Helgin leið eins og dögg fyrir sólu.

Það var vel hugsað um konurnar á þessu heimili í gær.  Þórir minn snerist í kring um okkur mæðgurnar allan daginn og við nutum þess að láta hann stjana við okkur.

Þrátt fyrir að minn elskulegi sé eðal kokkur þá er hann ekki besti bakari í heimi.  Hann var allur að vilja gerður í gærmorgun og vildi ólmur baka bollur í tilefni dagsins.  Þar sem ekki var til nóg smjör í húsinu brá hann á það ráð, þrátt fyrir einróma mótmæli frá okkur mæðgum, að nota smjörva.  Það hlyti að koma í sama stað niður sagði hann.  Þið sem hafið bakað vatnsdeigsbollur vitið alveg hvernig deigið á að vera.  Hans varð pínu öðruvísi, en ekki gafst hann upp skellti einni plötu í ofninn og út komu tvíbökur.  Þá skellti hann aðeins meira hveiti í hræruna og prófaði í annað sinn.  Sko aldrei að gefast upp, útkoman varð hin sama svo þetta endaði því miður í ruslinu.  Æ,æ ég vorkenndi honum pínu hann vildi svo vel.

Annars leið helgin allt of fljótt. Á föstudag fórum við mæðgur í göngutúr hér í nágrenninu. Mér fannst ég vera voða dugleg en fann fyrir því daginn eftir.  Fór aðeins of langt og geyst.

Í gær bauð Þórir okkur í nudd á Hotel Mandarin sem ég varð því miður af vegna þess að nuddarinn tók engan séns á sjúkling eins og mér.  Ég skal viðurkenna að ég varð fyrir smá vonbrigðum en skildi afstöðu nuddarans og lét mig bara dreyma um gott nudd á meðan ég beið eftir Soffu minni og mínum elskulega.  Iss ég á þetta bara inni, ekkert mál.

  Á eftir var okkur svo boðið í mat á Mandarin og ég var bara mjög dugleg að borða. Sem sagt frábær konudagur með dóttur og eiginmanni.

Ég er ansi löt að kommentera hjá ykkur bloggvinir mínir. Ég fylgist samt með ykkur öllum á hverjum degi. 

 Sendi ykkur öllum sem kíkja hér inn hlýjar kveðjur héðan úr sveitinni og snjónum. 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sendi þér hlýju og kraft í sveitina þína Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 10:42

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Yndislegt hjá honum að reyna þóÆi hálfleiðinlegt með nuddið, en þú átt eftir að fara í marga nuddtíma elskuleg, þegar þér er batnað

Knús og kveðjur úr norðrinu í snjókomu

Jónína Dúadóttir, 23.2.2009 kl. 10:45

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er svo gott að eiga svona stundir saman mæðgur og Þórir gerði sitt besta, við vitum nú alveg hvernig þeir eru þessar elskur, endilega ekki að taka góðum ráðum.
Kærleik og gleði til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2009 kl. 10:45

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.2.2009 kl. 11:29

5 Smámynd: Ragnheiður

Æj hann hefur ætlað að vera sætastur...

kær kveðja til þín elskuleg

Ragnheiður , 23.2.2009 kl. 16:04

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kærar kveðjur og góðar óskir héðan af Batavegi 33

Guðrún Þorleifs, 23.2.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband