20.2.2009 | 08:26
Taktu svo bara tramm númer 27 hann stoppar rétt hjá....
Minn góði læknir ,,Dr. House" sagði við mig um daginn: Þú verður að gera þér vel grein fyrir því að þú ert að leggjast inn á Tékkneskan spítala þar sem fáir tala ensku eða þýsku og viðbúnaður er allur annar en þú ert vön að sjá annars staðar. Síðan rétti hann mér kortið sitt og sagði - þú bara hringir í mig ef þú þarft á túlk að halda. Mér létti stórum skal ég segja ykkur.
Oftsinnis hef ég sagt að aldrei skildi ég leggjast inn á spítala hér í Tékklandi en maður á víst aldrei að segja aldrei og hér urðum við að bregðast fljótt við svo það eiginlega gafst engin tími til umhugsunar. Það einkennilega við þetta er að ég er mjög sátt við þessa ákvörðun okkar.
,,Dr. House" hefur leitt mig í gegn um þetta og hann hafði strax samband við færustu læknana hér svo ég veit ég er í góðum höndum.
Ég las um daginn grein þar sem einhver var að kvarta undan vegalengdum á göngum spítalana heima á Íslandi þegar fólk væri að fara í rannsóknir. Biðsalirnir væru svo ómanneskjulegir. Ég gat nú ekki annað en brosað þetta fólk ætti að vera komið hingað.
Undanfarnar vikur er ég búin að endasendast borgarhluta á milli, ein rannsókn hér önnur þar. Hef nú verið heppin þar sem ég hef bílstjóra og oft hugsað til allra þeirra sem verða að fara með tramminum eða strætó, fársjúkt.
Ég hef alltaf fengið leiðavísi með mér frá aðstoðarkonu Dr. House og hún alltaf boðin og búin til að segja mér hvaða tramm ég eigi að taka þrátt fyrir það að ég væri marg búin að segja henni að ég væri á bíl þá fannst henni bara svo eðlilegt að fólk notaði þjónustu borgarinnar, brosti alltaf voða sætt og sagði´- já en hann stoppar alveg rétt hjá......
Nú læt ég þetta duga hér í bili kem aftur seinna í dag.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Knús og kærleikur inn í daginn þinn frá mér elsku Ía
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.2.2009 kl. 09:02
Dr House verður meira spennandi eftir því sem maður heyrir um hann. Er ekki hægt að fá mynd af honum með?
Ég hugsa mikið til þín Ía mín og þakka þér fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér. Knús og kærleik til þín elskuleg
Auður Proppé, 20.2.2009 kl. 09:24
Gangi þér vel mín kæra
Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 09:30
Kærar kveðjur héðan frá Als
Guðrún Þorleifs, 20.2.2009 kl. 09:36
Hinn tékkneski doktor House virðist gefa sér tíma fyrir sjúklingana sína, eða það er kannski ekki sama hver í hlut á. -
Ég er nú ekki hissa á, að þeir falli í stafi allir Dr. Housearnir þegar þeir mæta augnaráði hinnar Íslensku gyðju sem í daglegu tali er kölluð Ía. -
Ég tala nú ekki um þegar þeir mæta þessum glettnislegu augum og þessu fallega brosi, það veit ég að fáir eða engir standast.
Kærar kveðjur til þín héðan úr norðangarranum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2009 kl. 10:37
Knús og kveðjur til þín Ía mín, það er gott að húmorinn er ekki langt undan
Sigrún Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 11:03
Tek undir snilldarorð Lilju okkar hér að ofan.
Ljós í daginn þinn ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 13:32
Húmorinn aldrei langt undan..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 15:24
Gangi þér vel vina
Anna Ragna Alexandersdóttir, 20.2.2009 kl. 15:48
Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Minnist þess sem læknirinn minn sagði við mig í haust: "Passaðu þig nú á því að láta ekki áhyggjurnar af krabbameininu gera þig veikari en meinið sjálft" ... Þetta er kannski einn svona Dr. "House" hér á Íslandi! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.2.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.