15.1.2009 | 18:32
Nú er hún alveg búin að missa það hugsa sumir....
Þið sem hafið lesið færsluna mína hér neðar á síðunni þar sem ég talaði um ítarlegar rannsóknir þar sem kaffi getur valdið ofskynjun og maður færi að heyra raddir þá sannprófaði ég þetta hér í morgun á leiðinni til hundrað turna borgarinnar.
Eftir að hafa hvolft í mig tveimur lútsterkum expresso var ég glaðvöknuð. (Er ekkert svona morgunmanneskja í janúar) Já, nei auðvitað henti ég ekki þessari fínu kaffikönnu út á hlað, það er bannað að taka mig svona alvarlega þegar ég bulla.
OK hvar var ég , já sem sagt klukkan var hálf tíu (hrikalega ókristilegur tími, enn nótt hjá mér) og ég keyrði mig niðr´í borg. Þar sem ég var komin langleiðina inn í borgina fór að hægjast á umferðinni svo ég renndi rúðunni aðeins niður mín megin. Þarna eru fjórar akreinar og ég var á þeirri ystu vinstra megin. Þarna dólaði ég góða stund á eftir hinum bílunum sem allir voru að fara í sömu átt og ég. Mín orðin aðeins of sein á fundinn og komin svona smá ergelsi í kroppinn.
Þá allt í einu heyri ég blístur. Ekki beint laglínu en mjög melódíska tóna. Mér fannst þetta koma úr aftursætinu og leit ósjálfrátt við um leið hugsaði ég: Ertu að verða vitlaus eða hvað það er enginn þarna aftur í. Hugsa rökrétt. Hljóðið hlýtur að koma úr einhverjum bíl hér við hliðina á mér og þar sem ég veit að blístur flyst betur en söngur rúllaði ég rúðunni alveg niður og stakk hausnum út. Nei þetta kom innan úr bílnum. Ég rúllaði rúðunni upp og enn hélt blístrið áfram. Fagrir tónar en engin laglína.
Ég hristi hausinn vel og stakk puttanum á kaf í eyrað. Nuddaði vel og vandlega en blístrið hélt áfram úr aftursætinu. Ég endurtók þetta með rúðuna upp og niður, stakk hausnum út en allt kom fyrir ekki það var einhver að blístra í aftursætinu.
Þá datt mér allt í einu í hug faðir minn heitinn. Á meðan hann lifði blístraði hann í tíma og ótíma enda mjög músíkalskur. Ég sneri höfðinu aftur og sagði: Veistu pabbi minn nú er komið nóg af þessu blístri. Blobbb.... blístrið hætti eins og við manninn mælt, sko í orðsins fyllstu....
Mér er alveg sama hvort þið trúið mér eða ekki en þeir sem þekkja mig vita vel að ég er stundum pínu öðruvísi á köflum.
Svo nú er ég alvarlega að hugsa um hvort ég eigi að henda helv... könnufjandanum út á hlað eða sjá til hvað gerist á morgun.
Ætla að bíða til morguns ég hef nefnilega grun um að ástæðan fyrir heimsóknin hans föður míns eigi sér skýringu og segi ykkur frá henni seinna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tónlist, Trúmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
Athugasemdir
Jamm Búkolla bara tveir. Takk fyrir að líta hér inn.
Ía Jóhannsdóttir, 15.1.2009 kl. 19:41
Ég trúi þér 100% er svona skrítin skrúfa líka og tala við fólk sem aðrir sjá ekki, bara gaman að fá stundum innlit í fleiri víddir. Knús og helgarkveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 20:04
en þeir sem drekka tíu bolla af lútsterku kaffi? það skýrir kannski eitt og annað viðurkenni það hér og nú...
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 20:39
Stelpur mínar bara gaman að þessu en allt í hófi.
Ía Jóhannsdóttir, 15.1.2009 kl. 20:58
Drekktu bara fleiri, vertu undirbúin og eigðu svo gott spjall við hann pabba þinn
Hlakka til að heyra hvað hann var að vilja þér í þetta sinn
Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:02
Svona lagað kemur mér ekki á óvart.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 23:42
Þú ert kannski skrítin á köflum og líka svakalega skemmtileg
Jónína Dúadóttir, 16.1.2009 kl. 08:31
Hahaha, mátulegt á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 13:04
Það verður spennandi að lesa hvað hann vildi þér blessaður karlinn
Kristín Gunnarsdóttir, 16.1.2009 kl. 18:54
Skildi þetta hafa nokkuð með kaffi drykkju þín að gera?
Fáðu þér hvítvínsglas í kvöld og kannaðu hvað gerist þá
Býsna spennandi
Hulla Dan, 17.1.2009 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.