikill. Ætti að endurskoða það sem ég læt í innkaupa kerruna mína hverju sinni.

Við ræktum kanínur til átu. Ég get samt ekki hugsa mér að ganga í þeim.
Svo er til fólk sem ekki getur hugsað sér að ganga í gerviefnum.
Er samt nokkuð vit í því að vera að flokka okkur í góð og slæm?

Knús og þig og góða nótt.

Hulla Dan, 3.1.2009 kl. 23:29

29 identicon

Jahérna hér.  Ég skal segja ykkur það.  Nú skal ég fræða ykkur aðeins, sem hafið ekki komið nálægt dýrum, - allra síst loðdýrum. 

Látið ykkur ekki detta í hug að dýrin séu ekki deydd áður en þau eru flegin. Það er einfaldlega þannig að enginn maður með fullu viti myndi reyna að flá dýr sem ekki væri dautt.  Asnar.  Hvort haldið þið að væri auðveldara og hættuminna FYRIR MANNINN SEM GERÐI ÞAÐ að flá dautt dýr eða lifandi???  Sveimérþá.  Þetta er nú meiri hysterían.Og svona til fróðleiks:  Það gildir það sama um loðdýr og önnur dýr - því betri meðferð sem dýrin fá, því meira gefa þau af sér.  

Ía mín þú ert glæsileg í pels eða án - njóttu þess að klæðast fallegu skepnunni þinni - og tek hjartanlega undir með Hullu.  

Áramótaknús.

Halla

Halla bóndi mm. (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband