Þar sem forsjónin ræður færð þú engu um breytt.

Þá er þessi dagur að kvöldi kominn.  Allt líður þetta án þess að þú þurfir að hafa nokkurn skapaðan hlut  fyrir því.  Þannig er það bara í henni veslu. 

Það er nú soleiðis að þar sem forsjónin hefur einu sinni sett mann niður, þar verður maður að standa í stykkjunum, hver eftir sínu litla pundi.   Þessa setningu rakst ég á þegar ég var að glugga í Sölku Völku og fannst hún einhvern vegin eiga ansi vel við mig og allt sem hefur gengið á hér undanfarnar vikur.

Í fyrramálið fer ég eldsnemma upp á spítala, eða við verðum að leggja af stað héðan klukkan 6:30 (sem sagt hánótt hjá mér) en það tekur um klukkustund að keyra héðan frá okkur og í hinn enda borgarinnar.  Dagurinn fer sjálfsagt í undirbúning fyrir skurðaðgerðina sem fer væntanlega fram á fimmtudags morgun. 

Ég kem til með að hitta Professor Pafko í fyrsta skipti á morgun en hann kemur til með að framkvæma aðgerðina.  Hann er einn færasti skurðlæknirinn hér á landi og skar Havel forseta upp á sínum tíma.  Dr. Musil sem er lungnasérfræðingur og hefur fylgst með mér undanfarnar vikur kemur til með að vera í tíminu sem ætla að grafa eftir litla græna karlinum og losa mig við þann óþverra. 

Mér fannst ég nú vera að pakka fyrir helgarferð áðan þegar ég lét ofan í tösku, handklæði, sápu, klósettpappír og fleira sem er nauðsynlegt fyrir konu að hafa með sér að ógleymdum fínu náttfötunum.  Ekki það að það sé ekki sápa eða WC pappír til boða á sjúkrahúsinu en mér var ráðlagt að taka minn pappír, hitt sem í boði væri kæmi til með að rispa jafnvel minn dúnmjúka bossa.  

Það er búið að lofa mér einkastofu sem ég vona að ég fái.  Það væri ekki nema að inn kæmi sjúklingur í lungnafluttning þá verð ég að láta stofuna eftir sem er auðvitað ekkert nema sjálfsagt.

Ég veit ekki hvort  ég verð tölvutengd næstu daga eða vikur svo ég vil nota tækifærið núna og þakka ykkur öllum sem stutt hafa mig undanfarnar vikur. Allar hlýju kveðjurnar og góðar hugsanir.  Þetta hefur verið mér ómetanlegur stuðningur. 

Stórt kærleiksnús á ykkur öll og blessun Guðs fylgi ykkur öllum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Elsku vinkona, ég sendi þér allar mínar hlýjustu hugsanir og að allt gangi vel elskuleg.  Knús, ljós og kærleik til þín

Auður Proppé, 24.2.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hugheilar bataóskir

Kær kveðja

Guðrún Þorleifs, 24.2.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guð veri með þér og allir góðir vættir elsku Ía mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.2.2009 kl. 00:32

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég sendi þér hlýju og styrk kæra Ía og óska þér góðs gengis og bata

Sigrún Jónsdóttir, 25.2.2009 kl. 00:45

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Guð veri með þér elsku Ía, ég mun biðja fyrir þér áfram

Kristín Gunnarsdóttir, 25.2.2009 kl. 06:01

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Elsku vina, gangi þér vel og ég hlakka til að lesa hérna þegar þetta er allt afstaðið

Jónína Dúadóttir, 25.2.2009 kl. 06:21

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gud veri med tér elsku Ía mín og tínu fólki.Gangi tér vel og hlakka til ad fá skrifin tín aftur eftir smá hlé.

Gudrún Hauksdótttir, 25.2.2009 kl. 07:31

8 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Ía mín, bestu óskir um gott gengi og ég mun hugsa til þín

Ragnheiður , 25.2.2009 kl. 08:36

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sendi þér heitar baráttukveðjur, með "dashi" af hjörtum og knúsum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.2.2009 kl. 13:51

10 identicon

Á meðan brimið þvær hin skreipu sker/og skýjaflotar sigla yfir lönd/ Þá spyrja dægrin:hvers vegna ertu hér/ hafrekið sprek á annalegri strönd?

Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett/og átti að vinum gamburmosa og stein/er illa rætt og undarlega sett/ hjá aldingrein með þunga og frjóa grein.

Hinn rammi safi rennur frjálst í gegn/um rót er stóð í sinni moldu kyr/en öðrum finnst sig vanta vaxtarmegn/þótt vorið fljúgi í loftsins hraðan byr.

Drýpur af hússins upsum erlent regn/ókunnir vindar kvein þar við dyr.-Jón Helgason-

Þitt uppáhalds skáld. Ég óska þér alls hins besta fallega íslenska kona.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 14:29

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ía mín ég mun biðja fyrir þér og tendra ljós sem ég sendi yfir til þín og mun það loga yfir þér alla daga.
Þín Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2009 kl. 15:48

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Megi algóður Guð og allar góðar vættir, vernda þig og blessa elsku Ía.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.2.2009 kl. 17:41

13 identicon

Elsku Ía mín við hjónin sendum þér og þinni fjölskyldu baráttukveðjur, hlýjar hugsanir og allan okkar kraft.  Komdu til baka tvíefld og sterk.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 20:25

14 identicon

Elsku Ía!

Hugur okkar hefur oft reikað til þín og Þóris að undanförnu, þið eigið baráttu fyrir höndum sem við erum sannfærð um að þið munið taka á eins og ykkur er einum lagið...... saman og af krafti!  Hentu græna kallinum laaaangt út á hafsauga og farðu svo óskaplega vel með þig í bómullarblúndunáttfötunum og á hælunum annað sæmir ekki skvísu eins og þér!...... 

Hlýjar kveðjur til ykkar allra elsku fjölskylda og megi guð veita ykkur styrk í gegnum erfiða tíma.

Risaknús,

Ella, Henrik og Hildur Mei

Elín Hlíf Helgadóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 23:14

15 Smámynd: Hulla Dan

 Farðu vel með þig elsku bloggvinkona

Kveiki ljós fyrir þig öll kvöld og sendi þér urmul af góðum hugsunum

Hulla Dan, 26.2.2009 kl. 17:27

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi þér vel elsku Ía mín

Huld S. Ringsted, 26.2.2009 kl. 18:51

17 identicon

Baráttukveðjur til þín og fjölskyldu

Syrrý (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 11:28

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.2.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband